Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 63

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 63
62 Þjóðmál SUmAR 2014 Kynungabók Á meðan það vísindastarf sem hér hefur verið lýst sætir engri gagnrýni er ástæða til að ætla að það verði fræðimenn af þessum toga sem muni sjá um framleiðslu á jafnréttisnámsefni og sinna kynjafræðikennslu, verði hún tekin upp sem skyldugrein . Í framhaldsskólunum eru það feministar sem kenna kynjafræði og sumarið 2010 gaf menntamálaráðuneytið út Kynungabók, kynja fræðinámsefni fyrir framhaldsskóla . Texti Kynungabókar hefur fræðilegt yfirbragð og áhersla er lögð á að jafnréttismál varði bæði kynin . Engu að síður er hugmyndafræði kven hyggjunnar undirliggjandi . Tónninn er sleg inn strax í inngangi Kynungabókar: Talið er að rekja megi núverandi kynja- misrétti til þeirra tíma er eingöngu karlar úr valdastétt höfðu tækifæri til að móta samfélagið en það gerðu þeir út frá hags- munum sínum .16 Þessi barnalega söguskoðun er sett fram sem jafn almenn sannindi og þau að jörðin snúist um möndul sinn . Ekki er á það 16 Kynungabók, bls 7 . minnst að flestir karlar hafi aldrei tilheyrt neinni valdastétt eða að óréttlæti hafi einnig bitnað á kotbændum og öðrum fátækum körlum; vinnumönnum, flækingum og niðursetningum . Fullorðinni manneskju kann að þykja það augljóst en við erum að tala um námsefni fyrir unglinga, þar sem megináherslan er lögð á kynjamisrétti . Það er fyrirsjáanleg ályktun ungs lesanda að takmarkað frelsi og undirokun ráðist beinlínis af kyni . Bókin er öll lituð af þeirri skoðun að jafnréttisstefna snúist um konur og þessi skoðun birtist ekki síður í því sem er ósagt látið . Talað er um verkaskiptingu á heimilum sem jafnréttismál en ekkert fjallað um misjafna stöðu kynjanna í forsjármálum . Barátta kvenna fyrir jafnrétti á vinnumarkaði er kynnt en ekki vikið orði að því háa hlutfalli drengja sem rekst ekki í skóla . Áherslan á vanda drengja í skólum snýr að því hversu erfitt kvenlegir strákar eigi uppdráttar félagslega og einnig er talið vandamál hve lítið piltar sæki í kvenlægar námsgreinar . Sýn Kynungabókar á „kynbundið of beldi“ einkennist svo af fullyrðingum sem engin tölfræðigögn styðja . Því er haldið fram fullum fetum að fjórða hver kona verði fyrir ofbeldi í nánum samböndum en engra heimilda er getið . Einnig er staðhæft að kynlífsþjónusta og mansal hafi aukist þótt engar ábyggilegar tölur séu til um umfang þessarra mála fyrr og nú . Kynungabók ber þess öll merki að vera skrifuð af feministum . Hún einkennist af órökstuddum skoðunum sem gefið er fræðilegt yfirbragð, meðal annars með því að vísa til rannsókna sem ýmist eru vafasamar eða ekki getið á heimildaskrá . Það er á valdi kennarans að kynna það efni sem er ekki nefnt í bókinni og það er ekki síður áhyggjuefni . Hvernig fjalla kynjafræðikennarar um karla sem eru ekki á vinnumarkaði? Hvernig skýra þeir kynjahlutföll meðal útigangsmanna, Ætlum við að treysta femin-istum fyrir jafn réttis fræðslu í grunnskólum? Fólki sem telur að vísindin eigi að þjóna pólitísk- um skoðunum þess? Fólki sem heldur því fram að öll okkar saga og samfélag hafi mótast af hags munu m karla og að íslensk nútíma menn ing beri sterk merki feðraveldis?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.