Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 34

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 34
 Þjóðmál VETUR 2011 33 að með því að sameinast að baki skuldum á evru-svæðinu muni evru-ríkin njóta jafn „stór kostlegs hagnaðar“ og Bandaríkin hafi notið . „Það mundi leiða til meiri fjár- mála legs samruna og skapa miklu stærri og öflugri skuldabréfamarkað sem yrði sam- bæri legur við það sem gerist hjá ríkis sjóði Banda ríkjanna,“ sagði Barroso á blaða- manna fund inum 23 . nóvember . Hann benti á að litið væri á bandarísk skuldabréf sem einhverja öruggustu fjár- festingu í heimi þótt skuldir Bandaríkjanna nálguðust 100% af landsframleiðslu . Hann sá ekki ástæðu til að geta þess að bandaríski skuldavandinn væri ekki síður pólitískt vandamál en hinn evrópski . Um svipað leyti og Barroso flutti þennan boð skap bárust fréttir um að „ofurnefnd“ beggja flokka á Bandaríkjaþingi hefði ekki tekist að ná samkomulagi um sparnað eða leiðir til að lækka ríkisskuldir Bandaríkjanna, en þær nema nú um 15 .000 milljörðum dollara . Rehn vitnar í Hamilton Olli Rehn, varaforseti framkvæmda-stjórnar ESB sem fer með efnahags- og evru-mál innan hennar, upplýsti Brussel- blaðamenn um aðferðir Bandaríkjamanna þegar þeir unnu að því að smíða innviði sambandsríkis 13 ríkja undir yfirstjórn George Washington, fyrsta forseta Banda- ríkjanna . Rehn minnti á að árið 1790 hefði Alexander Hamilton, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, lagt fram áætlun um hvernig nýja sambandsstjórnin ætti að glíma við skuldir fyrrverandi nýlendna Breta sem mynduðu hið nýja ríki . Vegna áforma sinna hefði Hamilton lent í andstöðu við þungavigtarmenn eins og Thomas Jefferson og James Madison . Hann hefði leyst vandann með leynd í kvöldverði með Jefferson, þeir hefðu sammælst um útgáfu skulda bréfa . Framkvæmdastjórn ESB hag- aði sér á annan veg en þessir ráðamenn Banda ríkjanna 1790, hún kynnti tillögur sínar um skuldabréf opinberlega . Rehn hélt því hins vegar stíft fram að þessi leynisamningur Hamiltons og Jeffersons hefði „lagt grunninn að sameiginlegri stjórn efnahagsmála í sambandsríkinu Banda ríkj- unum“ . Rehn tók fram að hluti sam komu- lagsins hefði verið að flytja aðsetur al ríkis- stjórnarinnar frá New York að bökkum Potomac-árinnar í Virginíu, þar sem nú er Washington DC . Í fréttum af blaðamannafundi forráða- manna framkvæmdastjórnar ESB er þess sérstaklega getið að þeir vilji ekki flytja valda- miðstöð Evrópusambandsins frá Brussel . Framkvæmdastjórn í vanda Þegar litið er á þessar tillögur og hugað að stöðu þeirra Barrosos og Rehns má benda á að þeir eru að sumra áliti að skipta sér af hlutum sem þeir ættu að láta í friði, evran og evru-samstarfið sé ekkert á þeirra könnu . Það lúti ekki forræði framkvæmdastjórnar ESB . Hún eigi að sinna því sem að henni snýr en ekki að blanda sér í annarra manna mál . Framkvæmdastjórn ESB starfar í umboði ESB-ríkjanna 27, en evru-ríkin eru hins vegar 17 . Þau hafa haft með sér félagsskap, Euro-Group, sem lotið hefur forsæti Jean-Claude Junckers, forsætisráðherra Lúxemborgar . Hafa fulltrúar evru-ríkjanna komið saman til fundar þegar þeir hafa talið það nauðsynlegt . Undirbúningur fundanna hefur verið lítill enda frekar litið á þá sem vettvang samráðs en ákvarðana . Nú er þetta allt breytt . Leiðtogar evru- ríkjanna hafa ákveðið að hittast tvisvar á ári undir forsæti Hermans Van Rompuys, sem er jafnframt forseti leiðtogaráðs ESB . Þá hefur verið ákveðið að koma á fót samráðs- og vinnunefndum af ýmsu tagi til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.