Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 34
Þjóðmál VETUR 2011 33
að með því að sameinast að baki skuldum
á evru-svæðinu muni evru-ríkin njóta jafn
„stór kostlegs hagnaðar“ og Bandaríkin
hafi notið . „Það mundi leiða til meiri fjár-
mála legs samruna og skapa miklu stærri og
öflugri skuldabréfamarkað sem yrði sam-
bæri legur við það sem gerist hjá ríkis sjóði
Banda ríkjanna,“ sagði Barroso á blaða-
manna fund inum 23 . nóvember .
Hann benti á að litið væri á bandarísk
skuldabréf sem einhverja öruggustu fjár-
festingu í heimi þótt skuldir Bandaríkjanna
nálguðust 100% af landsframleiðslu . Hann
sá ekki ástæðu til að geta þess að bandaríski
skuldavandinn væri ekki síður pólitískt
vandamál en hinn evrópski . Um svipað leyti
og Barroso flutti þennan boð skap bárust
fréttir um að „ofurnefnd“ beggja flokka
á Bandaríkjaþingi hefði ekki tekist að ná
samkomulagi um sparnað eða leiðir til að
lækka ríkisskuldir Bandaríkjanna, en þær
nema nú um 15 .000 milljörðum dollara .
Rehn vitnar í Hamilton
Olli Rehn, varaforseti framkvæmda-stjórnar ESB sem fer með efnahags-
og evru-mál innan hennar, upplýsti Brussel-
blaðamenn um aðferðir Bandaríkjamanna
þegar þeir unnu að því að smíða innviði
sambandsríkis 13 ríkja undir yfirstjórn
George Washington, fyrsta forseta Banda-
ríkjanna .
Rehn minnti á að árið 1790 hefði
Alexander Hamilton, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, lagt fram áætlun um hvernig
nýja sambandsstjórnin ætti að glíma við
skuldir fyrrverandi nýlendna Breta sem
mynduðu hið nýja ríki . Vegna áforma
sinna hefði Hamilton lent í andstöðu
við þungavigtarmenn eins og Thomas
Jefferson og James Madison . Hann hefði
leyst vandann með leynd í kvöldverði með
Jefferson, þeir hefðu sammælst um útgáfu
skulda bréfa . Framkvæmdastjórn ESB hag-
aði sér á annan veg en þessir ráðamenn
Banda ríkjanna 1790, hún kynnti tillögur
sínar um skuldabréf opinberlega .
Rehn hélt því hins vegar stíft fram að þessi
leynisamningur Hamiltons og Jeffersons
hefði „lagt grunninn að sameiginlegri stjórn
efnahagsmála í sambandsríkinu Banda ríkj-
unum“ . Rehn tók fram að hluti sam komu-
lagsins hefði verið að flytja aðsetur al ríkis-
stjórnarinnar frá New York að bökkum
Potomac-árinnar í Virginíu, þar sem nú er
Washington DC .
Í fréttum af blaðamannafundi forráða-
manna framkvæmdastjórnar ESB er þess
sérstaklega getið að þeir vilji ekki flytja valda-
miðstöð Evrópusambandsins frá Brussel .
Framkvæmdastjórn í vanda
Þegar litið er á þessar tillögur og hugað að stöðu þeirra Barrosos og Rehns má
benda á að þeir eru að sumra áliti að skipta sér
af hlutum sem þeir ættu að láta í friði, evran
og evru-samstarfið sé ekkert á þeirra könnu .
Það lúti ekki forræði framkvæmdastjórnar
ESB . Hún eigi að sinna því sem að henni snýr
en ekki að blanda sér í annarra manna mál .
Framkvæmdastjórn ESB starfar í umboði
ESB-ríkjanna 27, en evru-ríkin eru hins
vegar 17 . Þau hafa haft með sér félagsskap,
Euro-Group, sem lotið hefur forsæti
Jean-Claude Junckers, forsætisráðherra
Lúxemborgar . Hafa fulltrúar evru-ríkjanna
komið saman til fundar þegar þeir hafa talið
það nauðsynlegt . Undirbúningur fundanna
hefur verið lítill enda frekar litið á þá sem
vettvang samráðs en ákvarðana .
Nú er þetta allt breytt . Leiðtogar evru-
ríkjanna hafa ákveðið að hittast tvisvar á ári
undir forsæti Hermans Van Rompuys, sem
er jafnframt forseti leiðtogaráðs ESB . Þá
hefur verið ákveðið að koma á fót samráðs-
og vinnunefndum af ýmsu tagi til að