Þjóðmál - 01.06.2014, Page 8

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 8
 Þjóðmál SUmAR 2014 7 Dags B . um að hann ætli aðeins að helga sig borgarmálum en yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar árið 2002 . Ef til vill verður valin sama leið og fyrir 12 árum og efnt til skoðanakönnunar sem sýnir hve menn bera lítið traust til forystu Árna Páls en mikið til Dags B . Líklegt er að þessi atburðarás hefjist fyrr en síðar . Miklu skiptir að ekki hafi komið í ljós að Samfylking unni er um megn að standa við loforð sitt um 2 . 500 til 3 .000 leiguíbúðir áður en Dagur B . tekur af skarið um flokksformennsku . III . Fyrir kosningarnar sögðu þeir sem mest skrifuðu um þær að sjálfstæðismenn yrðu að hefja það sem kallað var „nafla- skoðun“ yrðu úrslitin jafnslæm og niður- stöður skoðanakannana í Reykjavík gáfu til kynna . Úrslitin eru aðeins betri en verstu kannanir sýndu, flokkurinn hlaut tæplega 26% fylgi og fjóra menn . Nú munu umræður um þörf „naflaskoðunarinnar“ innan Sjálfstæðisflokksins fá inntak . Verður forvitnilegt að fylgjast með hver hefur frumkvæði að þeim . Þegar Sjálfstæðisflokkurinn þótti standa illa undir lok áttunda áratugarins beitti Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna, sér fyrir umræðufundi og síðan útgáfu bókarinnar Uppreisn frjálshyggjunnar . Hún kom út um svipað leyti og Margaret Thatcher náði völdum í Bretlandi og Ronald Reagan í Bandaríkjunum . Bæði voru þau fulltrúar róttækra breytinga innan eigin landa og á alþjóðavettvangi . Um þessar mundir eru 35 ár liðin frá því að Sjálfstæðisflokkurinn var trekktur upp af frjálshyggjunni . Nú er þörf á sambærilegu átaki til að efla flokkinn og laga stefnu hans að nýjum tímum og viðfangsefnum . Til að viðhalda sama grunnstefi og dugað hefur flokknum í 85 ár verður einstaklingsf ramtak og sjálfstæði þjóðarinnar haft að leiðar ljósi . Sjálfstæðisflokkurinn sýndi frábæran styrk víða í sveitarstjórnarkosningunum . Í mörg um bæjarfélögum nýtur hann forystu öflugs leiðtoga samhents hóps, þó hvergi eins og í Vestmannaeyjum þar sem Elliði Vignis son leiddi hann til tæplega 75% sig urs . Í nágrannabyggðum Reykjavíkur eru sjálfstæðismenn í meirihluta eða for- ystu flokkur vegna mikils atkvæðastyrks . Hið sama á við um Árborg, Hveragerði og Akranes, sjálfstæðismenn eru þar með hreinan meirihluta . Þegar Sjálfstæðisflokkurinn þótti standa illa undir lok áttunda áratugarins beitti Heim- dallur, félag ungra sjálfstæðis- manna, sér fyrir umræðufundi og síðan útgáfu bókarinnar Uppreisn frjáls hyggjunnar . Hún kom út um svipað leyti og Margaret Thatcher náði völdum í Bretlandi og Ronald Reagan í Bandaríkjunum . . . Um þessar mundir eru 35 ár liðin frá því að Sjálfstæðisflokkurinn var trekktur upp af frjálshyggjunni . Nú er þörf á sambærilegu átaki til að efla flokkinn og laga stefnu hans að nýjum tímum og viðfangsefnum . Til að viðhalda sama grunnstefi og dugað hefur flokknum í 85 ár verður einstaklingsframtak og sjálfstæði þjóðarinnar haft að leiðarljósi .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.