Þjóðmál - 01.12.2011, Side 35

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 35
34 Þjóðmál VETUR 2011 undirbúa hina reglulegu fundi auk þess sem fjármálaráðherrar ríkjanna ætla að hittast reglulega . Til að halda utan um þessa starfsemi verður komið á fót „sekretariati“, skrifstofu . Framkvæmdastjórnarmennirnir í Brussel líta á þessa þróun sem nokkra ögrun við sig . Þeir óttast réttilega að missa spón úr aski sínum . Ummæli Merkel í þýska þing inu um frumkvæði Barrosos vegna skulda vanda evrunnar ber að skoða í þessu ljósi . Fram- kvæmdastjórnin er ekki sérlega hátt skrifuð í Berlín og líklega ekki heldur í öðrum höfuðborgum evru-ríkjanna . Í viðræðum í nýlegri ferð til Berlínar varð ég þess var að háttsettir embættismenn liggja ekkert á gagnrýni sinni á þróun mála hjá stofnunum ESB í Brussel . Ekki hafi tekist sem skyldi að ná markmiðunum sem sett hefðu verið með gerð Lissabon- sáttmálans . Hann hafi hvorki orðið til að einfalda stjórnarhætti innan ESB né auka á skilvirkni . Raunar hafi hið gagnstæða gerst því að samhliða núningi milli einstakra ríkja glími ríkisstjórnir nú við valda- og áhrifabaráttu milli ESB-stjórnenda í Brussel . Fréttir þaðan bera með sér að töluverð togstreita sé milli Barrosos og fram kvæmda stjórnarinnar annars vegar og Van Pompuys og starfsmanna ráðherra ráðs- ins hins vegar . Loks hafi mistekist að koma á fót marktækri utanríkisþjónustu ESB undir forystu barónessu Ashton . Leitað til lögfræðinga K reppan innan Evrópusambandsins núna er hin versta sem glímt hefur verið við þar á bæ frá stofnun sambandsins og vandanum í Evrópu er lýst sem hinum versta frá lyktum síðari heimsstyrjaldar- innar . Í þeim samanburði er strikað yfir allt sem gerðist í álfunni á tímum kalda stríðsins þegar margir töluðu oft eins og kjarnorkustríð væri á næsta leiti . Við lausn vanda innan Evrópusambands- ins leita menn jafnan ráða hjá lögfræðing- um . Í þeirra hlut kemur að festa í form hug myndir sem stjórnmálamenn telja til þess fallnar að miða málum til réttrar áttar . Evrópusambandið skortir alla lýðræðislega tengingu við fólkið í aðildarríkjum . Valda- menn þess vilja í lengstu lög forðast að bera mál undir almenning . Á hinn bóginn er mikil áhersla lögð á lögmæti allra ákvarðana og að þær rúmist innan sáttmála sambandsins . Við hlið stjórnmálamanna og embættismanna á vettvangi ESB starfar her lögfræðinga sem segir álit sitt á stóru og smáu . Sé unnt að benda á að einhver ákvörðun rúmist ekki innan lagarammans er voðinn vís . Lögfræðingarnir eiga að jafnaði síðasta orðið um hvað má gera innan gildandi reglna og hvenær óhjákvæmilegt er að breyta þeim til að leysa einhvern vanda . Jean-Claude Piris var lögfræðilegur ráðu- nautur ráðherraráðs Evrópusambands ins og yfirmaður lagasviðs ráðsins frá árinu 1988 til 1 . desember 2010 . Hann kom að gerð Maastricht-sáttmálans 7 . febrúar 1992, Amsterdam-sáttmálans 2 . október 1997 og Nice-sáttmálans 26 . febrúar 2001 . Hann leiddi starf lögfræðinga við gerð sáttmálans um stjórnarskrá fyrir Evrópu sem skrifað var undir í Róm 29 . október 2004 . Hann gegndi einnig lykilhlutverki við gerð Lissabon-sáttmálans sem skrifað var undir 13 . desember 2007 . Eftir að upphaflegi Lissabon-sáttmálinn hafði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi vorið 2005 beitti Piris sér fyrir breytingum á orðalagi hans . Á þeim grunni reyndist unnt að leiða smíði sáttmálans til lykta og síðar samþykktar . Piris hallmælir Lissabon-sáttmálanum Íþessu ljósi er athyglisvert að kynnast þeim sjónarmiðum sem Piris hefur nú til lausnar

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.