Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 89

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 89
88 Þjóðmál SUmAR 2014 sam drætti . Tímabundnar kreppur urðu þannig í raun vel heppnaðar tilraunir sem ýttu undir ákvarðanir um sífellt meiri lánveitingar og þann ráðandi misskilning að best væri að láta fjármálamarkaðina sjá um sig sjálfa . Þetta er merkileg játning um að hin svo- nefnda „markaðsbókstafstrú“ hafi alls ekki falið í sér sjálfseftirlit markaðanna . Um var að ræða dulbúna tilraun eftirlitsstofnana til að halda uppi háu gervi-verði á eignum (sem var reist á ábyrgðarlausum lánveitingum) með því að beita lögþvingaðri íhlutun í mark- aðsstarfsemina í því skyni að bjarga gælu- fjármálastofnunum undan afleið ing um eigin glannaskapar . Það yrði erfið leikum bundið að finna upp kerfi sem yrði andstæðara við það sem Thatcher gerði og vildi . Henni var í öllu tilliti annt um að farið væri vel með fé . Heima fyrir greip hún einu sinni til þess ráðs að klippa kreditkort dóttur sinnar í sundur af því að hún taldi það hvetja hana til aðgæsluleysis í fjármálum . Sem forsætisráðherra krafðist hún þess að leigj- endur leggðu sjálfir fram upphafs greiðslu við kaup á sveitarfélagaíbúðum þegar sumir samstarfsmanna hennar vildu einfaldlega gefa íbúðirnar . Hún taldi að gjafagjörn ingar mundu verðlauna eyðsluseggi og draga úr aðgæslu þeirra sem höfðu lagt hart að sér til að spara . Við stjórn landsins kappkostaði hún jafnan að halda aftur af verðbólgu með því að takmarka peningamagn í umferð . Hún hækkaði skatta á samdráttartímum og greip tvisvar til þess að minnka heimildir til lánveitinga í Bretlandi í þessu skyni . Hún deildi harkalega við helstu samstarfsmenn sína — og það stytti örugglega forsætisráð- herra tíð hennar — um stefnuna í gengis mál- um sem hún taldi með réttu eða röngu að hefði áhrif á eignaverðbólgu . Hún lækkaði niðurgreiðslur til fyrirtækja í vandræðum með miklum pólitískum til kostn aði . Ein fræg- ustu ummæli hennar — „Maður getur ekki platað markaðinn“ — voru rök hennar gegn skráningu gengis á þann veg að mark aður inn hefði ekki trú á skráningunni, tiltækið mundi misheppnast fyrr eða síðar . Soros hefur varla gleymt setningunni eða hvenær hún var sögð af því að best heppnaða viðskiptaflétta hans, það er að þröngva pundinu úr ERM- myntkerfinu, var reist á nákvæmlega sömu rökum og (óbein) gagnrýni hennar á að „elta þýska markið eins og skuggi“ . Í stuttu máli má slá því föstu að alls ekki sé unnt að kenna Thatcher eða Thatcherisma um fjármálahrunið . Raunar má telja yfirgnæfandi líkur á því að hefði hún verið við stjórn hefði aldrei komið til hrunsins eða, sé tekið tillit til óvissuþátta í markaðsstarfsemi, að gripið hefði verið til leiðréttinga miklu fyrr og án stórvandræða . Við eigum auðveldara með að skilja þetta þegar við áttum okkur á að sannfæring hennar (og hinn hnattræni árangur sem af henni leiddi) átti upphafsrætur í lands- byggðargildum Englands frá fjórða ára- tugnum — föðurlandsást, vinnusemi, áreiðan leika, ráðdeild, trú meþódista og siðferðilegri alvöru sem stórborgarlegir vinstrisinnar höfðu að háði . Shirley Robin Letwin kallaði þetta hinar „þróttmiklu dygðir“ í bók sinni, The Anatomy of Thatcher­ ism, og lýsti þeim sem kjarna Thatcher - smans . Þetta eru dygðir sem gera fólki kleift að bjarga sér sjálft og búa í frjálsu samfélagi . Þær eru þannig óhjákvæmilegur grunnur að mýkri dygðum eins og samkennd, þar sem aðeins þeir sem bjarga sér sjálfir, eru færir um að aðstoða aðra . Frú Thatcher hallaðist ekki aðeins að þessum dygðum á fræðilegan hátt . Hún hafði sem dóttir smákaupmanns séð á einfaldan raunsannan hátt hvernig frjáls markaður tryggði að varningur frá öllum heimshornum bærist til smábæjar í Lincolnshire . Hún var vinnusöm stúlka á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.