Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 18

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 18
 Þjóðmál VETUR 2011 17 efnahagsmálum . Í lok október á síðasta ári var Jóhanna Sigurðardóttir þó enn bjartsýnni og talaði um 3–5 þúsund ný störf á nýju ári (2011) . Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar í mars 2009 sagði að ellefu tillögur ríkis- stjórnarinnar gætu skapað ríflega fjögur þúsund ársverk á næstu misserum . Mánuði síðar var enn lofað en í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sagði Jóhanna: Ég vil vinna með ykkur að framgangi áætl unar stjórnvalda um 6 .000 störf sem allar forsend- ur eru fyrir . Stærstur hluti þessara starfa mun verða til á almennum vinnu markaði . Innantóm loforð benda til þess að vandi ríkisstjórnarinnar sé fyrst og fremst sá að ráðherrar viti hreinlega ekki hvað þeir eru að gera í efnahagsmálum almennt og atvinnumálum sérstaklega . Hringlandaháttur og stefnuleysi á því ekki að koma neinum á óvart . Vaðið er fram með fögur loforð, gölluð frumvörp lögð fram, samið við aðila vinnumarkaðarins án þess að standa við samn inga, og í örvæntingu boðaðir skattar til að ná utan um ríkisfjármál sem virðast föst í sýndarveruleika fjármálaráðherra . Engin „skattaparadís“ Íbyrjun nóvember lagði Steingrímur J . Sig-fússon fjármálaráðherra fram frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum . Ríkisstjórnin hafði fjallað um frumvarpið á fundi 14 . október . Líkt og með frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða, var frumvarpið samþykkt og naut þar með stuðnings allra ráðherra . Frumvarpið gerir ráð fyrir því að lagt verði á kolefnisgjald á rafskaut í orkufrekum iðnaði . Skattlagningunni hefur verið harð- lega mótmælt og Katrín Júlíusdóttir iðn- að arráðherra sagði á flótta undan málinu, að líklega „höfum við farið aðeins fram úr okkur“ . Frumvarpið er þó lagt fram með stuðningi og vilja iðnaðarráðherra . Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka at vinnulífsins, benti á að með kolefnisgjald- inu sé gengið gegn samkomulagi sem ríkis- stjórn in gerði var við Samtök atvinnulífsins (SA) og stóriðjufyrirtækin í desember 2009 . Í grein í Fréttablaðinu sagði Vilmundur: Þar féllust Alcoa á Reyðarfirði, Alcan í Straums vík, Elkem og Norðurál á að greiða fyrir fram tekjuskatta á árunum 2010–12 til að létta undir með rekstri ríkissjóðs . Þess í stað féll ríkið frá álagningu kolefnisgjalds á rafskaut . Áform Jóhönnu og Steingríms J . um kol- efnisgjald er því skýrt brot á samningum við fyrirtækin en markmiðið var að starfsskilyrði fyrirtækjanna yrðu almennt ekki verri en í Evrópu, segir Vilmundur í áðurnefndri grein . Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, sagði í leiðara blaðsins að ríkisstjórnin telji sig ekki þurfa að standa við gerða samninga . Hann hélt því jafnframt fram að hringlandinn „með starfsumhverfi íslenzkra fyrirtækja er eitt af því sem stendur erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu fyrir þrifum“: Sú mynd er orðin til í hugum alþjóðlegra fjár festa að íslenzkum stjórnvöldum sé ekki treyst andi . Þetta er hárrétt athugasemd hjá ritstjóra Fréttablaðsins . Magnús Garðarsson, forstjóri Íslenska kís- ilfélagsins sem stefnir að verksmiðju í Helgu- vík, sagðist „verulega hræddur um að okkar fjárfestar muni hætta við“ . Í viðtali við Frétta­ blaðið 22 . nóvember sagði Magnús einnig: Þetta drepur alveg niður allar efnahagslegar forsendur fyrir kísilvinnslu á Íslandi . Fyrirtækin fara einfaldlega eitthvert annað . Til dæmis er hægt að fá raforku á svipuðu verði í Bandaríkjunum, þar sem ekki er talað um kolefnisskatta . Magnús benti á að um sé að ræða um- hverfisvænan iðnað sem „við ættum að vera stolt af að fá til Íslands“ . Er nema furða þó hann segist vera hissa á að stjórnvöld,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.