Þjóðmál - 01.12.2011, Side 18
Þjóðmál VETUR 2011 17
efnahagsmálum . Í lok október á síðasta ári
var Jóhanna Sigurðardóttir þó enn bjartsýnni
og talaði um 3–5 þúsund ný störf á nýju ári
(2011) . Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar
í mars 2009 sagði að ellefu tillögur ríkis-
stjórnarinnar gætu skapað ríflega fjögur
þúsund ársverk á næstu misserum . Mánuði
síðar var enn lofað en í ræðu á aðalfundi
Samtaka atvinnulífsins sagði Jóhanna:
Ég vil vinna með ykkur að framgangi áætl unar
stjórnvalda um 6 .000 störf sem allar forsend-
ur eru fyrir . Stærstur hluti þessara starfa mun
verða til á almennum vinnu markaði .
Innantóm loforð benda til þess að vandi
ríkisstjórnarinnar sé fyrst og fremst sá að
ráðherrar viti hreinlega ekki hvað þeir
eru að gera í efnahagsmálum almennt og
atvinnumálum sérstaklega . Hringlandaháttur
og stefnuleysi á því ekki að koma neinum
á óvart . Vaðið er fram með fögur loforð,
gölluð frumvörp lögð fram, samið við aðila
vinnumarkaðarins án þess að standa við
samn inga, og í örvæntingu boðaðir skattar til
að ná utan um ríkisfjármál sem virðast föst í
sýndarveruleika fjármálaráðherra .
Engin „skattaparadís“
Íbyrjun nóvember lagði Steingrímur J . Sig-fússon fjármálaráðherra fram frumvarp
til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum .
Ríkisstjórnin hafði fjallað um frumvarpið
á fundi 14 . október . Líkt og með frumvarp
sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða,
var frumvarpið samþykkt og naut þar með
stuðnings allra ráðherra .
Frumvarpið gerir ráð fyrir því að lagt
verði á kolefnisgjald á rafskaut í orkufrekum
iðnaði . Skattlagningunni hefur verið harð-
lega mótmælt og Katrín Júlíusdóttir iðn-
að arráðherra sagði á flótta undan málinu,
að líklega „höfum við farið aðeins fram úr
okkur“ . Frumvarpið er þó lagt fram með
stuðningi og vilja iðnaðarráðherra .
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka
at vinnulífsins, benti á að með kolefnisgjald-
inu sé gengið gegn samkomulagi sem ríkis-
stjórn in gerði var við Samtök atvinnulífsins
(SA) og stóriðjufyrirtækin í desember 2009 . Í
grein í Fréttablaðinu sagði Vilmundur:
Þar féllust Alcoa á Reyðarfirði, Alcan í
Straums vík, Elkem og Norðurál á að greiða
fyrir fram tekjuskatta á árunum 2010–12 til að
létta undir með rekstri ríkissjóðs . Þess í stað féll
ríkið frá álagningu kolefnisgjalds á rafskaut .
Áform Jóhönnu og Steingríms J . um kol-
efnisgjald er því skýrt brot á samningum við
fyrirtækin en markmiðið var að starfsskilyrði
fyrirtækjanna yrðu almennt ekki verri en í
Evrópu, segir Vilmundur í áðurnefndri grein .
Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins,
sagði í leiðara blaðsins að ríkisstjórnin telji
sig ekki þurfa að standa við gerða samninga .
Hann hélt því jafnframt fram að hringlandinn
„með starfsumhverfi íslenzkra fyrirtækja er
eitt af því sem stendur erlendri fjárfestingu í
atvinnulífinu fyrir þrifum“:
Sú mynd er orðin til í hugum alþjóðlegra fjár festa
að íslenzkum stjórnvöldum sé ekki treyst andi .
Þetta er hárrétt athugasemd hjá ritstjóra
Fréttablaðsins .
Magnús Garðarsson, forstjóri Íslenska kís-
ilfélagsins sem stefnir að verksmiðju í Helgu-
vík, sagðist „verulega hræddur um að okkar
fjárfestar muni hætta við“ . Í viðtali við Frétta
blaðið 22 . nóvember sagði Magnús einnig:
Þetta drepur alveg niður allar efnahagslegar
forsendur fyrir kísilvinnslu á Íslandi . Fyrirtækin
fara einfaldlega eitthvert annað . Til dæmis er hægt
að fá raforku á svipuðu verði í Bandaríkjunum,
þar sem ekki er talað um kolefnisskatta .
Magnús benti á að um sé að ræða um-
hverfisvænan iðnað sem „við ættum að vera
stolt af að fá til Íslands“ . Er nema furða
þó hann segist vera hissa á að stjórnvöld,