Þjóðmál - 01.12.2011, Side 79
78 Þjóðmál VETUR 2011
verska olíufélagið CNOOV Ltd . hætti við
að kaupa bandaríska olíu- og gasframleið-
andann Uncoal Corp eftir að bandarískir
þing menn lýstum áhyggjum af áhrifum
kaup anna á þjóðaröryggi Bandaríkjanna .
Þegar Svíar heyrðu þessar fréttir frá Íslandi
minntust þeir þess að fagran sumardag
árið 2006 kom Luo Jinsheng, kínverskur
fjárfestir, til Kalmar . Þegar hann frétti að
Kalmar hefði einu sinni verið höfuðstaður
Kalmarsambandsins á Eystrasaltssvæðinu
ákvað hann að festa fé sitt í borginni . Mánuði
síðar skrifaði hann undir samning við
borgaryfirvöld í Kalmar og keypti af þeim
land fyrir 20 milljónir sænskra króna (360 m .
ISK) og gaf fyrirheit um milljarðafjárfestingu .
Hann ætlaði að reisa viðskiptamiðstöð fyrir
þúsundir kínverskra kaupsýslumanna, hótel
og heilsumiðstöð auk þess sem ný íbúðahverfi
áttu að hýsa kínverska fjárfesta og viðskiptavini
þeirra frá Evrópu .
Stjórnmálamenn frá Kalmar kynntu
nýja framtíð fyrir umbjóðendur sína og
kínverskir byggingarverkamenn streymdu
í rútum til bæjarins . Þeir áttu að breyta
framtíðardraumunum í mannvirki . Að
lokum gerðist ekki neitt . Hvað kom fyrir?
Kínverjarnir eignuðust önnur áhugamál .
Enn velta menn því fyrir sér í Kalmar,
hvort það hafi aðeins verið pólitík sem bjó
að baki áformum Kínverja . Draumur þeirra
um stjórna nýju Kalmarsambandi?
*
Laugardaginn 3 . desember 2011, viku eftir að Jóhanna Sigurðardóttir hafði
fund ið að niðurstöðu Ögmundar Jónas son-
ar, gekk Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð herra
fram á völlinn og sagði í samtali við frétta-
stofu sjónvarpsins .
Við höfum haft samband við hann [Huang
Nubo] í samstarfi við fjárfestingar stofu . Það
sem fram undan er er að við munum ræða
saman á næstunni um það með hvaða hætti
hann getur komið hingað til lands með
fjárfestingar í ferðaþjónustu . Þekkingin er hjá
okkur og við viljum gjarnan leiðbeina honum
í gegnum íslenskt lagaumhverfi með hvaða
hætti hann getur fjárfest hér á landi .“
Ögmundur Jónasson sætti sig ekki við
þessi orð Katrínar . Við hann var rætt í
hádegisfréttum sunnudaginn 4 . desember
2011 og þá sagði hann:
Ég á svolítið erfitt með að átta mig á því hvað
verið er að tala um þegar sagt er að leiðbeina
eigi í gegnum íslenskt lagaumhverfi . Að sjálf-
sögðu þarf að fara að íslenskum lögum og
anda laganna .
Ögmundur lýsti undrun á ummælum
Katrínar og benti á að ætlaði Huang Nubo
sér að leigja Grímsstaði á Fjöllum giltu
um það skýr lög . Leigusamningurinn
mætti ekki vera lengri en til þriggja ára
eða hann væri uppsegjanlegur með minna
en árs fyrirvara . Að öðrum kosti þyrfti
undanþágu frá innanríkisráðuneytinu . Þá
sagði Ögmundur:
Og við verðum náttúrulega að gæta okkur á
því að fara ekki að leiðbeina mönnum fram
hjá íslenskum lögum eins og því miður virðist
hafa verið gert í Magma-málinu hér fyrir
nokkrum misserum þar sem einstaklingur
utan hins evrópska efnahagssvæðis lagði sig
ofan í sænska skúffu, bjó til skúffufyrirtæki og
komst þannig yfir auðlindir á Reykjanesinu .
Ég er ekki með neinar getgátur um að menn
ætli að fara þessar leiðir en ég vara náttúrulega
við slíku .
Með því að vísa til Magma-málsins skaut
Ögmundur föstu skoti á Samfylkinguna og
iðnaðarráðuneytið . Katrín lét samráðherra
sinn ekki eiga neitt inni hjá sér enda hefði
hann haft í frammi „einhverjar rakalausustu
dylgjur“ sem hún hefði nokkru sinni heyrt .
Katrín sagði í kvöldfréttum RÚV þennan
sama sunnudag: