Þjóðmál - 01.12.2011, Page 13

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 13
12 Þjóðmál VETUR 2011 Geri hann það í stað þess að velja sér stöðu með stjórnarandstöðunni sýnir hann ekki mikla pólitíska dómgreind . IV . Eitt mál er enn ofar öllum öðrum í ríkisstjórninni . Það er ESB-aðildar- málið . Guðmundur Steingrímsson kynni að rökstyðja stuðning sinn við ríkis- stjórnina með þeim orðum að hann ætlaði með því að stuðla að aðild Íslands að Evrópusambandinu . Hann ályktaði sem svo að ef á reyndi myndi VG vilja leiða málið til lykta og ganga frá samningi . Tvískinnungur VG í ESB-málinu fer verst með flokkinn . Hann segist annars vegar andvígur aðild að ESB en situr hins vegar í ríkisstjórn sem vinnur að sömu aðild . Sjálfstæðisflokkurinn kemur sterkari frá landsfundi sínum en ella væri af því að þar horfðu menn af raunsæi á ESB-málið og komust að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að gera hlé á aðildarviðræðunum hvort sem þeir voru fylgjandi þeim eða á móti . Þeim mun betur sem menn eru að sér um málefni ESB því augljósara er að nú er síst af öllu rétti tíminn til að ræða aðild að sambandinu . Það veit enginn hvernig ESB mun líta út eftir nokkur misseri ef marka má ræður Nicolas Sarkozys og Angelu Merkel dagana 1 . og 2 . desember . Bæði boðuðu þau að Evrópusambandið yrði að breytast . Yrði ekki komið á fót nýju samstarfi mundi evran líða undir lok og þar með Evrópusamband- ið eins og við þekkjum það . Báðir kostir leiða til nýs Evrópusambands hvernig sem það verður . Þegar á þetta er bent í umræðum hér á landi og hve óeðlilegt sé að halda aðildarviðræðum áfram eins og ekkert hafi í skorist svarar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra út í hött . Hann segir að evran komi sterkari frá þessari áraun . Hann fæst hins vegar ekki til að ræða það sem talið er skilyrði fyrir sterkari evru, að til komi meirihlutaákvarðanir á evru-svæðinu um það hvernig fjárlögum einstakra ríkja skuli háttað, að minnsta kosti litlu ríkjanna . Tilsjónarmenn af hálfu nýrrar evru-skrifstofu fylgist með ríkisfjármálum einstakra ríkja . Sé þróunin á þann veg að evrunni sé hætta búin að mati tilsjónarmannanna skuli viðkomandi ríki sjálfkrafa refsað . Í stjórnarskrár evru-ríkja verði sett regla um að halli á ríkissjóði verði innan 3% af landsframleiðslu og skuldir fari ekki yfir 60% af landsframleiðslu . Ekkert af þessu lá fyrir þegar alþingi samþykkti aðildarumsókn Íslands 16 . júlí 2009 . Ef ekki eru brostnar forsendur fyrir þeirri samþykkt að mati alþingismanna sannar það aðeins að þeir fylgjast ekkert með framvindu innan ESB . Þeim er sama af því að þeir fljóta sofandi að feigðarósi . Innan Evrópusambandsins vaxa efasemdir um réttmæti þess að verja mannafla, fé og tíma í viðræður við þjóð sem hefur ekki áhuga á að fara inn í sambandið . Þessar efasemdir munu ekki birtast í því að ESB geri sjálft hlé á viðræðunum, hins vegar mun sambandið draga viðræðurnar eins mikið á langinn og fært þykir . Þetta er bæði gert í von um að ásýnd sambandsins breytist til hins betra og einnig til að vinna tíma fyrir kynningarskrifstofu ESB sem opnuð verður með miklum ESB-fjármunum í byrjun árs 2012 að ósk íslenskra stjórnvalda . ESB-málið er eins og draugur í íslensku stjórn málalífi sem ekki verður kveðinn niður nema takist að halda Samfylkingunni utan ríkisstjórnar . Nýjustu tölur frá Gallup benda til þess að Sjálfstæðisflokkur og Fram sóknar- flokkur hafi burði til þess . Megi sá dagur renna sem fyrst . Þjóðin hefur nógu lengið búið við kreppu vegna ríkis stjórnarinnar auk hinnar varanlegu stjórnarkreppu sem leiðir af starfsháttum innan hennar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.