Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 86

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 86
 Þjóðmál VETUR 2011 85 heilabrotum og þótt nokkuð kræf . Slíkar senur eru þó aukaatriði í bókinni; segja má að hápunkturinn sé magnaðar ræður sem sögupersónurnar flytja . Ræðurnar eru beittar og áhrifaríkar, hvort sem maður er sammála þeim eða ekki . Hér er eðli málsins samkvæmt aðeins stiklað á stóru; spurningarnar og hug leið- ingarnar, sem Upp sprettan vekur upp, eru of margar og ólíkar til að hægt sé að gera þeim skil í stuttri umfjöllun . Að auki er að sjálfsögðu mikilvægt að skemma ekki fyrir lesendum með of greinargóðum upp lýsingum . Gagnrýni á Uppsprettuna hefur einkum verið af tvennum toga . Í fyrsta lagi er Ayn Rand gagnrýnd fyrir að skrifa nokkurs konar hetjusögu, með of ótvíræðum persónum og of lítilli siðferðilegri tví bendni og togstreitu . Ef mælikvarðinn á góðan söguþráð er hefðbundin póstmódern- ísk skáldsaga, þá má að nokkru leyti taka undir slíka gagnrýni . En ef mælikvarðinn er víðari í tíma og formi, þá á gagnrýnin tæpast rétt á sér . Uppsprettunni má lýsa sem hetjusögu, þar sem boðið er upp á góðar og slæmar fyrirmyndir, en seint verður sagt að fyrirmyndirnar séu hefðbundnar eða klisjukenndar . Þvert á móti er dregin upp ný og frumleg sýn á manninn og heiminn . Í öðru lagi hefur Uppsprettan verið gagnrýnd fyrir að vera áróður dulklæddur í bókmenntaform . Ayn Rand til varnar má spyrja hvort einhverskonar hugmyndir séu ekki iðulega að baki listsköpun; skýrasta dæmið er auðvitað dæmisagan, sem hingað til hefur ekki þótt ámælisverð bókmennta- grein . Sjálf hafnar Rand gagnrýninni með þeim rökum að skáldsögur hennar endurspegli fyrst og fremst lífsskilning (e . sense of life), sem sé frumspekilegur, til- finn ingalegur og handan við það sem kalla mætti áróður . Hún skilgreinir list sem endursköpun á völdum þáttum veruleikans samkvæmt grundvallar gildisdómum (e . metaphysical value­judgements) lista manns- ins, en slík dómgreind ristir dýpra en sið- ferðið og endurspeglar lífsskilning við kom- andi listamanns, það er að segja hvað honum finnst í raun mikilvægt og satt um tilvistina og eðli fólks . Listin gerir fólki kleift að skilja óhlutstæð hugtök í gegnum hlutstæð fyrirbæri: listaverkið nær með persónum, atburðarás, tónum, litum og svo framvegis, að varpa ljósi á hugtök . Segja má að merkingin sé sýnd en ekki sögð . Rand gekk á köflum enn lengra í að aðgreina Uppsprettuna frá hverskyns áróðri eða heimspeki . Í ræðu sem hún hélt árið 1963 féllu eftirfarandi orð: Ástæða og markmið skrifa minna er að draga upp mynd af fyrirmyndarmanni . Lýsing á sið ferðilegri úrvals-manneskju er æðsta bók- menntalega takmark mitt, tilgangur í sjálfu sér — og öll lærð, vitsmunaleg og heim- spekileg gildi í skáldsögu eru aðeins leiðir að markmiðinu . Leyfið mér að leggja áherslu á þetta: markmið mitt er ekki heimspekileg vakning lesenda minna . Tilgangur minn, frumorsök og uppspretta skrifa minna, er lýsing á Howard Roark . Hann er tilgangur í sjálfum sér [sem krefst ekki frekari tilgangs] . En hver sem tilgangurinn er, þá er af rakst- urinn einstök bókmenntaperla, andlegt dýna mít sem enginn má láta fram hjá sér fara . Uppsprettan er gefin út af Almenna bókafélaginu . Um endurútgáfu er að ræða því að bókin kom fyrst út hjá forlaginu Fjöl sýn árið 1990 í íslenskri þýðingu Þor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.