Þjóðmál - 01.12.2011, Page 27

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 27
26 Þjóðmál VETUR 2011 rústabjörgun vegna starfsemi einkabanka . Þótt þetta nýja fyrirkomulag sé frá ESB komið, þá stangast það á við yfirlýsingar Michel Barnier, framkvæmdastjóra innri markaðar (Internal Market Commissioner) í framkvæmdastjórn ESB . Barnier (2010) segir: „The aim is to ensure that cost of the difficulties are borne by shareholders and unsecured creditors, and not taxpayers, while ensuring financial stability and continuity of services to users . . . “ Hann tekur fram að skattgreiðendur eigi ekki að bera skaðann, heldur skuli kostnaðurinn falla á hluthafa og ótryggða kröfuhafa . Barnier fer þannig í yfirlýsingu sinni furðu nærri þeirri lausn sem íslensk stjórnvöld völdu með neyðarlögunum á sínum tíma . Mikilvægt er að lögin endurspegli þau úrræði sem raunverulega er gripið til, en veiti ekki falskt öryggi á forsendum kerfis, sem ýtt er til hliðar um leið og reynir á það . Það stríðir einnig gegn sjónarmiðum sem lýst er að ofan varðandi innstæðutryggingar, að nú skuli Íslandsbanki og Byr sameinaðir . Þessar fjármálastofnanir réðu hvor um sig yfir umtalsverðum hluta innstæðna í landinu fyrir sameiningu . Eftir sameiningu verður álagið á innstæðutryggingasjóðinn ennþá meira, komi til falls hins sameinaða banka . Nú verða yfir 90% innstæðna í landinu í aðeins þremur bönkum . Annars konar innstæðutryggingar? Hægt að hugsa sér að innstæðu-trygg ingasjóðir Evrópu myndi sameiginlegan sjóð og baktryggi þar með hver annan . Einnig kæmi til greina að innstæðutryggingasjóðir störfuðu þvert á landamæri . Þá myndi kerfishrun í tilteknu landi dreifast á fleiri sjóði . Einnig mætti skylda innstæðueigendur til þess að dreifa innstæðum sínum á fleiri banka . Þá myndi skaðinn af falli eins þeirra (og biðin eftir útgreiðslu úr þrotabúi) ekki vera jafn þungbær . Ef til vill væri athugandi, að innstæðueigendur tryggðu sjálfir sínar innstæður með því að kaupa sér tryggingu hjá öðrum banka, helst í öðru landi, sem væri með starfsemi algerlega óháða þeim banka, sem varðveitir innstæðurnar . Enda gildir það um flestar aðrar eignir (t .d . húsnæði og bíla), að eigandinn er ábyrgur fyrir tryggingunum . Hér að ofan hefur verið bent á ýmsa galla innstæðutryggingakerfis Evrópu . Þeir virðast vera þess eðlis, að kerfið þurfi að endurskoða frá grunni . En dulin ríkisábyrgð á öllum þeim vandræðum, sem bönkum er gert kleift að koma sér í, þ . á m . með frjálsu flæði fjármagns samkvæmt Evróputilskipun, er varasöm, og hefur verið hafnað í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum . Heimildir Arnold, I . (2011) A Handicapped European Systemic Risk Board . Economonitor, 14 . júlí . http://www . economonitor .com/blog/2011/07/a-handicapped- european-systemic-risk-board/ Barnier, M . (2010) Ræða á ráðstefnu í Brussel, 19 . mars . Conference on Building a Crisis Management Framework for the Internal Market . Brussel . Vefútgáfa europa .eu . http://europa .eu/rapid/pressReleasesAction .d o?reference=SPEECH/10/112&type=HTML EFDI: European Forum of Deposit Insurers (2006) . Deposit Guarantee Systems: EFDI’s First Report . Róm: EFDI . Interbank Deposit Protection Fund . http://www . efdi .net/scarica .asp?id=102&Types=DOCUMENTS Eisenbeis, R .A . (2004) Agency Problems and Goal Conflicts . Working Paper 2004-24 . Atlanta: Federal Reserve Bank of Atlanta . http://199 .169 .243 .129/ filelegacydocs/wp0424 .pdf European Commission, Joint Research Centre, Unit G09 (2008) . Investigating the efficiency of EU Deposit Guarantee Schemes . Ispra, Ítalía: European Commission . http://ec .europa .eu/internal_market/bank/docs/ guarantee/deposit/report_en .pdf Guðlaugur Þór Þórðarson (2011) . Ræða á Alþingi, 7 . apríl . Vefútgáfa Alþingistíðinda . http://www .althingi .is/ altext/raeda/139/rad20110407T155743 .html Laeven, L . og Valencia, F . (2008) . The Use of Blanket Guarantees in Banking Crises . Washington: The International Monetary Fund . http://www .imf .org/ external/pubs/ft/wp/2008/wp08250 .pdf

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.