Þjóðmál - 01.06.2014, Page 9

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 9
8 Þjóðmál SUmAR 2014 Að átta flokkar hafi boðið fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík 31 . maí 2014 endurspeglar pólitíska upplausn . Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið illa úti vegna hennar . Hans bíður það hlutverk í höfuðborginni að koma á röð og reglu í krafti öflugra innviða, skýrrar stefnu og leiðtoga . Í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna skorti þessa þrjá þætti hjá Sjálfstæðis flokkn- um . Halldór Halldórsson, oddviti flokks- ins, er reyndur sveitarstjórnarmaður en nýliði í Reykjavík . Hann sigraði í prófkjöri vegna þess innviðir flokksins í Reykjavík eru ekki hinir sömu og áður . Flokksstarfið í Reykjavík er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var . Skömmu fyrir borgarstjórnarkosningarnar efndi Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, til aðalfundar . Þetta var einkennilegur aðal- fundartími . Hefði ekki verið skynsamlegra að boða til hans að kosningum loknum? Að hefja endurreisnarstarfið á þann hátt frekar en að loka dyrum á allar breytingar rétt fyrir kosningar? Tímasetning aðalfundarins dregur úr lík- um á að stjórn Varðar leiði endurreisn Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík . Stjórnar menn þar hafa kannski óttast að sama gerðist og í Óðni, launþegafélaginu í Reykja vík, þar sem öll stjórnin var felld á aðal fundi fyrir nokkrum vikum og ný kjörin undir formennsku Eiríks Ingvarssonar . Raunar er það til marks um deyfðina yfir öllu innra flokksstarfi í Reykjavík að ekki skuli hafa orðið neinar umræður um stjórnar- byltinguna í Óðni . Kannanir sýndu að Sjálfstæðisflokkurinn átti ekki miklu fylgi að fagna meðal ungs fólks í Reykjavík . Heimdallur er vettvangur ungs flokksfólks í Reykjavík og Samband ungra sjálfstæðismanna spannar landið allt . Skyldu ungir sjálfstæðismenn ganga fram fyrir skjöldu við endurreisn flokksins nú eins og fyrir 35 árum? Spurningin er ef til vill út í hött af því að skilgreining sem leiðir til niðurstöðu í þessa veru verði talin óþörf . Það sé í raun ekki þörf á að breyta neinu . Flokkurinn muni ná sér á strik án þess að stofnað sé til „naflaskoðunarinnar“ . Þeir hafi haft rangt fyrir sér sem hvöttu til hennar fyrir kosn ingarnar . Í umræðum flokksleiðtoga í sjón varps sal á kosninganóttina gaf Bjarni Benedikts son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, þó til kynna að huga þyrfti sérstak lega að stöðu flokksins í Reykjavík . Leiðs ögn að ofan skiptir vissulega máli en úrslitum ræður að virkja fólk á nýjan hátt . IV . Frambjóðanda Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, tókst á einum mán uði að virkja nægilega marga kjósendur Að átta flokkar hafi boðið fram í sveitar stjórnar- kosningum í Reykjavík 31 . maí 2014 endurspeglar pólitíska upplausn . Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið illa úti vegna hennar . Hans bíður það hlutverk í höfuðborginni að koma á röð og reglu í krafti öflugra innviða, skýrrar stefnu og leiðtoga . Í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna skorti þessa þrjá þætti hjá Sjálfstæðis- flokkn um . . .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.