Þjóðmál - 01.06.2014, Page 83

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 83
82 Þjóðmál SUmAR 2014 Þegar ég vann að gagnaöflun vegna bók ar minnar um Reagan, Thatcher og páf ann rakst ég á þetta óviljandi lof um járn frúna í skjölum sovéska stjórnmálaráðsins; frásögn frá 1986 af fundi Gorbatsjovs og Alexanders Natta, aðalritara Kommúnistaflokks Ítalíu: A . NATTA: Þá liggur einnig ljóst fyrir að við, kommúnistarnir, höfum annað- hvort ofmetið eða vanmetið gang mála í vel ferðar ríkinu, við höfum staðið vörð um ástand sem nú fyrst er augljóst að við hefðum ekki átt að verja . Vegna þessa hefur skrifræðiskerfið bólgnað út, kerfi sem starfar aðeins í eigin þágu . Það er forvitnilegt að sjá hve margt líkist stöðu mála hjá ykkur og þú kennir hana við stöðnun . M . S . GORBATSJOV: Parkinsonslög- mál ið gildir alls staðar… A . NATTA: Öll skrifræðisþróun hvetur kerfið til að gæta eigin hagsmuna og láta hagsmuni borgaranna lönd og leið . Ég held að einmitt þess vegna eigi krafa hægri manna um endur-einka væð ingu svona mikinn hljómgrunn á Vestur lönd- um . Þetta var ástæðan fyrir því að Thatcher ögraði Sovétmönnum meira efna hags- lega en Reagan gerði . Áskorunin var þessi: Annaðhvort grípið þið til umbóta eða dragist enn frekar aftur úr vestrænum kapítalistaríkjum . Samanburðurinn milli uppgangsins í Bretlandi eftir efnahagsstjórn í áratug í anda frjáls markaðshagkerfis og stöðugrar efnahagslegrar stöðnunar í Sovét ríkjunum, eftir ríkisafskiptastefnu komm únista í sjötíu ár, var einfaldlega svo himin hrópandi að ekki var unnt að líta fram hjá honum . Þegar svo Gorbatsjov inn leiddi perestroikuna eyðilagði hún hið kommúníska kerfi sem henni var ætlað að bjarga . Það má þakka Gorbatsjov fyrir að beita ekki ofbeldi til að viðhalda sovéska valdakerfinu . Hann var hins vegar í raun ekki virkur upphafsmaður eða gerandi þegar kom að upprætingu kommúnismans . Hann barst frekar með straumnum en að stjórna honum, hann var svar við Thatcher, Reagan og stefnu þeirra sem leiddi til keppni í her- og efnahagsmálum . Án Reagans og Thatcher hefði enginn Gorbatsjov komið til sögunnar . Við hrun ríkishagkerfis Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra árið 1989 blasti við sviðin jörð áætlunarbúskapar ríkisins og þá leituðu nýju lýðræðisríkin fyrirmyndar í líkani Thatcher . Hún, Reagan og Jóhannes Páll II páfi voru öll hetjur í augum Evrópuþjóðanna sem losnuðu úr fjötrum kommúnismans . Efnahagsmálaráðherrar hinna nýfrjálsu þjóða, svo sem Leszek Balcerowic í Póllandi, Vaclav Klaus í Tékkóslóvakíu og Mart Laar í Eistlandi, sneru sér hins vegar til Thatcher í leit að fyrirmynd til að reisa efnahag þjóða Þ að má þakka Gorbatsjovfyrir að beita ekki ofbeldi til að viðhalda sovéska valda- kerfinu . Hann var hins vegar í raun ekki virkur upphafsmaður eða gerandi þegar kom að upp- rætingu kommúnismans . Hann barst frekar með straumnum en að stjórna honum, hann var svar við Thatcher, Reagan og stefnu þeirra sem leiddi til keppni í her- og efnahagsmálum . Án Reagans og Thatcher hefði enginn Gorbatsjov komið til sögunnar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.