Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 56

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 56
 Þjóðmál VETUR 2011 55 tala á þinginu . Á fyrsta þingfundi kom fram verulegur ágreiningur um stefnu sambandsins og kröfur Kominterns . Þrátt fyrir andmæli Levis samþykktu þingfulltrúarnir „Jenatesurnar“, þar sem krafist var viðvarandi heimsbyltingar og beinna aðgerða gegn auðvaldi allra landa . Jafnframt var ályktað, með 60 atkvæðum gegn 48, að þingið væri fullkomlega löglegt . Næsta dag komst lögreglan í spilið og varð að flytja þingið til Berlínar, þar sem það hófst að nýju 11 . apríl .16 Þá var Sigurður Grímsson kominn aftur til Þýskalands og tók sæti á þinginu . Rússar höfðu ekki sent fulltrúa á þingið í mót mælaskyni og höfðu reyndar krafist þess ítrekað að það yrði fært til Moskvu, síðast með skeyti 5 . apríl .17 Sigurður sagði svo frá: Risu út af þessu allharðar deilur og viðsjár með mönnum á fundunum og var Münzenberg harðskeyttur mjög í garð Rússa og ákafastur allra um að hafa að engu yfirlýsingu þeirra . Lauk þessari deilu með því, að borið var undir atkvæði, hvort hlíta skyldi úrskurðinum frá Moskvu eða ekki . Nafn Íslands var kallað síðast upp og voru atkvæði þá jöfn . „Mikil er ábyrgð þín, ungi maður“, hugsaði ég eitt andartak . „Nú bíður hið mikla Rússaveldi í ofvæni eftir dómsorði þínu“ . — „Nei“, sagði ég svo hátt og snjallt, og þar með var rússneski björninn að velli lagður! Gjörðist nú mikil þröng á þingi og all hávaðasamt . Andstæðingar Rússa lustu upp miklu fagnaðarópi, en hæst kvað þó við í Münzenberg, sem réð sér ekki fyrir kæti . Fannst mér ég vera miðdepill heimsviðburðanna á þessari stundu .18 Þessi frásögn Sigurðar er verulega færð í stílinn, því að framkvæmdastjórnin, EKKJI, hafði fallist á kröfur Kominterns um að flytja þingið til Moskvu og hætta umræðum . Skýring Münzenbergs var sú, að í kjölfar marsuppreisnarinnar þyrfti að koma á „miðstýringu og fullum aga í kommúnistahreyfingunni“ . Hann stóð því ekki fastur fyrir gegn Kremlverjum, eins og ráða má af frásögnum bæði Sigurðar og Brynjólfs, en áskildi sér rétt til að mótmæla við Komintern á komandi heimsþingi . En nú, þegar framkvæmdastjórnin hafði beygt sig fyrir Komintern, voru kröfur Rússa samþykktar með 60 atkvæðum gegn 58 .19 Óljóst er því, hvernig Sigurður Grímsson „vann björninn“, því að vísast var það íslenskt atkvæði, sem tryggði yfirráð Kominterns í hreyfingu ungkommúnista, ef marka má dramatíkina í frásögn skáldsins . Münzenberg gekk síðan samferða Sigurði af þingfundinum, ásamt tveimur norræn um blaðamönnum . Þeir settust að á hótelher- bergi hins íslenska félaga og hófu vínsmökk- un .20 Öll vötn féllu nú til Moskvu . Willi Münzenberg ætlaði nú að segja sig úr forystu KJI, en í samtölum við stuðningsmenn sína snerist honum hugur, þar eð afsögn hans myndi í engu breyta viðhorfum Kominterns .21 Að loknum samræðum við Münzenberg, hinn 16 . apríl 1921, og eftir nokkurra daga hvíld í Berlín, hélt Sigurður aftur til Kaupmannahafnar . Þar heimsótti hann danska ungkommúnista og fékk boð um að fylgja hópi þýskra barna af þýsku hungursvæðunum og til Rússlands . Þetta atvik, sagði hann síðar, hafði „afdrifaríkar afleiðingar fyrir kommúnistaferil minn“ . Hann bætti við: „Ég gerði mér strax ljóst, að eitthvað hlaut að vera bogið við þessa flutninga, úr því þýzkir kommúnistar gátu ekki annazt þá og vildu fá til þess mann frá Íslandi . Hins vegar hafði ég vit á að samþykkja allt og kvaðst mundu koma aftur á tilsettum tíma, en af skrifstofunni fór ég rakleiðis niður að Gullfossi og með honum heim .“ Sigurður bætti síðan við, að Arne Munch-Petersen hafi verið kallaður til Rússlands um svipað leyti og horfið sporlaust .22 Hann hefur því vísast talið, ef eitthvað er að marka þessu sögu yfirhöfuð, að slík örlög hefðu beðið sín, hefði hann tekið þetta verkefni að sér . Munch-Petersen hvarf þó reyndar ekki fyrr en seint á fjórða áratugnum . Þessi „svik“ Sigurðar virðast hafa spurst til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.