Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 14
 Þjóðmál VETUR 2011 13 Nú er hér orðin jólabragr á heiminum,“ segir Eiríkur Magnús son, síðar bóka- vörður í Cambridge, í bréfi sem hann skrifaði Jóni og Ingibjörgu frá London fyrir jólin 1864 og bætir við: „Götur og búðir skreyttar alskonar glíngri og öllum kynjamyndum sem þjóð hjá trúin fyllir jólaleitið með . En hvað er um það að frétta frá Höfn?“1 Ingibjörg hefur átt mikið verk fyrir höndum við undirbúning jólanna . Á minnissneplum frá henni leynast margar vísbendingar um jóla undir búninginn og veislurnar . Jólainnkaup eru tilgreind á einum miða sem dagsettur er 20 . desember 1864 . Á snepilinn er m .a . skráð kjöt, egg, hveiti og romm .2 Veislurnar krefjast skipulagningar . Ingi björg þarf til dæmis að velja vínkaröflur og bolla fyrir jólin 1872 . Hún kaupir að lokum tvær vínkaröflur og fjóra bolla hjá G. F. Bloch á Amager torgi .3 Búðarápið fyrir jólin hefur verið heillandi á köflum og Ingibjörg hlýtur að hafa kunnað að meta hátíðar- og eftir vænt ing ar andann sem ríkti á einni helstu verslunargötu Kaup manna hafnar, Austurgötu, á þessum árstíma . Hugsanlega hefur hún verið í sam- Margrét Gunnarsdóttir Jólagleði Kafli úr bókinni Ingibjörg * ______________ * Margrét Gunnarsdóttir: Ingibjörg. Saga Ingibjargar Einars­ dóttur, eiginkonu Jóns Sigurðssonar. Bókafélagið Ugla, Reykja vík 2011 . fylgd með Ingibjörgu, frænku sinni, og Þóru vinnukonu þegar þær skoðuðu þar saman allt „stássið fyrir Jólin“ 1877 og leituðu að falleg um jólagjöfum til að gleðja ástvini .4 Jólahald Ingibjargar hefur verið um margt mjög ólíkt því sem hún átti að venjast úr æsku sinni . Þá tíðkuðust enn ekki jólatré en jólasveinar komu ofan úr fjöllunum samkvæmt þjóðtrúnni hver af öðrum, Stekkjarstaur, Stúfur og Kertasníkir . Jólin voru hátíð barnanna . Ingibjörg hefur vafalaust lagt sig fram um að jólin yrðu sem hátíðlegust og hlýlegust fyrir Sigga litla eftir að hann flutti inn á heimilið . Jólatré hefur verið skreytt með kramarhúsum að dönskum sið og kertaljós tendruð á því — hátíðleiki allt um kring . Þorlákur, bróð ur sonur Ingibjargar, naut jólanna hjá frænku sinni . Hann segir í bréfi til hennar sem hann skrifaði frá Skotlandi rétt eftir áramótin 1866: „Mér þykir vænt um að heyra hvernig þið hafið haft það á jólunum — jeg óskaði mér að vera horfinn til ykkar, enn það dugði ekki .“ Ekki væsti heldur um Þorlák þeirra þessi jólin . Ingibjörg les í bréfinu frá honum miklar lýsingar á því sem á dagana dreif . Hann fór í stóra veislu hjá kaupmanni nokkrum við Oxford-stræti í London á jóladag þar sem allt var „ógurlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.