Þjóðmál - 01.06.2014, Page 49

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 49
48 Þjóðmál SUmAR 2014 og er svo enn; — en þegar ég er hjer, langar mig oft til Íslands! Vonandi mun mig sækja heimþrá til Noregs þegar ég er búinn að vera nokkrar vikur á Íslandi? Því hér á ég þó heima, hér við Oslo-fjörðinn, hjer er mér alt kært, land og fólk og tunga . En — „sú ramma taug“ er römm! Það getur komið yfir mig í miðjum kapitula, og jafnvel á skemmtilegum stundum, þrá sem nærri líkist ofboði! — eftir Reykjavík, sólarlaginu, stormi á Faxaflóa, lyktinni við gasstöðina o .s .frv . — og eftir íslenskum bæ, með friði og sauðum, bæði tví- og fjórfættum, og nautum og hestum og — einkanlega eftir auðum skógarlausum byggðum! Ég hefði auðvitað getað farið heim fyrir löngu, en fyrst vildi ég verða frægur og hafa séð mig um í heiminum . Jú, ég hef ferðast dálítið, og leiðast þó ferðalög, af því þá finn ég meir til einverunnar en annars! Í fyrra var ég átta mánuði að hringsólast um Evrópu . Ég kom heim eyðilagður af þreytu, því ég verð að sjá alt og læra sem mest hægt er Rithöfundurinn Kristmann Guð- munds son átti erfitt uppdráttar eftir að hann sneri til heimalands síns árið 1938 . Hann hafði slegið í gegn sem rithöfundur á norsku og var einn vinsælasti rithöfundur Norðurlanda á fjórða áratug 20 . aldar . En Kristmann átti ekki upp á pallborðið hjá kommúnistum sem voru fyrirferðarmiklir í íslensku menningarlífi á þessum árum . Við heimkomuna hófst ósæmileg rógsherferð gegn Kristmanni og höfundarverki hans sem stóð linnulítið í meira en þrjá áratugi .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.