Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 48
Þjóðmál VETUR 2011 47
var því varðveitt . Hér á landi hefur
því verið haldið fram að innganga Svíþjóðar
í Evrópusambandið árið 1994 hafi bjargað
efnahag Svíþjóðar . Það er ekki rétt .
Til samanburðar er hægt að nefna það hér,
að í aðdraganda og í kjölfar bankahrunsins
á Íslandi féll íslenska krónan um tæplega
48 prósent gagnvart evru og er fallið í dag
í kringum 40 prósent . Við höfum nú í
tímarúmi fengið svipað ráðrúm og Svíþjóð
fékk .
Finnska markið: bjargvættur
ÍFinnlandi hafði á sama tíma gengið mikið á vegna bankabólu á fyrirtækja markaði
sem leiddi til ofurskuldsetningar fyrirtækja,
of mikilla launahækkana og of hás gengis
finnska marksins sem meðal annars var
afleiðing bindingar þess við ERM . Ofan
í þetta kom upplausn Sovétríkjanna
sem leiddi til hruns útflutningstekna .
Áföllin voru margþætt og komu hvert ofan
í annað . Finnland gafst upp á einhliða
bindingu finnska marksins gagnvart ERM
þann 8 . september 1992, eftir að hafa fyrst
fellt gengið um rúmlega 12 prósent þann
14 . nóvember árið áður . Finnska markið
var sett á flot í september 1992 og verð-
bólgu markmið tekin upp . Finnska markið
féll þá rúmlega 35 prósent gagnvart þýska
markinu og botnaði fyrri hluta ársins 1993 .
Finnland gekk í Evrópusambandið árið
1995 . Hið frjálsa flot finnska marksins
endaði í október 1996 þegar landið rann
inn í myntbandalag Evrópusambandsins .
Síðustu fréttir af upptöku evru í Finnlandi
eru meðal annars þær að árið 2009
féll landsframleiðsla Finnlands um 8,2
prósent, sem er mesta hrun hennar á einu
ári frá upphafi mælinga árið 1918 og
útflutningur dróst saman um fjórðung . Til
samanburðar féll landsframleiðsla á Íslandi
um 6,7 prósent árið 2009 og útflutningur
jókst . Í dag þarf finnska ríkið að greiða
tvöfalt hærri vexti en sænska ríkið fyrir lán
til 10 ára á alþjóðlegum fjármálamörkuðum .
Þetta er m .a . verðið fyrir að kasta sjálfstæðri
mynt Finnlands fyrir róða .
Dönsk króna bundin í hafti
Frá árinu 1985 hefur dönsk króna verið bundin við gengisskráningu þýska
marksins og síðar evru . Danska krónan fylgir
því verðlagi evru á mörkuðum . Gagnvart
öllum öðrum gjaldmiðlum heimsins
hoppar og skoppar danska krónan á degi
hverjum . Þá útflutningsmarkaði Dan-
merkur sem eru í vexti er ekki endi l ega að
finna í Evrópu lengur . Mark de Broeck,
fulltrúi sendinefndar Al þjóðagjaldeyris-
sjóðsins í Danmörku, sagði í viðtali
við fréttaveitu Bloombergs í nóvember
2010, að þessi binding dönsku krónunnar
við evru hefði ekki skilað neinum árangri,
væri kostnaðarsöm, krefð ist sífelldra
breytinga og oft óþægilegra hækk ana
á stýrivöxtum umfram þær sem gerast
hjá öðrum seðlabönkum . Bindingin
krefst einnig daglegra aðgerða af hálfu
danska seðlabankans og de Broeck sagði
enn fremur að bindingin hefði ekki
verndað Danmörku gegn áföllum fjármála-
krepp unnar . Þetta var auðvitað sagt þá til
þess að reyna að þrýsta Danmörku inn á
evru svæðið . Staðan er hins vegar öll önnur
í dag því að þökk sé sjálfstæðri mynt verð-
launa nú fjár mála markaðir Danmörku fyrir
að hafa eigin mynt — sem þó getur rifið
sig lausa frá evrunni — með lægri vöxtum
en ríkissjóður Þýskalands nýtur nú á mörk-
uðum . Þó ekki eins lágra vaxta og sænska
ríkið nýtur með sænsku flotkrónuna . Rök-
semda færsla AGS gildir þó enn, en bara á
hinn veginn .
Árið áður gaf danski hagfræði prófess-
or inn Jesper Jespersen við há skóla-