Þjóðmál - 01.06.2014, Page 56

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 56
 Þjóðmál SUmAR 2014 55 áhlaupamaður til verka eins og oft er um Íslendinga . Loforð um útgáfu ritsafnsins hleypti kappi í hann og hann lauk við að búa skáldsöguna Helgafell til útgáfu á miðju ári 1946 . Í árslok þetta sama ár var skáldsagan Félagi kona með orðum hans: „[F]ast sammentomret í hausnum á mér og ég get skrifað hana viðstöðulaust úr þessu .“ Úr bréfi Kristmanns úr Hveragerði vestur yfir heiði til Ragnars 4 . janúar 1949: „Þá er nýtt ár byrjað — og ég er byrjaður á stórri bók, sem á að heita „Rauð ský“ . . .“ Samhliða er sami höfundur með minni ritverk í smíðum . Hann framfleytir sér einnig á að skrifa ritdóma fyrir útgáfur og höfunda . Og hann á í sama vanda þegar að Ragnari kemur og aðrir minna þekktir höfundar fyrr og síðar . Í Hveragerði 6 . september 1950 skrifar hann Ragnari um „Rauð ský“ sem nú heitir „Þokan rauða“: Kristmann á hátindi frægðar sinnar . Ég talaði við Björn, prentsmiðjustjóra þinn, í símanum í dag og tilkynnti honum að handritið mitt væri tilbúð . Hann þóttist ekkert vita um að neins slíks væri von frá mér, prentsmiðjan væri upptekin fram að jólum, enginn pappír til og síst góður, í bókina, og svo framvegis . . . „Ég er nú búinn að þræla í þessari bók í tvö ár, hafandi engan pening annað en þessi skitnu ríkislaun og lán frá þér . Best er að láta Kristmann um orðið nú í lok greinar . Enn er vitnað í bréf hans til Ragnars um kjör hans og sjónarhorn, svo og gamaldags æðruleysi . Hann skrifar frá Hveragerði 1 . marz 1951: Bolsunum tókst að nivelera mig í út hlut- uninni, það verður mér seint bætt . Það er hart, ofan á allar þær svívirðingar, sem ég hef orðið hér fyrir, mannorðseyðileggj- andi kjaftasögur o .fl . Þetta stendur manni allt fyrir þrifum og eyðir þreki manns og lífslöngun . — En maður verður víst að segja eins og Gvendur gamli á Bakka: „Þetta hamsast einhvern veginn í helv . Og ef ekki, þá það!“ Einstaklingshyggja hans vísar fram til okkar tíma en síður til íslenskrar samtíðar hans, þegar ekki mátti ræða fjármál rithöfunda nema á tæpitungu og undir rós . Þann 20 . nóvember 1951 skrifar hann útgefanda sínum: Nei, það veit trúa mín, að ég tek ekki auglýsingar og nauðsynleg foretnings skrök hátíðlega! Þú mátt ekki halda það . Ég er vel kunnugur öllu slíku frá Oslo og Höfn . Þetta er sjálfsagður smurningur á bisness- mótorinn og þarf engan að hneyksla . . . Hvaða rithöfundur eða bókmenntafólk tekur ekki undir þessi orð í dag?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.