Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 11
10 Þjóðmál VETUR 2011 að hlaupa undir bagga með einstökum fyrirtækjum að með ólíkindum er . Má þar nefna Sjóvá og ýmsa sparisjóði . Hann lék tveimur skjöldum gagnvart stjórnendum Bankasýslu ríkisins sem sögðu af sér vegna pólitískra afskipta af störfum þeirra . Fái hann fleiri þræði efnahags- og viðskiptamála í sínar hendur eykst aðeins hætta á spillingu vegna geðþóttaákvarðana og aðhaldsleysis . Brottvísun Jóns Bjarnasonar snýst um að auðvelda aðildarviðræður við ESB . Hann hefur í orði að minnsta kosti sagst á móti aðlöguninni sem er hluti viðræðuferlisins þótt á borði hafi hann jafnan látið undan síga þegar að honum er sótt innan ríkisstjórnarinnar . Engu að síður þykir Samfylkingunni hann of tregur í taumi . Þá er honum einfaldlega vísað á dyr . III . R íkisstjórnin má ekki við að missa fleiri liðsmenn . Henni hefur þó jafnan orðið til happs að á alþingi standa ýmsir á gráu svæði . Þeir hafa lagt henni lið þegar á reynir . Innan Hreyfingarinnar starfa þrír þing- menn . Líklegt er að enginn þeirra vilji að nú sé gengið til kosninga . Hreyfingin hefur aldrei verið í meiri lægð . Þingmenn hennar munu því gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lengja líf ríkisstjórnarinnar megi það verða til þess að fresta þingrofi og nýjum kosningum . Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfi ng- arinnar, hefur komist í heimsfréttir vegna afskipta sinna af WikiLeaks og málaferla í Bandaríkjunum . Þessi stjórnmálastarfsemi hennar snertir hagsmuni íslenskra kjósenda ekki á nokkurn hátt . Á sínum tíma vakti Birgitta athygli á landi og þjóð með því að standa fyrir flutningi þingsályktunartillögu um skjól fyrir netmiðla og netþjóna á Íslandi . Síðan hefur runnið upp fyrir erlendum áhugamönnum um þetta efni að Birgitta hefur enga burði til að fylgja málinu eftir með gerð lagafrumvarps . Ef til vill sækist hún eftir að komast í ríkisstjórn eða að styðja ríkisstjórn gegn því að einhver ráðherra taki þetta hjartans mál hennar upp á sína arma . Ólíklegt er hins vegar að Þór Saari, samflokksmaður Birgittu, hafi nokkru sinni þrek til að styðja ríkisstjórn . Ræður hans í þingsalnum einkennast af reiðilestri um þingmenn og lýsingum á því hve ömurlegur og ógeðfelldur vinnustaður alþingi sé . Óvíst er að nokkru sinni í þingsögunni hafi nokkur þingmaður farið svo niðrandi orðum um þingið sjálft . Almennt hafa reiðir þingmenn látið sér nægja að hallmæla öðrum sem á þingi sitja en leyft stofnuninni að njóta friðhelgi . Þór er ekki á þeim buxunum . Það yrði ekki auðvelt fyrir ríkisstjórn Jóhönnu að eiga líf sitt undir honum . Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, kynni að leggja ríkisstjórninni lið . Honum hefur ekki tekist að skapa í kringum sig þann áhuga sem hann vænti eftir úrsögnina úr Framsóknarflokknum . Þrátt fyrir tengsl hans við marga fjölmiðlamenn og greiðvikni þeirra við að minna á hann er það allt of léttvægt til að höfða á nokkurn hátt til kjósenda . Guðmundi kynni að þykja nokkuð í það varið að komast í fréttir sem varahjól ríkisstjórnarinnar . Að það yrði Guðmundi til vinsælda skal dregið í efa, hann yrði eins og nytsamur sakleysingi í höndum Jóhönnu . Framsóknarflokkurinn heldur því næst öllu sínu síðan Guðmundur Steingrímsson hvarf úr honum . Guðmundur hefur ekkert að bjóða nema sjálfan sig . Eitt atkvæði skiptir ríkisstjórnina vissulega miklu en með því að ljá það ríkisstjórninni hoppar Guðmundur um borð í sökkvandi skip .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.