Þjóðmál - 01.06.2014, Page 20

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 20
 Þjóðmál SUmAR 2014 19 sígildum bókmenntum og fór þá að safna bókum . Jafnframt heillaðist ég ungur af klassískri tónlist . Áhuginn á myndlist fylgdi svo í kjölfarið . Ég var kominn á kaf í þetta allt saman á menntaskólaárum mínum — las mikið, fór oft í leikhús og sótti mynd- listarsýningar . Eftir að ég lauk námi í hagfræði og hóf að vinna fyrir mér fór ég svo smám saman að fikra mig áfram í söfnun myndlistarverka sem ég heillaðist af . Núna er þetta orðið geysistórt safn . Hluti af því er hérna í hús- inu, en önnur verk í minni eigu prýða heimili mitt og einnig hef ég lánað fjöl- skyldu og vinum listaverk . Mér finnst meira spennandi að safna samtímalist en klassískum verkum . Því að þá þekkir maður sjálfur umhverfið sem verkin eru sprottin úr og kemst líka í kynni við listamennina . Maður getur fylgst með þeim, hvernig þeir móta hugmyndir sínar og hvernig túlkun þeirra þróast með tíð og tíma . Það er mjög skemmtilegt . Þrátt fyrir að vera mikill unnandi klass- ískra lista og bókmennta, hrífst ég af menn- ingarlegri róttækni og kann vel að meta listamenn sem ögra fortíðinni . Ég er t .d . gífurlega hrifinn af fúnkisstíl í bygg ingarlist eins og þessu húsi okkar hér í Garðastrætinu, en í fúnkisstílnum fólst andsvar við fortíðinni, klassískri bygg ingar- list . Húsið nýtist mjög vel, svo sem búast má við af húsi í fúnkis stíl, og hentar einkar vel fyrir myndlistarsýningar því að gluggar eru svo fáir . Salurinn á jarðhæðinni er hugsaður bæði sem sýningar- og fyrirlestrarsalur . Þar komast um 90 manns í sæti . Þarna höfum við haft Myndirnar á opnunni eru úr Gallerí GAMMA í Garðastræti 37 . Á veggjum eru myndverk á pappír eftir Kristján Davíðsson . Til hægri er forsíðumynd glæsilegrar sýningarskráar sem gefin var út í tilefni sýningarinnar . Þar eru birtar nokkrar myndir af verkunum og stuttar ritgerðir eftir Aðalstein Ingólfsson um listamanninn og myndirnar á sýningunni . Ljósm .: K ristinn Ingvarsson

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.