Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 27

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 27
26 Þjóðmál VETUR 2011 rústabjörgun vegna starfsemi einkabanka . Þótt þetta nýja fyrirkomulag sé frá ESB komið, þá stangast það á við yfirlýsingar Michel Barnier, framkvæmdastjóra innri markaðar (Internal Market Commissioner) í framkvæmdastjórn ESB . Barnier (2010) segir: „The aim is to ensure that cost of the difficulties are borne by shareholders and unsecured creditors, and not taxpayers, while ensuring financial stability and continuity of services to users . . . “ Hann tekur fram að skattgreiðendur eigi ekki að bera skaðann, heldur skuli kostnaðurinn falla á hluthafa og ótryggða kröfuhafa . Barnier fer þannig í yfirlýsingu sinni furðu nærri þeirri lausn sem íslensk stjórnvöld völdu með neyðarlögunum á sínum tíma . Mikilvægt er að lögin endurspegli þau úrræði sem raunverulega er gripið til, en veiti ekki falskt öryggi á forsendum kerfis, sem ýtt er til hliðar um leið og reynir á það . Það stríðir einnig gegn sjónarmiðum sem lýst er að ofan varðandi innstæðutryggingar, að nú skuli Íslandsbanki og Byr sameinaðir . Þessar fjármálastofnanir réðu hvor um sig yfir umtalsverðum hluta innstæðna í landinu fyrir sameiningu . Eftir sameiningu verður álagið á innstæðutryggingasjóðinn ennþá meira, komi til falls hins sameinaða banka . Nú verða yfir 90% innstæðna í landinu í aðeins þremur bönkum . Annars konar innstæðutryggingar? Hægt að hugsa sér að innstæðu-trygg ingasjóðir Evrópu myndi sameiginlegan sjóð og baktryggi þar með hver annan . Einnig kæmi til greina að innstæðutryggingasjóðir störfuðu þvert á landamæri . Þá myndi kerfishrun í tilteknu landi dreifast á fleiri sjóði . Einnig mætti skylda innstæðueigendur til þess að dreifa innstæðum sínum á fleiri banka . Þá myndi skaðinn af falli eins þeirra (og biðin eftir útgreiðslu úr þrotabúi) ekki vera jafn þungbær . Ef til vill væri athugandi, að innstæðueigendur tryggðu sjálfir sínar innstæður með því að kaupa sér tryggingu hjá öðrum banka, helst í öðru landi, sem væri með starfsemi algerlega óháða þeim banka, sem varðveitir innstæðurnar . Enda gildir það um flestar aðrar eignir (t .d . húsnæði og bíla), að eigandinn er ábyrgur fyrir tryggingunum . Hér að ofan hefur verið bent á ýmsa galla innstæðutryggingakerfis Evrópu . Þeir virðast vera þess eðlis, að kerfið þurfi að endurskoða frá grunni . En dulin ríkisábyrgð á öllum þeim vandræðum, sem bönkum er gert kleift að koma sér í, þ . á m . með frjálsu flæði fjármagns samkvæmt Evróputilskipun, er varasöm, og hefur verið hafnað í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum . Heimildir Arnold, I . (2011) A Handicapped European Systemic Risk Board . Economonitor, 14 . júlí . http://www . economonitor .com/blog/2011/07/a-handicapped- european-systemic-risk-board/ Barnier, M . (2010) Ræða á ráðstefnu í Brussel, 19 . mars . Conference on Building a Crisis Management Framework for the Internal Market . Brussel . Vefútgáfa europa .eu . http://europa .eu/rapid/pressReleasesAction .d o?reference=SPEECH/10/112&type=HTML EFDI: European Forum of Deposit Insurers (2006) . Deposit Guarantee Systems: EFDI’s First Report . Róm: EFDI . Interbank Deposit Protection Fund . http://www . efdi .net/scarica .asp?id=102&Types=DOCUMENTS Eisenbeis, R .A . (2004) Agency Problems and Goal Conflicts . Working Paper 2004-24 . Atlanta: Federal Reserve Bank of Atlanta . http://199 .169 .243 .129/ filelegacydocs/wp0424 .pdf European Commission, Joint Research Centre, Unit G09 (2008) . Investigating the efficiency of EU Deposit Guarantee Schemes . Ispra, Ítalía: European Commission . http://ec .europa .eu/internal_market/bank/docs/ guarantee/deposit/report_en .pdf Guðlaugur Þór Þórðarson (2011) . Ræða á Alþingi, 7 . apríl . Vefútgáfa Alþingistíðinda . http://www .althingi .is/ altext/raeda/139/rad20110407T155743 .html Laeven, L . og Valencia, F . (2008) . The Use of Blanket Guarantees in Banking Crises . Washington: The International Monetary Fund . http://www .imf .org/ external/pubs/ft/wp/2008/wp08250 .pdf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.