Þjóðmál - 01.12.2011, Page 41
40 Þjóðmál VETUR 2011
í óvissuna, frekar en tilraun til að koma á
fyrra fyrirkomulagi, þar sem stjórnvöld
gátu ekki reitt sig á seðlabanka til að greiða
skuldir sem höfðu hrannast upp vegna
hagstjórnarmistaka þeirra . Fyrir leiðtogum
ESB-ríkjanna vakti að reyna að koma skikki
á peningamálin þannig að aðildarríkin
þyrftu að greiða fyrir eigin mistök — eða
taka afleiðingunum sjálf .
Nú telja gagnrýnendur evrunnar að hrun
Grikklands, og óvissan í evrusamstarfinu,
sanni mál þeirra . En ef evran leysist upp,
sem ekki er lengur hægt að útiloka, verður
það vegna þess að loks þegar reyndi á
stofnsáttmálann að baki myntinni var ekki
farið eftir honum .
Með þátttöku í evrusamstarfinu afsöl uðu
ríki sér sjálfstæðri peningastjórn . Gagn-
rýnendur evrunnar halda því fram að það
leiði af sér óstöðugleika vegna þess að vextir
verði of háir í einu landi en of lágir í öðru og
síðan koll af kolli . Þessi gagnrýni ætti meiri
rétt á sér ef sjálfstæðir seðlabankar hefðu
náð góðum árangri við stjórn peningamála .
En því hafa þeir ekki náð .
Rétta spurningin er þessi: Borgar sig að
hafa sjálfstæða peningastefnu? Er hún ein-
hvers virði?
Ef ríki stjórna seðlabönkum geta þau
reynt að hafa áhrif á framboð lánsfjár á
mark aði með vaxtabreytingum . Það er hins
vegar að koma í ljós í Evrópu, Japan og
Banda ríkjunum að jafnvel vextir sem nálg-
ast 0 prósent, eða vextir sem eru orðnir nei-
kvæðir, leiðréttir fyrir verðbólgu, geta ekki
tryggt hagvöxt eða atvinnu . Það kemur á
óvart hve margir, sem lýsa sér sem mark-
aðssinnum, láta af gagnrýni sinni á alvald
ríkisins þegar kemur að því að verðleggja
peninga í hagkerfinu .
Seðlabankar geta líka prentað peninga
til að hjálpa ríkjum að ná endum saman
án þess að hækka strax skatta . En þegar
lengra frá líður mun peningaprentunin
skapa verðbólguvanda þar sem offramboð
peninga eyðileggur verðgildi þeirra . Þetta
gerðist á árunum á milli stríða í Þýskalandi
og í Zimbabwe áður en stjórnvöld þar
tóku einhliða upp dollar . Þó að tekin séu
dæmi, sem eru ekki eins öfgakennd, svo
sem keynesísk innspýting á krepputíma, þá
getur þessi peningaprentun einungis skilað
skammvinnum hagvexti .
Seðlabankar geta líka reynt að hagræða
peningamagni í umferð til að hækka eða,
eins og yfirleitt er raunin, til að lækka
gengi gjaldmiðilsins, sem til skamms tíma
hyglir útflytjendum á kostnað annarra í
hagkerfinu . Þetta er sú leið sem flestir trúa
á þegar kemur að vanda Grikkja, að taka
aftur upp drökmuna og fella svo gengi
mynt arinnar um leið .
Í raun eru Grikkir gerðir fátækari með því
að fella virði eigna þeirra og hækka verð á
öllum innflutningi . Á móti kemur að grískar
útflutningsvörur verða ódýrari á al þjóð leg um
mörkuðum sem lagar hagtölur Grikk lands til
skamms tíma en hefur í för með sér gríðar-
lega eyðingu eigna og sparn aðar . Hagfræð-
ingar kalla þessa leið „að klípa af nágrann-
anum“ [beggar thy neighbor] en réttara væri
að kalla þetta að klípa af sjálfum sér .
Það á ekki að bölva evrunni fyrir að
veita ekki aðildarríkjunum tækifæri á efna-
hagslegum skemmdarverkum sem þessum .
Vandi evrunnar felst ekki í því að ekki
sé hægt að fella hana; það var tilgangur
evrunnar að það yrði ekki hægt .
Arkitektar evrunnar áttuðu sig á hætt-
unni á því að þjóðir eins og Grikkir myndu
ekki haga ríkisfjármálum sínum í samræmi
við reglur samstarfsins . Markaðir myndu
verðleggja skuldir þeirra á þeim grunni
að samstarfið myndi útiloka greiðslufall
og því kæmu skilaboð markaða ekki fram
fyrr en um seinan . Til að reyna að afstýra
slíku þurftu samstarfsríkin að samþykkja
„sáttmála um stöðugleika og vöxt“ [Stability