Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 11
10 Þjóðmál VETUR 2011
að hlaupa undir bagga með einstökum
fyrirtækjum að með ólíkindum er . Má þar
nefna Sjóvá og ýmsa sparisjóði . Hann lék
tveimur skjöldum gagnvart stjórnendum
Bankasýslu ríkisins sem sögðu af sér vegna
pólitískra afskipta af störfum þeirra . Fái
hann fleiri þræði efnahags- og viðskiptamála
í sínar hendur eykst aðeins hætta á spillingu
vegna geðþóttaákvarðana og aðhaldsleysis .
Brottvísun Jóns Bjarnasonar snýst um að
auðvelda aðildarviðræður við ESB . Hann
hefur í orði að minnsta kosti sagst á móti
aðlöguninni sem er hluti viðræðuferlisins
þótt á borði hafi hann jafnan látið undan
síga þegar að honum er sótt innan
ríkisstjórnarinnar . Engu að síður þykir
Samfylkingunni hann of tregur í taumi . Þá
er honum einfaldlega vísað á dyr .
III .
R íkisstjórnin má ekki við að missa fleiri liðsmenn . Henni hefur þó jafnan
orðið til happs að á alþingi standa ýmsir á
gráu svæði . Þeir hafa lagt henni lið þegar á
reynir .
Innan Hreyfingarinnar starfa þrír þing-
menn . Líklegt er að enginn þeirra vilji að
nú sé gengið til kosninga . Hreyfingin hefur
aldrei verið í meiri lægð . Þingmenn hennar
munu því gera allt sem í þeirra valdi stendur
til að lengja líf ríkisstjórnarinnar megi það
verða til þess að fresta þingrofi og nýjum
kosningum .
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfi ng-
arinnar, hefur komist í heimsfréttir vegna
afskipta sinna af WikiLeaks og málaferla í
Bandaríkjunum . Þessi stjórnmálastarfsemi
hennar snertir hagsmuni íslenskra kjósenda
ekki á nokkurn hátt . Á sínum tíma vakti
Birgitta athygli á landi og þjóð með því að
standa fyrir flutningi þingsályktunartillögu
um skjól fyrir netmiðla og netþjóna á
Íslandi . Síðan hefur runnið upp fyrir
erlendum áhugamönnum um þetta efni
að Birgitta hefur enga burði til að fylgja
málinu eftir með gerð lagafrumvarps . Ef til
vill sækist hún eftir að komast í ríkisstjórn
eða að styðja ríkisstjórn gegn því að einhver
ráðherra taki þetta hjartans mál hennar upp
á sína arma .
Ólíklegt er hins vegar að Þór Saari,
samflokksmaður Birgittu, hafi nokkru sinni
þrek til að styðja ríkisstjórn . Ræður hans
í þingsalnum einkennast af reiðilestri um
þingmenn og lýsingum á því hve ömurlegur
og ógeðfelldur vinnustaður alþingi sé . Óvíst
er að nokkru sinni í þingsögunni hafi nokkur
þingmaður farið svo niðrandi orðum um
þingið sjálft . Almennt hafa reiðir þingmenn
látið sér nægja að hallmæla öðrum sem
á þingi sitja en leyft stofnuninni að njóta
friðhelgi . Þór er ekki á þeim buxunum . Það
yrði ekki auðvelt fyrir ríkisstjórn Jóhönnu
að eiga líf sitt undir honum .
Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi
þingmaður Framsóknarflokksins, kynni
að leggja ríkisstjórninni lið . Honum hefur
ekki tekist að skapa í kringum sig þann
áhuga sem hann vænti eftir úrsögnina
úr Framsóknarflokknum . Þrátt fyrir
tengsl hans við marga fjölmiðlamenn og
greiðvikni þeirra við að minna á hann er
það allt of léttvægt til að höfða á nokkurn
hátt til kjósenda . Guðmundi kynni að
þykja nokkuð í það varið að komast í fréttir
sem varahjól ríkisstjórnarinnar . Að það yrði
Guðmundi til vinsælda skal dregið í efa,
hann yrði eins og nytsamur sakleysingi í
höndum Jóhönnu .
Framsóknarflokkurinn heldur því næst
öllu sínu síðan Guðmundur Steingrímsson
hvarf úr honum . Guðmundur hefur ekkert
að bjóða nema sjálfan sig . Eitt atkvæði
skiptir ríkisstjórnina vissulega miklu en
með því að ljá það ríkisstjórninni hoppar
Guðmundur um borð í sökkvandi skip .