Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 13

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 13
12 Þjóðmál VETUR 2011 Geri hann það í stað þess að velja sér stöðu með stjórnarandstöðunni sýnir hann ekki mikla pólitíska dómgreind . IV . Eitt mál er enn ofar öllum öðrum í ríkisstjórninni . Það er ESB-aðildar- málið . Guðmundur Steingrímsson kynni að rökstyðja stuðning sinn við ríkis- stjórnina með þeim orðum að hann ætlaði með því að stuðla að aðild Íslands að Evrópusambandinu . Hann ályktaði sem svo að ef á reyndi myndi VG vilja leiða málið til lykta og ganga frá samningi . Tvískinnungur VG í ESB-málinu fer verst með flokkinn . Hann segist annars vegar andvígur aðild að ESB en situr hins vegar í ríkisstjórn sem vinnur að sömu aðild . Sjálfstæðisflokkurinn kemur sterkari frá landsfundi sínum en ella væri af því að þar horfðu menn af raunsæi á ESB-málið og komust að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að gera hlé á aðildarviðræðunum hvort sem þeir voru fylgjandi þeim eða á móti . Þeim mun betur sem menn eru að sér um málefni ESB því augljósara er að nú er síst af öllu rétti tíminn til að ræða aðild að sambandinu . Það veit enginn hvernig ESB mun líta út eftir nokkur misseri ef marka má ræður Nicolas Sarkozys og Angelu Merkel dagana 1 . og 2 . desember . Bæði boðuðu þau að Evrópusambandið yrði að breytast . Yrði ekki komið á fót nýju samstarfi mundi evran líða undir lok og þar með Evrópusamband- ið eins og við þekkjum það . Báðir kostir leiða til nýs Evrópusambands hvernig sem það verður . Þegar á þetta er bent í umræðum hér á landi og hve óeðlilegt sé að halda aðildarviðræðum áfram eins og ekkert hafi í skorist svarar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra út í hött . Hann segir að evran komi sterkari frá þessari áraun . Hann fæst hins vegar ekki til að ræða það sem talið er skilyrði fyrir sterkari evru, að til komi meirihlutaákvarðanir á evru-svæðinu um það hvernig fjárlögum einstakra ríkja skuli háttað, að minnsta kosti litlu ríkjanna . Tilsjónarmenn af hálfu nýrrar evru-skrifstofu fylgist með ríkisfjármálum einstakra ríkja . Sé þróunin á þann veg að evrunni sé hætta búin að mati tilsjónarmannanna skuli viðkomandi ríki sjálfkrafa refsað . Í stjórnarskrár evru-ríkja verði sett regla um að halli á ríkissjóði verði innan 3% af landsframleiðslu og skuldir fari ekki yfir 60% af landsframleiðslu . Ekkert af þessu lá fyrir þegar alþingi samþykkti aðildarumsókn Íslands 16 . júlí 2009 . Ef ekki eru brostnar forsendur fyrir þeirri samþykkt að mati alþingismanna sannar það aðeins að þeir fylgjast ekkert með framvindu innan ESB . Þeim er sama af því að þeir fljóta sofandi að feigðarósi . Innan Evrópusambandsins vaxa efasemdir um réttmæti þess að verja mannafla, fé og tíma í viðræður við þjóð sem hefur ekki áhuga á að fara inn í sambandið . Þessar efasemdir munu ekki birtast í því að ESB geri sjálft hlé á viðræðunum, hins vegar mun sambandið draga viðræðurnar eins mikið á langinn og fært þykir . Þetta er bæði gert í von um að ásýnd sambandsins breytist til hins betra og einnig til að vinna tíma fyrir kynningarskrifstofu ESB sem opnuð verður með miklum ESB-fjármunum í byrjun árs 2012 að ósk íslenskra stjórnvalda . ESB-málið er eins og draugur í íslensku stjórn málalífi sem ekki verður kveðinn niður nema takist að halda Samfylkingunni utan ríkisstjórnar . Nýjustu tölur frá Gallup benda til þess að Sjálfstæðisflokkur og Fram sóknar- flokkur hafi burði til þess . Megi sá dagur renna sem fyrst . Þjóðin hefur nógu lengið búið við kreppu vegna ríkis stjórnarinnar auk hinnar varanlegu stjórnarkreppu sem leiðir af starfsháttum innan hennar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.