Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 78

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 78
 Þjóðmál VETUR 2011 77 ráðuneytisins til að aka Huang Nubo um landið . Þeir Hjörleifur voru herbergisfélagar á námsárum Hjörleifs í Kína . Vegna kynnis- ferðarinnar með Huang ræddi dv.is við Hjörleif og hann sagði hinn 4 . október 2010 að Huang hefði leitað til sín sem „gamals vinar og kunningja“ . Þetta hefði verið bíll í einn dag, til að „sýna manninum eitthvað af landinu“ enda væri hann „að leggja talsverða peninga í 10 ára samstarf Íslands og Kína“ . Á dv.is sagði: Um er að ræða bílaleigubíl sem utanríkis- ráðuneytið er með á leigu frá Bílaleigu Akureyrar . Þangað sótti Hjörleifur bílinn, Suzuki Vitara jeppling, á laugardagsmorgun og á sunnudaginn ók hann um með vin sinn, kínverskan athafnamann að nafni Huang Nubo, til að sýna honum náttúru Íslands . Ragnar Baldursson, starfsmaður í sendi ráði Íslands í Peking, fylgdi Huang Nubo á ferð hans um Ísland . Þeir Ragnar og Hjör leifur fóru einnig með Huang á Norður pólinn í apríl 2011 og hefur birst mynd af þeim þar . Ljósmyndarinn er Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huangs hér á landi . Á blaðamannafundinum með Huang í Peking 2 . september 2011 sagði Kristín Árna dóttir: „Ég held að allt muni nú ganga enn betur þegar Ísland er orðið að ferða- manna stað .“ Í sjónvarpsfréttum RÚV hinn 3 . sept- ember 2011 voru birtar myndir frá blaða- mannafundinum . Þar mátti sjá Lúðvík Berg vinsson, lögmann og fyrrverandi þing- flokks formann Samfylkingarinnar, og Sigur- vin Ólafsson lögmann . Þeir voru full trúar frá lögmannsstofunni Bonafide lög menn í Reykjavík og veittu Huang Nubo lög- fræðilega ráðgjöf . Í frétt Deutsche Welle sagði að auk kaup- anna á Grímsstöðum á Fjöllum ætlaði Huang að fjárfesta fyrir 140 milljónir evra á Íslandi á næstu fjórum til fimm árum . Hann sagði að hann vildi gjarnan sjá allt að 10 .000 gesti koma árlega til gististaðar síns . Í fréttinni var vitnað í Jonathan Holslag, rannsóknarstjóra hjá Institute of Con temp- orary China Studies í Brussel . Hann sagði: „Þetta kann að vera einka framtak á Íslandi en það fellur hins vegar vel að (kínverskri) heildarstefnu um að ná tökum á strategískum eignum erlendis, hvort heldur um er að ræða land, hráefni eða þekkingu .“ Huang sagði í samtali við Reuters-frétta- stofuna að vegna ummæla á borð við þau sem Holslag hefði látið falla kynni hann ekki að fá leyfi stjórnvalda í Peking til að ljúka landakaupunum á Íslandi . „Ríkisstjórnin kann að segja: Vinsamlega farðu ekki, stofnaðu ekki til vandræða,“ sagði Huang og vísaði til þess að fyrirtæki sitt þyrfti samþykki kínversku ríkisstjórnar innar til að kaupin gengju um garð . „Kannski hugsa stjórnvöld: Vektu ekki upp neina óhamingju í samskiptum Kína og Íslands . Þá hætti ég bara við þetta,“ sagði hann einnig . Þýska fréttastofan sagði að kannski fengi stjórnin í Peking ekki tækifæri til að bregða fæti fyrir kaupin, það kynni að verða gert á Íslandi þar sem margir hefðu efasemdir vegna þeirra . Það var meðal annars vitnað í Jón Þórisson arkitekt . (Hann starfaði náið með Evu Joly þegar hún var ráðgjafi ís- lenskra stjórnvalda .) „Mun víðtækt eignarhald þeirra veita þeim aðstöðu til að beita pólitískum þrýstingi?“ spyr Jón þegar AP-fréttastofan ræddi við hann . „Er hugsanlegt að við Íslendingar endum sem leiguliðar í eigin landi?“ Deutsche Welle sagði að um væri að ræða sölu á um 0,3% af íslensku landsvæði . Það jafngilti því að í Þýskalandi seldi einhverjum útlendingi landsvæði sem væri lítið eitt stærra en borgin Hamborg . Í lok fréttarinnar sagði að síðast hafi til- r aun Kínverja til að eignast hluti erlendis runnið út í sandinn árið 2005 þegar kín-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.