Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 35

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 35
34 Þjóðmál VETUR 2011 undirbúa hina reglulegu fundi auk þess sem fjármálaráðherrar ríkjanna ætla að hittast reglulega . Til að halda utan um þessa starfsemi verður komið á fót „sekretariati“, skrifstofu . Framkvæmdastjórnarmennirnir í Brussel líta á þessa þróun sem nokkra ögrun við sig . Þeir óttast réttilega að missa spón úr aski sínum . Ummæli Merkel í þýska þing inu um frumkvæði Barrosos vegna skulda vanda evrunnar ber að skoða í þessu ljósi . Fram- kvæmdastjórnin er ekki sérlega hátt skrifuð í Berlín og líklega ekki heldur í öðrum höfuðborgum evru-ríkjanna . Í viðræðum í nýlegri ferð til Berlínar varð ég þess var að háttsettir embættismenn liggja ekkert á gagnrýni sinni á þróun mála hjá stofnunum ESB í Brussel . Ekki hafi tekist sem skyldi að ná markmiðunum sem sett hefðu verið með gerð Lissabon- sáttmálans . Hann hafi hvorki orðið til að einfalda stjórnarhætti innan ESB né auka á skilvirkni . Raunar hafi hið gagnstæða gerst því að samhliða núningi milli einstakra ríkja glími ríkisstjórnir nú við valda- og áhrifabaráttu milli ESB-stjórnenda í Brussel . Fréttir þaðan bera með sér að töluverð togstreita sé milli Barrosos og fram kvæmda stjórnarinnar annars vegar og Van Pompuys og starfsmanna ráðherra ráðs- ins hins vegar . Loks hafi mistekist að koma á fót marktækri utanríkisþjónustu ESB undir forystu barónessu Ashton . Leitað til lögfræðinga K reppan innan Evrópusambandsins núna er hin versta sem glímt hefur verið við þar á bæ frá stofnun sambandsins og vandanum í Evrópu er lýst sem hinum versta frá lyktum síðari heimsstyrjaldar- innar . Í þeim samanburði er strikað yfir allt sem gerðist í álfunni á tímum kalda stríðsins þegar margir töluðu oft eins og kjarnorkustríð væri á næsta leiti . Við lausn vanda innan Evrópusambands- ins leita menn jafnan ráða hjá lögfræðing- um . Í þeirra hlut kemur að festa í form hug myndir sem stjórnmálamenn telja til þess fallnar að miða málum til réttrar áttar . Evrópusambandið skortir alla lýðræðislega tengingu við fólkið í aðildarríkjum . Valda- menn þess vilja í lengstu lög forðast að bera mál undir almenning . Á hinn bóginn er mikil áhersla lögð á lögmæti allra ákvarðana og að þær rúmist innan sáttmála sambandsins . Við hlið stjórnmálamanna og embættismanna á vettvangi ESB starfar her lögfræðinga sem segir álit sitt á stóru og smáu . Sé unnt að benda á að einhver ákvörðun rúmist ekki innan lagarammans er voðinn vís . Lögfræðingarnir eiga að jafnaði síðasta orðið um hvað má gera innan gildandi reglna og hvenær óhjákvæmilegt er að breyta þeim til að leysa einhvern vanda . Jean-Claude Piris var lögfræðilegur ráðu- nautur ráðherraráðs Evrópusambands ins og yfirmaður lagasviðs ráðsins frá árinu 1988 til 1 . desember 2010 . Hann kom að gerð Maastricht-sáttmálans 7 . febrúar 1992, Amsterdam-sáttmálans 2 . október 1997 og Nice-sáttmálans 26 . febrúar 2001 . Hann leiddi starf lögfræðinga við gerð sáttmálans um stjórnarskrá fyrir Evrópu sem skrifað var undir í Róm 29 . október 2004 . Hann gegndi einnig lykilhlutverki við gerð Lissabon-sáttmálans sem skrifað var undir 13 . desember 2007 . Eftir að upphaflegi Lissabon-sáttmálinn hafði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi vorið 2005 beitti Piris sér fyrir breytingum á orðalagi hans . Á þeim grunni reyndist unnt að leiða smíði sáttmálans til lykta og síðar samþykktar . Piris hallmælir Lissabon-sáttmálanum Íþessu ljósi er athyglisvert að kynnast þeim sjónarmiðum sem Piris hefur nú til lausnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.