Þjóðmál - 01.12.2011, Side 78

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 78
 Þjóðmál VETUR 2011 77 ráðuneytisins til að aka Huang Nubo um landið . Þeir Hjörleifur voru herbergisfélagar á námsárum Hjörleifs í Kína . Vegna kynnis- ferðarinnar með Huang ræddi dv.is við Hjörleif og hann sagði hinn 4 . október 2010 að Huang hefði leitað til sín sem „gamals vinar og kunningja“ . Þetta hefði verið bíll í einn dag, til að „sýna manninum eitthvað af landinu“ enda væri hann „að leggja talsverða peninga í 10 ára samstarf Íslands og Kína“ . Á dv.is sagði: Um er að ræða bílaleigubíl sem utanríkis- ráðuneytið er með á leigu frá Bílaleigu Akureyrar . Þangað sótti Hjörleifur bílinn, Suzuki Vitara jeppling, á laugardagsmorgun og á sunnudaginn ók hann um með vin sinn, kínverskan athafnamann að nafni Huang Nubo, til að sýna honum náttúru Íslands . Ragnar Baldursson, starfsmaður í sendi ráði Íslands í Peking, fylgdi Huang Nubo á ferð hans um Ísland . Þeir Ragnar og Hjör leifur fóru einnig með Huang á Norður pólinn í apríl 2011 og hefur birst mynd af þeim þar . Ljósmyndarinn er Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huangs hér á landi . Á blaðamannafundinum með Huang í Peking 2 . september 2011 sagði Kristín Árna dóttir: „Ég held að allt muni nú ganga enn betur þegar Ísland er orðið að ferða- manna stað .“ Í sjónvarpsfréttum RÚV hinn 3 . sept- ember 2011 voru birtar myndir frá blaða- mannafundinum . Þar mátti sjá Lúðvík Berg vinsson, lögmann og fyrrverandi þing- flokks formann Samfylkingarinnar, og Sigur- vin Ólafsson lögmann . Þeir voru full trúar frá lögmannsstofunni Bonafide lög menn í Reykjavík og veittu Huang Nubo lög- fræðilega ráðgjöf . Í frétt Deutsche Welle sagði að auk kaup- anna á Grímsstöðum á Fjöllum ætlaði Huang að fjárfesta fyrir 140 milljónir evra á Íslandi á næstu fjórum til fimm árum . Hann sagði að hann vildi gjarnan sjá allt að 10 .000 gesti koma árlega til gististaðar síns . Í fréttinni var vitnað í Jonathan Holslag, rannsóknarstjóra hjá Institute of Con temp- orary China Studies í Brussel . Hann sagði: „Þetta kann að vera einka framtak á Íslandi en það fellur hins vegar vel að (kínverskri) heildarstefnu um að ná tökum á strategískum eignum erlendis, hvort heldur um er að ræða land, hráefni eða þekkingu .“ Huang sagði í samtali við Reuters-frétta- stofuna að vegna ummæla á borð við þau sem Holslag hefði látið falla kynni hann ekki að fá leyfi stjórnvalda í Peking til að ljúka landakaupunum á Íslandi . „Ríkisstjórnin kann að segja: Vinsamlega farðu ekki, stofnaðu ekki til vandræða,“ sagði Huang og vísaði til þess að fyrirtæki sitt þyrfti samþykki kínversku ríkisstjórnar innar til að kaupin gengju um garð . „Kannski hugsa stjórnvöld: Vektu ekki upp neina óhamingju í samskiptum Kína og Íslands . Þá hætti ég bara við þetta,“ sagði hann einnig . Þýska fréttastofan sagði að kannski fengi stjórnin í Peking ekki tækifæri til að bregða fæti fyrir kaupin, það kynni að verða gert á Íslandi þar sem margir hefðu efasemdir vegna þeirra . Það var meðal annars vitnað í Jón Þórisson arkitekt . (Hann starfaði náið með Evu Joly þegar hún var ráðgjafi ís- lenskra stjórnvalda .) „Mun víðtækt eignarhald þeirra veita þeim aðstöðu til að beita pólitískum þrýstingi?“ spyr Jón þegar AP-fréttastofan ræddi við hann . „Er hugsanlegt að við Íslendingar endum sem leiguliðar í eigin landi?“ Deutsche Welle sagði að um væri að ræða sölu á um 0,3% af íslensku landsvæði . Það jafngilti því að í Þýskalandi seldi einhverjum útlendingi landsvæði sem væri lítið eitt stærra en borgin Hamborg . Í lok fréttarinnar sagði að síðast hafi til- r aun Kínverja til að eignast hluti erlendis runnið út í sandinn árið 2005 þegar kín-

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.