Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 91

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 91
90 Þjóðmál VETUR 2011 keik, sveipaði að mér pilsinu, leit á kennarann og síðan yfir stofuna og sagði: „Mikill lifandis dóni er maðurinn .“ Síðan smellti ég pilsinu saman og settist niður . Ég var látin óáreitt í bekknum eftir það . Mörg fleiri dæmi má taka sama eðlis . Verk- in tvö eru náskyld . Ævisagan eftir Þorleif er fyllri og nákvæmari en fyrra rit Kristínar Mörju, sem er á hinn bóginn líflegra og á eðlilegra máli, enda skrifað eins og langt viðtal . Vilborg hefur frá mörgu að segja og segir það vel í báðum verkunum . Ég þekki gamla kennaraskólann, sem Vilborg gekk í, líka af frásögn móður minnar, Ástu Hannesdóttur frá Undirfelli, sem stundaði þar nám um sama leyti . Þar voru samvisku- samir kennarar, sem reyndu að varðveita og miðla menningararfinum íslenska, til dæmis þeir Freysteinn Gunnarsson og Broddi Jóhannesson . Vilborg var eins og móðir mín góð vinkona Ástu Sigurðardóttur skáld- konu, sem var stórglæsileg hæfileikakona . En ekki hefur Ásta trúað Vilborgu, eins og móður minni, fyrir þeim dimma skugga, sem hvíldi á æsku hennar . Í báðum bókunum segir Vilborg frá stuttri vist sinni hjá íslenska ræðismannin- um í Edinborg og konu hans . Komu þau hjón in mjög illa fram við hana . Ef sú saga er sönn, þá er hún ljót, en auðvitað þekkja lesendur aðeins hennar hlið á málinu . Í hvorugri bók inni nafngreinir Vilborg ræðismann inn, en hann var Sigursteinn Magnússon, umboðsmaður Sambands íslenskra sam vinnufélaga í Evrópu og faðir Magnúsar Magnússonar, hins kunna sjónvarpsmanns í Bretlandi . Kona Sigursteins var Ingibjörg Sigurðardóttir af Laxamýrarætt . Úr því að Vilborg fann hjá sér hvöt til að segja söguna, átti hún að nafngreina fólkið, sérstaklega í bók undir nafninu „Úr þagnarhyl“ . Vísur Vilborgar voru þó ekki allar hálf kveðnar . Ekki skil ég, hvers vegna í hvorugri bókinni er hafður eftir vísubotn Vilborgar, þá er hún varð í einu vetfangi þjóðkunn . Þannig voru mál með vexti, að á öndverðum sjötta áratug stjórnaði Sveinn Ásgeirsson vísnaþætti í útvarpinu, þar sem fastagestir voru þeir Guðmundur Sigurðsson, Helgi Sæmundsson, Karl Ísfeld og Steinn Steinarr . Þessi þáttur varð mjög vinsæll . Honum lauk með því, að Loftleiðir buðu umsjónar manni og þátttakendum til Kaupmannahafnar, þar sem einn aukaþáttur var tekinn upp 14 . maí 1955 að viðstöddum fjölda Íslendinga, þar á meðal skáldinu Jóni Helgasyni . Skyldu áheyrendur botna þennan fyrri helming: Oft er kátt við Eyrarsund, æskan þangað leitar . Nú brá svo við, að Jón Helgason átti ekki besta botninn, heldur Vilborg Dag bjartsdóttir, sem þá var aðeins 25 ára að aldri: Þó mun Ísland alla stund elskað miklu heitar . Sýndi Vilborg þá alþjóð, að hún var jafnvíg á rímuð ljóð og órímuð . Vilborg er ekki aðeins skáld og kennari, heldur líka svipmikill einstaklingur, við- felldin, gestrisin og glaðlynd, og kemst það ekki síður til skila í ævisögunni eftir Þorleif en í samtalsbók Kristínar Mörju . En er hún leitandi sál, eins og hún telur bersýni lega sjálf? Hún segir frá því í bók Þorleifs, að félagar hennar í Sósíalistaflokknum hafi tal- að af fyrirlitningu um hina mögnuðu skáld- sögu Arthurs Koestlers, Myrkur um miðjan dag, sem skrifuð var gegn kommúnisman- um . Sjálf hafi hún aðeins lesið bókina eftir þrábeiðni skosks vinar síns, og hafi hún haft mikil áhrif á sig . En hvers vegna þurfti þrábeiðni til? Og hvers vegna varð Vil borg síðar hissa og hneyksluð á innrás Kreml- verja í Tékkóslóvakíu? Framferði komm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.