Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 49
48 Þjóðmál VETUR 2011
miðstöðina í Hróarskeldu út rit dönsku
hugveitunnar „Ny Agenda“, sem bar yfir-
skriftina: „Dönsk peningamálastefna síð ustu
10 árin í ljósi efnahagsmála mynt banda-
lags Evrópusambandsins“ . Mikilvæg ustu
nið ur stöður skýrslunnar eru þær að séu efna-
hags mál myntbandalags Evrópu sam bands-
ins skoðuð í ljósi síðustu 10 ára hafa þau
lönd sambandsins, sem tekið hafa í notkun
sam eigin lega mynt Evrópusambandsins,
notið minni hagvaxtar og efnahagslegra
fram fara en þau lönd sem haldið hafa sinni
eigin mynt . Skýrslan bendir sérstaklega á
þann æskilega möguleika að Danmörk taki
upp sömu peningastefnu og Svíþjóð og Bret-
land, þ .e .a .s . að Danmörk rjúfi bind ingu
dönsku krónunnar við evru og láti mynt
sína fljóta frjálsa á gjaldeyrismörkuðum .
Höfundurinn kemur inn á ýmsar teg-
undir peningamálastefnu og nefnir m .a .
að myntir, sem fljóta frjálsar, séu stundum
gerðar að skotmarki spákaupmennsku ef
það eru fyrst og fremst færslur alþjóðlegrar
banka- og fjármálastarfsemi sem eru ráðandi
á markaði myntarinnar . En höfundur
nefnir þó að þetta eigi nær eingöngu við
um stórar myntir sem séu m .a . notaðar í
gjaldeyrisforða á alþjóðamarkaði . Þetta eigi
því fyrst og fremst við um myntir eins og
dollar, evru og yen . Þessar stærri myntir
geti því sveiflast mjög kröftuglega, sem
á tíðum hefur neikvæðar afleiðingar
fyrir skipulagningu innflutnings og útflutn-
ings á vörum og þjónustu . Litlar myntir
minni landa eiga ekki við þetta vandamál
að stríða nema alveg sérstakar aðstæður
séu ríkjandi, eins til dæmis þær sem voru á
Íslandi, með ofvöxnu, áhættusæknu banka-
kerfi í dauðateygjunum haustið 2008 .
Fáir gera sér grein fyrir hversu háa banka-
vexti neytendur þurfa oft að greiða í Dan-
mörku og mörgum evrulöndum . Sem dæmi
má nefna að dönsk bílalán hjá Danske
Bank bera 8,3 til 12,6 prósent vexti í 2,7
prósent ársverðbólgu nú í nóvember 2011 .
Vextir fara mikið eftir því hversu miklar
eignir menn eiga enn eftir óveðsettar .
Innláns vextir eru oft engir og eignalaust
fólk greiðir hæstu vexti .
Sjálfstæð mynt er verkfæri
fullvalda ríkja
Munurinn á myntmálum Finnlands í dag miðað við finnsku krepp-
una í lok síðustu aldar er gífurlegur því að
Finnland á enga mynt lengur . Landið tók
upp evru og er komið í órjúfanlega læst
gengissamband við öll önnur evru lönd . Frá
því að Finnland rann inn í myntbandalag
Evrópusambandsins hafa Þjóð verjar ekki
fengið launahækkun í 13 ár . Þýskaland
hefur á þessum tíma stundað það sem
kallað er „innvortis gengisfelling“ því að
það hefur stanslaust lækkað kostnað og laun
í hagkerfi sínu miðað við öll önnur lönd
myntbandalagsins . Frá því að fjár mála-
kreppan skall á í byrjun 2008 hefur Þýska-
land fellt innra gengi sitt miðað við önnur
lönd myntbandalagsins um heil 6 prósent .
Og nú krefst Þýskaland þess að hin löndin
bjargi sér úr ógöngum sínum í mynt-
bandalaginu með því að gera það sama
og Þýskaland hefur gert; lækka laun og
skera niður kostnað . Og hvað halda menn
svo að Þýskaland geri ef svo ólíklega skyldi
vilja til að hin löndin nái sér niður á þýskt
launa- og kostnaðarhlutfall? Jú, Þýskaland
mun þá bara lækka laun og kostnað
enn meira hjá sér og draga þannig enn meira
úr eftirspurn innan myntbandalagsins .
Þetta er skrúfa án enda og frekar kapphlaup
niður á botn samfélagsins en allt annað .
Löndin í myntbandalaginu eru komin inn
í vítahring . Það eina sem lönd eins og
Þýskaland skilja er gengisfelling beint í
andlitið . Löndin, sem eru í myntbandalagi
með Þýskalandi, munu aldrei geta keppt