Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 91
90 Þjóðmál VETUR 2011
keik, sveipaði að mér pilsinu, leit á kennarann
og síðan yfir stofuna og sagði: „Mikill lifandis
dóni er maðurinn .“ Síðan smellti ég pilsinu
saman og settist niður . Ég var látin óáreitt í
bekknum eftir það .
Mörg fleiri dæmi má taka sama eðlis . Verk-
in tvö eru náskyld . Ævisagan eftir Þorleif
er fyllri og nákvæmari en fyrra rit Kristínar
Mörju, sem er á hinn bóginn líflegra og á
eðlilegra máli, enda skrifað eins og langt
viðtal . Vilborg hefur frá mörgu að segja
og segir það vel í báðum verkunum . Ég
þekki gamla kennaraskólann, sem Vilborg
gekk í, líka af frásögn móður minnar, Ástu
Hannesdóttur frá Undirfelli, sem stundaði
þar nám um sama leyti . Þar voru samvisku-
samir kennarar, sem reyndu að varðveita og
miðla menningararfinum íslenska, til dæmis
þeir Freysteinn Gunnarsson og Broddi
Jóhannesson . Vilborg var eins og móðir mín
góð vinkona Ástu Sigurðardóttur skáld-
konu, sem var stórglæsileg hæfileikakona .
En ekki hefur Ásta trúað Vilborgu, eins og
móður minni, fyrir þeim dimma skugga,
sem hvíldi á æsku hennar .
Í báðum bókunum segir Vilborg frá
stuttri vist sinni hjá íslenska ræðismannin-
um í Edinborg og konu hans . Komu þau
hjón in mjög illa fram við hana . Ef sú saga
er sönn, þá er hún ljót, en auðvitað þekkja
lesendur aðeins hennar hlið á málinu .
Í hvorugri bók inni nafngreinir Vilborg
ræðismann inn, en hann var Sigursteinn
Magnússon, umboðsmaður Sambands
íslenskra sam vinnufélaga í Evrópu og
faðir Magnúsar Magnússonar, hins
kunna sjónvarpsmanns í Bretlandi . Kona
Sigursteins var Ingibjörg Sigurðardóttir
af Laxamýrarætt . Úr því að Vilborg fann
hjá sér hvöt til að segja söguna, átti hún að
nafngreina fólkið, sérstaklega í bók undir
nafninu „Úr þagnarhyl“ .
Vísur Vilborgar voru þó ekki allar
hálf kveðnar . Ekki skil ég, hvers vegna í
hvorugri bókinni er hafður eftir vísubotn
Vilborgar, þá er hún varð í einu vetfangi
þjóðkunn . Þannig voru mál með vexti,
að á öndverðum sjötta áratug stjórnaði
Sveinn Ásgeirsson vísnaþætti í útvarpinu,
þar sem fastagestir voru þeir Guðmundur
Sigurðsson, Helgi Sæmundsson, Karl
Ísfeld og Steinn Steinarr . Þessi þáttur
varð mjög vinsæll . Honum lauk með því,
að Loftleiðir buðu umsjónar manni og
þátttakendum til Kaupmannahafnar, þar
sem einn aukaþáttur var tekinn upp 14 . maí
1955 að viðstöddum fjölda Íslendinga, þar
á meðal skáldinu Jóni Helgasyni . Skyldu
áheyrendur botna þennan fyrri helming:
Oft er kátt við Eyrarsund,
æskan þangað leitar .
Nú brá svo við, að Jón Helgason átti ekki besta
botninn, heldur Vilborg Dag bjartsdóttir,
sem þá var aðeins 25 ára að aldri:
Þó mun Ísland alla stund
elskað miklu heitar .
Sýndi Vilborg þá alþjóð, að hún var jafnvíg
á rímuð ljóð og órímuð .
Vilborg er ekki aðeins skáld og kennari,
heldur líka svipmikill einstaklingur, við-
felldin, gestrisin og glaðlynd, og kemst það
ekki síður til skila í ævisögunni eftir Þorleif
en í samtalsbók Kristínar Mörju . En er hún
leitandi sál, eins og hún telur bersýni lega
sjálf? Hún segir frá því í bók Þorleifs, að
félagar hennar í Sósíalistaflokknum hafi tal-
að af fyrirlitningu um hina mögnuðu skáld-
sögu Arthurs Koestlers, Myrkur um miðjan
dag, sem skrifuð var gegn kommúnisman-
um . Sjálf hafi hún aðeins lesið bókina eftir
þrábeiðni skosks vinar síns, og hafi hún
haft mikil áhrif á sig . En hvers vegna þurfti
þrábeiðni til? Og hvers vegna varð Vil borg
síðar hissa og hneyksluð á innrás Kreml-
verja í Tékkóslóvakíu? Framferði komm-