Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 74

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 74
 Þjóðmál VETUR 2011 73 Um sömu mundir og upplýst var um landakaup Huangs Nubos á Íslandi í lok ágúst 2011 tóku að birtast greinar um þau í erlendum fjölmiðlum, ekki síst í Bretlandi . The Financial Times á vaðið 30 . ágúst 2011 . Blaðið setti málið í heimspólitískt samhengi og sagði að gagnrýnendur landa kaupanna teldu að með þeim væru Kínverjar að ná strateg ískri fótfestu í Norður-Atlantshafi . Huang Nubo hefði starfað í kínverska áróðurs málaráðuneytinu og einnig í mann- virkjaráðuneyti Kína . Eignir hans væru metnar á 890 milljónir Bandaríkjadali og hann væri númer 161 á lista yfir ríkustu menn Kína . Sama dag, 30 . ágúst 2011, fjallaði breska ríkisútvarpið BBC um málið og sagði að gagnrýnendur áforma Huangs óttuðust að landið sem hann ætlaði að kaupa kynni að verða nýtt af Kínverjum til að ná strategískri fótfestu á Íslandi . Íslenskir embættismenn hefðu hins vegar fagnað kaupunum og þeim 20 milljörðum króna til viðbótar sem Huang segðist ætla að verja til fjárfestinga . Þá sagði BBC: Huang er stjórnarformaður í Zhongkun-fjár- festingarfélaginu og einnig er sagt að hann hafi starfað sem háttsettur embættismaður í helsta áróðursráðuneyti Kína (Chinese Central Propaganda Department) og mann- virkjaráðuneytinu . Íslenska utanríkisráðuneytið segir að Huang ætli að tengjast Vatnajökuls- og Jök- uls árgljúfurs-þjóðgörðunum í samræmi við „áherslu fyrirtækis hans á náttúruvernd og um hverfistengda ferðaþjónustu“ . Huang hefur lofað að eiga nána samvinnu við íslensk yfirvöld, sagði ráðuneytið, og hann ætlar ekki að gera kröfu til neinna vatns- réttinda vegna Jökulsár á Fjöllum sem rennur um landið . Efnahagslíf Íslands, sem eitt sinn stóð í miklum blóma, hrundi á dramatískan hátt árið 2008 með falli þriggja stærstu banka landsins . Nú er mikil þörf fyrir hagvöxt og erlenda fjárfestingu . Heimamenn hafa samþykkt kaupin en embættismenn benda á að Huang hafi ekki enn sótt um undanþágu frá lögum sem hindra aðra en ESB-íbúa í að kaupa land . Á Íslandi hafa ýmsir látið í ljós áhyggjur af langtímaáhrifum þess ef íslenskt land komist í hendur útlendinga og að landið kynni að veita Kínverjum framtíðaraðgang að úthafshöfnum á svæðinu . „Nú stöndum við frammi fyrir því að kín- verskur auðmaður vill kaupa 300 fer kíló- metra af Íslandi . Þetta þarf að ræða, en ekki kyngja ómeltu,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á vefsíðu sinni . Hann sagði að Kínverjar væru þekktir fyrir „að hugsa langt fram í tímann samhliða því sem þeir eru að kaupa upp heiminn“, og varaði við því að Íslendingar féllust á kaupin án þess að skoða málið til hlítar . Íslendingar yrðu að læra af reynslu banka- kreppunnar og fara að ráðum þeirra sem vara fólk við hættunni af því að samþykkja alla fjárfestingu sem sé í boði . „Er ekki tilefni til að staldra við og hugsa þegar verið er að færa Ísland upp á búðarborðið á ný?“ Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði hins vegar fréttamönnum að að ljóst væri að Íslend ingar yrðu að „fara varlega“ . Þó væri „engin ástæða til að fara af hjörunum vegna þess að einn kínverskur karl vildi kaupa eitthvað af landi og fjárfesta í ferðaþjónustu á Íslandi . Útlendingar eiga nú þegar þó nokkuð af landi hérna og ég held að ekki þurfi að vera neitt hræddur við það .“ Breska blaðið The Independent fjallaði um málið 31 . ágúst 2011 undir fyrirsögninni: Austrið lítur í norður þegar Kína flytur sig inn á Ísland . Þar er sagt frá því að á bak við áform Huangs Nubos um að kaupa hluta af íslensku eyjunni kunni að búa áhugi á að opna nýjar siglingaleiðir . Greinin í blaðinu er eftir Clifford Coonan, fréttaritara The Independent í Peking . Hún var á þessa leið: Að verja meira en 60 milljón pundum í af- skekktan hluta af fjallaeyju í Norður-Atlants-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.