Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 80
 Þjóðmál VETUR 2011 79 Ég verð að segja alveg eins og er að ég varð undrandi á þeim að hann skuli ætla okkur að gera eitthvað slíkt og skuli ákveða að dylgja um slíkt án þess að tala við kóng eða prest áður en það er gert . Og mér fannst það ekki sanngjarnt hjá félaga mínum, Ögmundi Jónassyni, í ríkisstjórn að gera það . En það er kannski ekkert skrítið að hann átti sig ekki á því hversu opið Ísland er í raun og veru fyrir fjárfestingum í atvinnustarfsemi enda kannski erlendar fjárfestingar ekki beint verið á hans sviði hingað til, eins og menn vita . Þegar Þjóðmál fóru í prentun var ekki vitað hvernig þessum deilum ráðherranna mundi lykta eða á hvern hátt Katrín Júlíusdóttir ætlaði að láta leiða Huang Nubo um völundarhús íslenskra laga inn í fyrirheitna landið . * Hvaða lærdóm má draga af því sem hér hefur verið lýst? Nefnd skulu fimm atriði: 1) Ríkisstjórn sem situr þrátt fyrir að hafa tapað tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave mun sitja áfram þótt annar flokkur hennar verði undir í máli Huangs . Staða stjórnarflokkanna er of veik til að þeir þori að rjúfa þing og efna til kosninga . Sam fylk- ingin hefði beitt ráðherravaldi til að heimila Huang kaupin hefði ráðherra hennar setið í innanríkisráðuneytinu, það sýnir minnisblað Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra . 2) Hópur manna innan Samfylkingar- innar, í tengslum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur Skarphéðinsson, hefur átt beina aðild að því að auðvelda Huang Nubo að koma á viðskiptasambandi við Ís lendinga með milligöngu eiginmanns Ingi bjargar Sólrúnar, lögfræðilegri aðstoð Lúðvíks Bergvinssonar og aðstoð sendi- ráðs Íslands í Peking undir forystu Krist ínar Árnadóttur og fulltingi Ragnars Baldurs- sonar sendiráðsstarfsmanns . 3) Utan Íslands litu menn á áhuga Huangs á að eignast Grímsstaði á Fjöllum sem viðleitni af hálfu Kínverja til að koma ár sinni fyrir borð á mikilvægum stað, hvort heldur litið væri til viðskipta, alþjóðastjórnmála eða hernaðarhagsmuna . Forseti Íslands setti áformin í þetta samhengi þegar hann gaf til kynna að Evrópumenn og Bandaríkjamenn gætu sjálfum sér um kennt að Íslendingar vildu efla tengsl sín við Kína og Indland . Huang sagðist hafa fengið hvatningu frá Ólafi Ragnari til að fjárfesta á Íslandi, Ólafur Ragnar segir þetta ekki rétt . 4) Áður en innanríkisráðherra birti niður- stöðu sína lét Huang Nubo eins og fyrir sér vekti það eitt að festa fé á Íslandi . Eftir höfnunina setur Huang hana í víðtækara samhengi . Reynsla hans af samskiptum við Íslendinga eigi að verða víti til varnaðar fyrir aðra kínverska fjárfesta sem hafi áhuga á að reyna fyrir sér á Vesturlöndum . 5) Við lyktir kalda stríðsins, hrun Sovét- ríkjanna og gjörbreyttar aðstæður í al þjóða- stjórnmálum dró mjög úr land fræðilegu og stjórnmálalegu (geopólitísku) gildi Ís- lands . Við það minnkaði slagkraftur ís- lenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi og gagnvart nágrannaríkjum austan hafs og vestan . Umræðurnar vegna kaupanna á Grímsstöðum á Fjöllum sýna að landið er að öðlast fyrra aðdráttarafl gagnvart þeim sem vilja gæta hnattrænna hagsmuna sinna .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.