Þjóðmál - 01.12.2011, Side 88
Þjóðmál VETUR 2011 87
á stjórnmálamenn setja sjálfa sig í fyrsta sætið
en gleyma að það er sess kjósenda þeirra, að
ég vil vinna að því, ásamt öllu því góða fólki
sem hér starfar, að styrkja blaðið . Við Reynir
keppum að sama marki og erum alveg til í að
ræða málinu (svo), þegar svo ber undir, og
viljum báðir gera gott blað betra .
Reynir sagði Jóhanni hins vegar upp störf-
um sumarið 2011 í sparnaðarskyni . Á
Pressunni birtist frétt um málið 1 . júlí 2011
þar sem sagði meðal annars:
Ljóst er að viðvarandi ágreiningur hefur verið
um stefnu blaðsins [DV]á milli Jóhanns og
rit stjóranna en Jóhann reyndi
að komast yfir blaðið þegar
það var selt Reyni Traustasyni
og hópi félaga hans . „Þá fór
ég kannski tíu dögum of seint
af stað,“ segir Jóhann þegar
hann nú lítur um öxl með
uppsagnarbréfið í vasanum .
Undir haust 2011 birtust
fréttir um að Jó hann hefði sótt
um fram kvæmdastjórastarf
fjöl miðla nefndar ríkisins .
Hann fékk það ekki . Þá sagði
Pressan frá því að hann væri
með bók í smíðum og velti fyrir sér hvort
þar yrði sagður sannleikurinn um DV .
Jóhann varðist allra frétta en í október
2011 birtist bók hans undir heitinu Þræðir
valdsins — kunningjaveldi, aðstöðubrask
og hrun Íslands . Er á kápu hennar getið
að Jóhann hafi hlotið verðlaun Blaða-
mannafélags Íslands árið 2010 þar sem í
umsögn dómnefndar segi: „skrif hans um
þjóð félagsmál [eru] ómissandi í samfélags-
um ræðunni“ .
Þeir sem biðu eftir því að Jóhann Hauks-
son lýsti reynslu sinni sem blaðamaður
í þágu Baugsmanna í návígi við Reyni
Traustason og fleiri sem gengu erinda
þeirra á árunum fyrir hrun verða fyrir
vonbrigðum lesi þeir bók hans . Því
miður hefur enginn hinna fjölmörgu
fjölmiðlamanna sem látið hafa af störfum
á Baugsmiðlunum lýst því hvernig var að
starfa í þjónustu auðhringsins á þessum
umbrotatímum .
Jóhann leitast við að færa mál sitt í há-
tíð legan búning með tilvitnunum í fræði-
kenningar og fræðimenn . Hann var meira
að segja gestur í morgunþætti þeirra Jóns
Ormars Halldórssonar og Ævars Kjartans-
sonar á RÚV í sama mund og bókin kom á
markað . Þeir félagar vilja að þættir sínir beri
þann svip að þar sé litið á þjóðfélagsþróun ina
úr æðra sessi og á hlutlægari
hátt en venja er í fjölmiðlum .
Að því leyti á þáttur þeirra
nokkuð sameiginlegt með
bók Jóhanns þótt þar sé í
raun fjallað um dægurmál
og oft á hlutdrægan hátt,
meira að segja stundum af
meinfýsni .
Til marks um efnistök
Jóhanns má nefna að hann lýsir
því atviki þegar ágreiningur
varð í Þingvallanefnd um
val á mönnum í nefnd um
hugmyndir um framtíðarmál á Þingvöllum
og segir síðan:
Kunningja- og klíkuveldinu er nauðsynlegt
að ráða yfir tækjum til þess að umbuna og
tyfta . Með því að öðlast vald yfir sjóðum
almennings og stofnunum koma flokkarnir
sér upp björgum eða eins konar forða til að
veita og taka, umbuna og tyfta . Aðgangur
að sjóðum og vald yfir þeim er afgerandi og
hefur úrslitaþýðingu .
Sé þessi texti lesinn án þess að hann sé í
sam hengi Jóhanns mætti ætla að þarna
talaði maður sem vildi sem minnst afskipti
stjórnmálamanna, frjálshyggjumaður, á
móti pólitískum afskiptum, til dæmis af