Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 41

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 41
40 Þjóðmál VETUR 2011 í óvissuna, frekar en tilraun til að koma á fyrra fyrirkomulagi, þar sem stjórnvöld gátu ekki reitt sig á seðlabanka til að greiða skuldir sem höfðu hrannast upp vegna hagstjórnarmistaka þeirra . Fyrir leiðtogum ESB-ríkjanna vakti að reyna að koma skikki á peningamálin þannig að aðildarríkin þyrftu að greiða fyrir eigin mistök — eða taka afleiðingunum sjálf . Nú telja gagnrýnendur evrunnar að hrun Grikklands, og óvissan í evrusamstarfinu, sanni mál þeirra . En ef evran leysist upp, sem ekki er lengur hægt að útiloka, verður það vegna þess að loks þegar reyndi á stofnsáttmálann að baki myntinni var ekki farið eftir honum . Með þátttöku í evrusamstarfinu afsöl uðu ríki sér sjálfstæðri peningastjórn . Gagn- rýnendur evrunnar halda því fram að það leiði af sér óstöðugleika vegna þess að vextir verði of háir í einu landi en of lágir í öðru og síðan koll af kolli . Þessi gagnrýni ætti meiri rétt á sér ef sjálfstæðir seðlabankar hefðu náð góðum árangri við stjórn peningamála . En því hafa þeir ekki náð . Rétta spurningin er þessi: Borgar sig að hafa sjálfstæða peningastefnu? Er hún ein- hvers virði? Ef ríki stjórna seðlabönkum geta þau reynt að hafa áhrif á framboð lánsfjár á mark aði með vaxtabreytingum . Það er hins vegar að koma í ljós í Evrópu, Japan og Banda ríkjunum að jafnvel vextir sem nálg- ast 0 prósent, eða vextir sem eru orðnir nei- kvæðir, leiðréttir fyrir verðbólgu, geta ekki tryggt hagvöxt eða atvinnu . Það kemur á óvart hve margir, sem lýsa sér sem mark- aðssinnum, láta af gagnrýni sinni á alvald ríkisins þegar kemur að því að verðleggja peninga í hagkerfinu . Seðlabankar geta líka prentað peninga til að hjálpa ríkjum að ná endum saman án þess að hækka strax skatta . En þegar lengra frá líður mun peningaprentunin skapa verðbólguvanda þar sem offramboð peninga eyðileggur verðgildi þeirra . Þetta gerðist á árunum á milli stríða í Þýskalandi og í Zimbabwe áður en stjórnvöld þar tóku einhliða upp dollar . Þó að tekin séu dæmi, sem eru ekki eins öfgakennd, svo sem keynesísk innspýting á krepputíma, þá getur þessi peningaprentun einungis skilað skammvinnum hagvexti . Seðlabankar geta líka reynt að hagræða peningamagni í umferð til að hækka eða, eins og yfirleitt er raunin, til að lækka gengi gjaldmiðilsins, sem til skamms tíma hyglir útflytjendum á kostnað annarra í hagkerfinu . Þetta er sú leið sem flestir trúa á þegar kemur að vanda Grikkja, að taka aftur upp drökmuna og fella svo gengi mynt arinnar um leið . Í raun eru Grikkir gerðir fátækari með því að fella virði eigna þeirra og hækka verð á öllum innflutningi . Á móti kemur að grískar útflutningsvörur verða ódýrari á al þjóð leg um mörkuðum sem lagar hagtölur Grikk lands til skamms tíma en hefur í för með sér gríðar- lega eyðingu eigna og sparn aðar . Hagfræð- ingar kalla þessa leið „að klípa af nágrann- anum“ [beggar thy neighbor] en réttara væri að kalla þetta að klípa af sjálfum sér . Það á ekki að bölva evrunni fyrir að veita ekki aðildarríkjunum tækifæri á efna- hagslegum skemmdarverkum sem þessum . Vandi evrunnar felst ekki í því að ekki sé hægt að fella hana; það var tilgangur evrunnar að það yrði ekki hægt . Arkitektar evrunnar áttuðu sig á hætt- unni á því að þjóðir eins og Grikkir myndu ekki haga ríkisfjármálum sínum í samræmi við reglur samstarfsins . Markaðir myndu verðleggja skuldir þeirra á þeim grunni að samstarfið myndi útiloka greiðslufall og því kæmu skilaboð markaða ekki fram fyrr en um seinan . Til að reyna að afstýra slíku þurftu samstarfsríkin að samþykkja „sáttmála um stöðugleika og vöxt“ [Stability
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.