Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 83
82 Þjóðmál VETUR 2011
málsmeðferð og málshraða . Bæði í héraði
og fyrir Hæstarétti leyfðist verjendum
sakborninga átölulaust að komast áfram
með málatilbúnað sem fyrst og fremst var til
þess að tefja mál en þjónaði ekki vitrænum
tilgangi við að ljúka málinu eða fá fram
hina einu réttu niðurstöðu .
Sambærileg atriði komu að hluta til enn
betur í ljós í litlu og einföldu máli gagnvart
níumenningunum svonefndu . Þar komst
verjandi hluta ákærðra upp með að senda
gjörsamlega ónýtar kærur aftur og aftur
til Hæstaréttar . Kærur sem voru eingöngu
til þess fallnar að tefja málið . Þetta komst
lögmaðurinn upp með átölulaust sem gefur
þá vísireglu fyrir aðra lögmenn að fara eins
að . Hæstiréttur hefði í því máli átt að beita
þeim málskostnaðar- og sektarúrræðum
sem tiltæk eru í réttarfarslögum þegar svona
er farið að . En það gerði Hæstiréttur ekki .
„Síðasta vörnin“ brást því við málsmeðferð
í máli níumenningana .
Til samanburðar er gott fyrir fólk að
huga að því með hvaða hætti tekið var á
sambærilegu óeirðafólki í Danmörku þegar
loftslagsráðstefnan var haldin . Ákærur
voru gefnar út fljótlega eftir atburðinn og
dómar kveðnir upp fljótlega þar á eftir . Hér
dróst í langan tíma að gefa út ákærur og
málsmeðferð dróst úr hófi .
Ég er sammála höfundi um að „síðasta
vörn in“ hafi brugðist, en hún brást víðar en
í Baugsmálinu og hefði verið gaman að fá
ítarlegri umfjöllun um fleiri mál . En þá hefði
bókin orðið margföld að vöxtum og ekki sú
sem höfundur ætlaði henni að vera .
Málsmeðferð í ýmsum málum varðandi
fjármálastarfsemi jafnvel nokkrum árum
fyrir bankahrun höfðu ýmis áhrif . Í því
sambandi má minna á mál gegn ákveðnum
sparisjóði árið 2006 þar sem að mínu mati
voru gerðar óeðlilegar sönnunarkröfur . Þá
voru sett viðmið varðandi stjórnvaldssektir
þar sem þær voru undantekningarlaust
lækk aðar frá því sem stjórnvöld höfðu
ákveðið .
Það á vel við að minna á að settar voru
strangar kröfur um andmælarétt og stjórn-
valdssektir lækkaðar gagnvart fjár mála-
fyrirtækjum og aðilum á markaðnum fyrir
hrun . Rannsóknarnefnd Alþingis gaf þeim
aðilum opinberrar stjórnsýslu, sem nefndin
sakar um ávirðingar, hins vegar ekki sam-
bærilegan andmælarétt og dómstólar höfðu
áður tryggt fjármálafyrirtækjum og aðilum
á markaði . Þingnefnd Atla Gíslasonar hrl .
stimplaði síðan gjörninginn með þeim
óvönduðu vinnubrögðum sem sú þing-
nefnd viðhafði .
Höfundur einskorðar sig við umfjöllun
um ábyrgð dómstóla og fjölmiðlaumræðu .
Fleiri hlutir þurfa að koma til frekari um-
fjöllunar . Ég bendi t .d . á ábyrgð há skóla -
samfélagsins íslenska . Þar dönsuðu svo-
nefndir fræðimenn almennt eftir pípum
útrásar víkinga og banka en lögðu lítið
til almennrar umræðu um þá hættu sem
steðjaði að íslensku efnahagslífi . Þegar
skýrsla Danska bankans um málið kom
fram árið 2006 brást háskólasamfélagið
algerlega . Stjórnmálastéttin og fjölmiðlarnir
brugðust þá líka gersamlega .
Annar aðili hefur einnig orðið útundan í
umræðunni um ábyrgð á hruninu en það
er Kauphöllin . Lítið er vikið að henni í
skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, þó
svo að hlutur hennar hafi að mínu mati
verið meiri en almennt hefur verið vikið að
í þjóðfélagsumræðunni .
Tekið skal undir það með höfundi að
dómstólar eru „síðasta vörnin“ í réttarrík-
inu . Höfundur á þakkir skildar fyrir að hefja
umræðu um þessi mál og gera það með jafn
öfgalausum og góðum hætti og hann gerir í
þessari bók, Síðustu vörninni .
Þegar niðurstöður dómstóla eru metnar
og um þá fjallað má aldrei gleyma því, að
dómarar eru fólk eins og við hin . Hughrif