Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 63

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 63
62 Þjóðmál VETUR 2011 Ástandið hér, ég aðeins spyrja vil: Er það nú gott um þessi tímabil? Rækja hér flokkar réttlæti og dyggð, Ráðhollir einatt fyrir þjóð og byggð? Veit ég að mörgum virðist fremur hitt, Vilji hér margur falsa umboð sitt . Hagsmunaklíkur hefji stétta ríg, Heildinni vinni tjón og frænda víg . Sundrungin eyðir sæmd og þjóðardáð, Sérhverju máli velur Loka ráð . Innbyrðisdeilur útlendingum fá, Aðgang að landsins björtu frelsisskrá . Sameinuð þjóð í sinni gæfuleit Sigrinum nær, þó baráttan sé heit . Sundurlynd þjóð, þó sé að nafni frjáls, Sverðinu bregður á sinn eigin háls . Komandi ár, sem kveikti ljósin ný, Kom þú með sætt og bróðurmálin hlý . Blessaða ár, um byggðir þessa lands, Berðu hið góða frækorn kærleikans . ___________________________________________ Hvað þýðir það eiginlega að helstu seðlabankar veraldar hafi skyndilega tekið höndum saman um það í vikunni að „auka aðgengi evrópskra banka að fjármagni“? Ályktunin sem menn drógu eðlilega um leið var að stór evrópskur banki væri við það að falla . Hitt sem blasir við er að seðlaprentunin, sem sett var í gang fyrir evrópsku bankana, er tilfærsla frá hinum fátæku til hinna ríku . Hlutabréfin í bönkunum hækkuðu, þeir sluppu fyrir horn í bili, en almenningur fær reikninginn með hærri sköttum og ekki síður verðbólgu — verðfalli hinna ofprentuðu peninga . Í þessu samhengi er rétt að vekja athygli á nýrri bók eftir Detlev S . Schlichter sem ber nafnið Paper Money Collapse . Þar spáir höfundur að núverandi peningakerfi muni — líkt og öll slík fótalaus (fiat) kerfi hafa áður gert — ganga sér til húðar . Það sem hann á við með pappírspeningum og óhjákvæmilegu falli þeirra eru gjaldmiðlar án tengingar við verðmæti á borð við málma . Schlichter ritaði grein í The Wall Street Journal í gær þar sem hann segir að nú sé öllum að verða ljóst að fjármálakreppan sem gerði fyrst verulega vart við sig árið 2007 með vandræðum vegna undir- málslána í Ameríku sé ekkert venjulegt fyrirbæri . Það sem við eigum í höggi við skekur undirstöður kerfisins . En er þetta kreppa kapítalismans eins og „Occupy“ hreyfingin og jafnvel ýmsir hagfræðingar gefa í skyn? Að skella skuldinni á óheft laissez-faire er langsótt í þjóðfélagi sem er á kafi í reglum og þar sem hið opinbera eyðir álíka miklu og öll heimili og fyrirtæki til samans . En mótmælendur halda því fram kreppan eigi rót sína að rekja til fjármálakerfisins og eru fjármálamarkaðir ekki síðasti vígi hins óhefta kapítalisma? Ekkert er fjær sannleikanum . Skoðum til að mynda hvað það er sem við notum í dag sem peninga . Peningar á markaði hafa ætíð verið tengdir verðmætum eins og gulli eða silfri . Tímabilið sem helst má kenna við „laissez-faire“ fellur saman við notkun á hinum klassíska gullfæti á árunum 1881 – 1914 þegar hinn iðnvæddi hluti heimsins byggði fjármálakerfi sitt á gulli, málmi með lítt teygjanlegt framboð . Þetta hamlaði lánsfjárbólum, batt lánveitingar við raunverulegan sparnað og hafði í för með sér aga og ábyrgð í rekstri banka og ríkis . Þetta var tímabil aukinnar alþjóðlegrar verslunar, hagur manna vænkaðist og verðlag var stöðugt . Núverandi peningakerfi er allt annars eðlis . Enginn hagfræðingur af fyrri kynslóðum hefði kallað það kapítalískt . Peningakerfið er ekki markaðsdrifið heldur stýrt af stjórnmálum . Gjaldmiðlarnir eru ótengdir verðmætum og framboð þeirra má teygja og toga með pólitískum ákvörðunum . Þeir eru búnir til við landfræðilega einokun seðlabanka og banka . Bindiskylda, tilteknir vextir og skilyrði fyrir lánveitingum eru ákveðin af stjórnvöldum . Hér er kveðið á sama hátt og Ludwig von Mises gerði fyrir miðja síðustu öld þegar hann skrifaði í Human Action að aukning peningamagns væri skæðasta vopn stjórnvalda gegn frjálsum markaði . Vef-Þjóðviljinn, 336 . tbl ., 15 . árg . andriki .is, 2 . desember 2011 . Grundvallarorsakir fjármálakreppunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.