Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 81

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 81
80 Þjóðmál VETUR 2011 Bókadómar _____________ Nauðsynleg og öfgalaus umræða um mikilvægt málefni Óli Björn Kárason: Síðasta vörnin. Bókafélagið Ugla, Reykjavík 2010, 256 bls . Eftir Jón Magnússon Óli Björn Kárason tekur til umræðu mikil vægt málefni í bók sinni, Síðasta vörnin . Þar vísar hann til dómstóla, gildi þeirra og hlutverks við mótun þjóðfélagsins . Áður hefur höfundur gefið út þrjár bækur sem allar eiga erindi við þá sem vilja fylgjast með í þjóðfélagsumræðunni . Undirfyrirsögn bókarinnar er „Hæstirétt- ur á villigötum í eitruðu andrúmslofti“ . Af þessu nafni að ráða má lesand inn ætla að höfundur muni rekja þá dóma Hæstaréttar sem réttlæta þá staðhæfingu sem kemur fram í undirtitli bókarinnar . Það gerir höfund ur hins vegar ekki nema að mjög takmörkuðu leyti, en tæpir á og rekur fleiri mál og ábyrgð annarra ekki síður . Æskilegt hefði verið að höfundur hefði vikið að fleiri dómsmálum en hann gerir . Það verður þó að hafa í huga að höfundur er ekki löglærður og því ekki við því að búast að bók hans sé fræðileg úttekt á dómum sem varða málefni viðskiptalífsins á fyrsta áratug aldarinnar . Höfundur ætlar sér heldur ekki að gera slíka úttekt en vekur fyrst og fremst athygli á ákveðnum málum sem styrkja þá skoðun hans að íslenskir dómstólar hafi í raun brugðist því hlutverki sem þeir hafa í réttarríki — að vera síðasta vörnin gagnvart hinum sterku í lýðræðisþjóðfélagi . Stór hluti bókarinnar fer í að rekja upp haf Baugsmálsins og það andrúmsloft sem var í þjóðfélaginu þegar rannsókn Baugs málsins hófst og með hvaða hætti fjöl miðlum var beitt til að fá fólkið til að trúa því, í fyrsta lagi, að þeir sem voru grunaðir í málinu og sættu rannsókn hefðu ekkert gert, og um væri að ræða pólitíska aðför að þeim . Höf und ur gerir þessum þætti ágæt skil í bókinni og nær að sýna fram á í hvaða and rúms lofti og við hvaða aðstæð ur þeir störfuðu sem höfðu það hlutverk að gæta laga og réttar gagnvart stóru við skipta hags mununum fyrir hrun . Sú saga er rakin mun ítar legar hvað Baugsmálið varðar í bók Björns Bjarna sonar Rosa baugur yfir Íslandi en niðurstaða beggja höfunda er að meginstefnu sú sama . Ég mæli með báðum þessum bókum sem mikil vægum í umræð una og til að auka skiln ing á því sem átti sér stað í aðdraganda efna h ags hruns ins og hvaða lærdóm má af því draga . Höfundur lýsir því að dómar héraðsdóms og Hæstaréttar hafi reynst Íslendingum dýrkeyptir og haft alvarlegar afleiðingar . Vísar höfundur þar sérstaklega til með höndl- unar dómstóla, þ .e . hvernig þeir komu sér hjá því að taka efnislega afstöðu til ákæruliða og gáfu viðskiptalífinu til kynna að aðrar reglur væri í gildi gagnvart þeim en öðrum . Þetta er hinn þungi áfellisdómur yfir máls meðferð ís lenskra dómstóla sem höf- undur dregur aðal lega af málsmeðferð í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.