Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 79

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 79
78 Þjóðmál VETUR 2011 verska olíufélagið CNOOV Ltd . hætti við að kaupa bandaríska olíu- og gasframleið- andann Uncoal Corp eftir að bandarískir þing menn lýstum áhyggjum af áhrifum kaup anna á þjóðaröryggi Bandaríkjanna . Þegar Svíar heyrðu þessar fréttir frá Íslandi minntust þeir þess að fagran sumardag árið 2006 kom Luo Jinsheng, kínverskur fjárfestir, til Kalmar . Þegar hann frétti að Kalmar hefði einu sinni verið höfuðstaður Kalmarsambandsins á Eystrasaltssvæðinu ákvað hann að festa fé sitt í borginni . Mánuði síðar skrifaði hann undir samning við borgaryfirvöld í Kalmar og keypti af þeim land fyrir 20 milljónir sænskra króna (360 m . ISK) og gaf fyrirheit um milljarðafjárfestingu . Hann ætlaði að reisa viðskiptamiðstöð fyrir þúsundir kínverskra kaupsýslumanna, hótel og heilsumiðstöð auk þess sem ný íbúðahverfi áttu að hýsa kínverska fjárfesta og viðskiptavini þeirra frá Evrópu . Stjórnmálamenn frá Kalmar kynntu nýja framtíð fyrir umbjóðendur sína og kínverskir byggingarverkamenn streymdu í rútum til bæjarins . Þeir áttu að breyta framtíðardraumunum í mannvirki . Að lokum gerðist ekki neitt . Hvað kom fyrir? Kínverjarnir eignuðust önnur áhugamál . Enn velta menn því fyrir sér í Kalmar, hvort það hafi aðeins verið pólitík sem bjó að baki áformum Kínverja . Draumur þeirra um stjórna nýju Kalmarsambandi? * Laugardaginn 3 . desember 2011, viku eftir að Jóhanna Sigurðardóttir hafði fund ið að niðurstöðu Ögmundar Jónas son- ar, gekk Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð herra fram á völlinn og sagði í samtali við frétta- stofu sjónvarpsins . Við höfum haft samband við hann [Huang Nubo] í samstarfi við fjárfestingar stofu . Það sem fram undan er er að við munum ræða saman á næstunni um það með hvaða hætti hann getur komið hingað til lands með fjárfestingar í ferðaþjónustu . Þekkingin er hjá okkur og við viljum gjarnan leiðbeina honum í gegnum íslenskt lagaumhverfi með hvaða hætti hann getur fjárfest hér á landi .“ Ögmundur Jónasson sætti sig ekki við þessi orð Katrínar . Við hann var rætt í hádegisfréttum sunnudaginn 4 . desember 2011 og þá sagði hann: Ég á svolítið erfitt með að átta mig á því hvað verið er að tala um þegar sagt er að leiðbeina eigi í gegnum íslenskt lagaumhverfi . Að sjálf- sögðu þarf að fara að íslenskum lögum og anda laganna . Ögmundur lýsti undrun á ummælum Katrínar og benti á að ætlaði Huang Nubo sér að leigja Grímsstaði á Fjöllum giltu um það skýr lög . Leigusamningurinn mætti ekki vera lengri en til þriggja ára eða hann væri uppsegjanlegur með minna en árs fyrirvara . Að öðrum kosti þyrfti undanþágu frá innanríkisráðuneytinu . Þá sagði Ögmundur: Og við verðum náttúrulega að gæta okkur á því að fara ekki að leiðbeina mönnum fram hjá íslenskum lögum eins og því miður virðist hafa verið gert í Magma-málinu hér fyrir nokkrum misserum þar sem einstaklingur utan hins evrópska efnahagssvæðis lagði sig ofan í sænska skúffu, bjó til skúffufyrirtæki og komst þannig yfir auðlindir á Reykjanesinu . Ég er ekki með neinar getgátur um að menn ætli að fara þessar leiðir en ég vara náttúrulega við slíku . Með því að vísa til Magma-málsins skaut Ögmundur föstu skoti á Samfylkinguna og iðnaðarráðuneytið . Katrín lét samráðherra sinn ekki eiga neitt inni hjá sér enda hefði hann haft í frammi „einhverjar rakalausustu dylgjur“ sem hún hefði nokkru sinni heyrt . Katrín sagði í kvöldfréttum RÚV þennan sama sunnudag:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.