Þjóðmál - 01.12.2011, Page 80

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 80
 Þjóðmál VETUR 2011 79 Ég verð að segja alveg eins og er að ég varð undrandi á þeim að hann skuli ætla okkur að gera eitthvað slíkt og skuli ákveða að dylgja um slíkt án þess að tala við kóng eða prest áður en það er gert . Og mér fannst það ekki sanngjarnt hjá félaga mínum, Ögmundi Jónassyni, í ríkisstjórn að gera það . En það er kannski ekkert skrítið að hann átti sig ekki á því hversu opið Ísland er í raun og veru fyrir fjárfestingum í atvinnustarfsemi enda kannski erlendar fjárfestingar ekki beint verið á hans sviði hingað til, eins og menn vita . Þegar Þjóðmál fóru í prentun var ekki vitað hvernig þessum deilum ráðherranna mundi lykta eða á hvern hátt Katrín Júlíusdóttir ætlaði að láta leiða Huang Nubo um völundarhús íslenskra laga inn í fyrirheitna landið . * Hvaða lærdóm má draga af því sem hér hefur verið lýst? Nefnd skulu fimm atriði: 1) Ríkisstjórn sem situr þrátt fyrir að hafa tapað tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave mun sitja áfram þótt annar flokkur hennar verði undir í máli Huangs . Staða stjórnarflokkanna er of veik til að þeir þori að rjúfa þing og efna til kosninga . Sam fylk- ingin hefði beitt ráðherravaldi til að heimila Huang kaupin hefði ráðherra hennar setið í innanríkisráðuneytinu, það sýnir minnisblað Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra . 2) Hópur manna innan Samfylkingar- innar, í tengslum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur Skarphéðinsson, hefur átt beina aðild að því að auðvelda Huang Nubo að koma á viðskiptasambandi við Ís lendinga með milligöngu eiginmanns Ingi bjargar Sólrúnar, lögfræðilegri aðstoð Lúðvíks Bergvinssonar og aðstoð sendi- ráðs Íslands í Peking undir forystu Krist ínar Árnadóttur og fulltingi Ragnars Baldurs- sonar sendiráðsstarfsmanns . 3) Utan Íslands litu menn á áhuga Huangs á að eignast Grímsstaði á Fjöllum sem viðleitni af hálfu Kínverja til að koma ár sinni fyrir borð á mikilvægum stað, hvort heldur litið væri til viðskipta, alþjóðastjórnmála eða hernaðarhagsmuna . Forseti Íslands setti áformin í þetta samhengi þegar hann gaf til kynna að Evrópumenn og Bandaríkjamenn gætu sjálfum sér um kennt að Íslendingar vildu efla tengsl sín við Kína og Indland . Huang sagðist hafa fengið hvatningu frá Ólafi Ragnari til að fjárfesta á Íslandi, Ólafur Ragnar segir þetta ekki rétt . 4) Áður en innanríkisráðherra birti niður- stöðu sína lét Huang Nubo eins og fyrir sér vekti það eitt að festa fé á Íslandi . Eftir höfnunina setur Huang hana í víðtækara samhengi . Reynsla hans af samskiptum við Íslendinga eigi að verða víti til varnaðar fyrir aðra kínverska fjárfesta sem hafi áhuga á að reyna fyrir sér á Vesturlöndum . 5) Við lyktir kalda stríðsins, hrun Sovét- ríkjanna og gjörbreyttar aðstæður í al þjóða- stjórnmálum dró mjög úr land fræðilegu og stjórnmálalegu (geopólitísku) gildi Ís- lands . Við það minnkaði slagkraftur ís- lenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi og gagnvart nágrannaríkjum austan hafs og vestan . Umræðurnar vegna kaupanna á Grímsstöðum á Fjöllum sýna að landið er að öðlast fyrra aðdráttarafl gagnvart þeim sem vilja gæta hnattrænna hagsmuna sinna .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.