Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 51

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 51
50 Þjóðmál SUmAR 2014 * Engö, Tjömö, 2 . júlí 1932 Kæri prófessor Guðmundur Finn boga son . Þakka gott og skemtilegt brjef, og greinar yðar og bókina sem mjer þótti mjög skemtilegt að lesa . Ég hygg að athuganir yðar um skáldlegar inspírasjónir sjeu alveg laukrjettar, — saa langt sem þær ná . En auðvitað er hin abstrakta veröld skáldhugans erfið að „kortleggja“, og fáum fært öðrum en einmitt mönnum sem hafa af hvorutveggja nokkuð: skáldhuga og vísindalegu raunsæi . En það hafið þið báðir, þjer og S . Nordal . Þegar ég var búinn að skrifa yður síðast, hætti ég við þá bók sem ég var með og fór að skrifa „Det hellige fjell,“ — sem er stór saga frá landnámsöld . — Og við hana lauk ég í fyrradag! — Hún er um 500 síður — eða verður það á prenti, svo þjer skiljið að ég hef haldið á spöðunum; ég hef unnið svo að segja dag og nótt í sex mánuði — fyrir utan alt sem ég var búinn að skrifa af þeirri sögu . Og nú er ég svo þreyttur að ég get ekki lagt á mig Íslandsferð, en verð að liggja hjer við baðstaðinn í sumar og hvíla mig . Svo ég verð að bíða eitt ár enn með að „konstatera“ að ég einnig á Íslandi er orðinn útlendingur . — Ekki veit ég hvernig bókin er, þessi nýja; ég hefi beðið Dr . Winsnes vin minn að lesa hana og segja mjer álit sitt, áður en hún fer í prentsmiðjuna; en hann er einhver vandlátasti krítikus Noregs . — Ég hlakka til að lesa bók yðar um „eðlisfar“ Íslendinga . Ég hef mikið um sama efni hugsað og gleð mig mjög til að tala við yður um það efni þegar við hittumst . Því næsta sumar fer ég áreiðan- lega til Fróns ef ég tóri! — Menning íslendinga er einkennileg . Fæstir þeirra kunna almenna mannasiði, en þó mun þjóðin vera með þeim gáfuðustu í álfunni . Náttúrlega liggja mjög skiljanleg rök til þess, að hinni ytri fágun þeirra er svo ábótavant, — en það er þjóðinni til mikillar bölvunar út á við, einmitt á vorri tíð! — Það hefur verið gaman að fást við land- námsöldina, — einkanlega vegna þess hve mjög ýmsir straumar hennar virðast hafa líkst þeim tíma — eftir stríðið — sem við nú lifum á . — Ég á eftir þar mikið söguefni sem ég ætla að fást við eftir svona 3–4 ár . Fyrst ætla ég nú að skrifa eina eða tvær sögur frá Noregi, verulega moderne bækur! Ég efast um að ísl . líki þessi nýja bók, — því hún er skrifuð alveg náttúrlega, án þess nokkuð sje reynt að stæla málfæri íslendingasagna, eða á annan hátt setja á hana „antíkan“ blæ . Málfæri, sem allur annar gangur lífsins á landnámsöld, var auðvitað alveg eins náttúrlegur þá, eins og vor tíð er fyrir okkur . Ég álít það vöntun á skáldlegri innlifun í efnið, að vera að skæla til mál og „opförsel“, persónanna á öðrum bæjum; fjarlægðina má sýna með svo mörgu öðru . — Þó hef ég í „Det hellige fjell,“ haldið anda norskunnar svo nærri norrænunni, sem unt var án þess að lýta málið . — Fyrirgefið að ég hripa svo mikið um sjálfan mig og bókina — það er af því ég er enn svo upptekinn af þessu nýafstaðna verki . Ég óska yður allra heilla og vona að heyra álit yðar um „Fjallið“ þegar þér hafið lesið það? Ef þér vilduð láta mig vita hverjar af bókum mínum þjer ekki eigið, skal ég senda yður þær svo þér hafið skræðurnar „komplet“ . Verið þér blessaðir og sælir . Yðar með vinsemd og virðingu, Kristmann Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.