Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 97

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 97
96 Þjóðmál SUmAR 2014 lends fjárfestis . Samkvæmt nauðasamn- ingn um frá 2009 varð skilanefnd Lands- banka Íslands stærsti hluthafinn með 37,3% hlut og bandaríska fjárfestingarfélagið Yucaipa næststærst með 32,3% hlut . Sumarið 2012 seldi hvor þessara stóru eigenda Lífeyrissjóði verslunarmanna 7% af sínum hlut og varð hann þá þriðji stærsti eigandi Eimskipafélagsins með 14% hlut . Í nóvember 2012 urðu síðan þau tímamót að kauphallarviðskipti hófust að nýju með hlutabréf í Eimskipafélaginu . Guðmundur Magnússon vekur máls á því, þegar hann segir frá árinu 1936, að þá hafi Ísland sem ferðamannaland verið eitt helsta umræðuefni þjóðarinnar . Um sumarið hafi rúmlega 7 .000 erlendir ferðamenn sótt Ísland heim, flestir með erlendum skemmtiferðaskipum og dvalist einn eða tvo daga í landinu . „Fossar“ Eimskipafélagsins, skip danska Sameinaða gufuskipafélagsins og norska skipafélagsins Bergenska, samtals 11 skip, fluttu einnig farþega til og frá landinu . Í Reykjavík var aðeins eitt hótel sem stóð undir nafni . Í umræðum á alþingi kom fram að vissu- lega væri Íslendingum fengur að ferðamönn- um sem kæmu af „ást til landsins, sögu þess og bókmennta“ . Á hinn bóginn væru svonefndir „túristar“ varhugaverðir gestir því þeim fylgdi spilling . Lét einn þingmaður svo um mælt að ferðamannastraumur gæti haft skaðsamleg áhrif á landsmenn, sú háttsemi að gera samskipti við ferðamenn að viðskiptum og tæla fé út úr þeim skapaði undirlægjuhátt . Þingmenn samþykktu þó lög um Ferðaskrifstofu ríkisins, upp haflega vildu menn að þessi ríkisstofnun hefði einkarétt á móttöku ferðamanna . Ferða- skrifstofum einkaaðila var þó að lokum heimilt að starfa áfram . Ríkisskrifstofan hafði hins vegar víðtækt umboð til afskipta af gjaldskrám gistihúsa, veitingahúsa og fólks flutn ingabíla auk þess sem hún gat sett reglur um skiptingu ferðamanna á milli fólksflutningastöðva . „Ástæðan fyrir þessu var m . a . sú að stjórnvöld óttuðust að lands menn sæktust eftir skjótteknum gróða af ferða mönnum og gæti af því hlotist slæm land kynning og fréttir af slíkri framkomu gætu latt útlendinga að koma til landsins,“ segir Guðmundur Magnússon þegar hann skrifar um árið 1936 . Að nokkru er þetta framandlegt, einkum hugmyndin um að ríkið hefði einkarétt til að taka á móti ferðamönnum . Nú, árið 2014 þegar spáð er að ein milljón ferðamanna komi til landsins, er undirtónninn í um- ræðunum undarlega líkur því sem var árið 1936 . Innan stjórnkerfisins sýnist helst talið að með innheimtu þess á gjaldi undir heitinu „náttúrupassi“ sé unnt að vernda íslenska náttúru fyrir of miklum ágangi ferðamanna, tekjum af gjaldinu verði deilt út af opinberum aðilum með umhyggju fyrir náttúrunni að leiðarljósi . Verði fjármunum ekki safnað í opinberan pott af þessu tagi er talin hætta á að ferðamenn verði fældir á brott með áhuga eigenda eða umsjónarmanna vinsælla ferðamannastaða á „skjótteknum gróða“ . Þegar saga Eimskipafélags Íslands er lesin með nútímagleraugun fræðast menn ekki aðeins um mikinn árangur af stórhuga framtaki sem skipti sköpum við að efla sjálfstraust þjóðarinnar í baráttunni fyrir efnahagslegu sjálfstæði heldur sjá þeir einnig stjórnmála- og atvinnusöguna frá sjónarhóli þeirra sem njóta sín ekki nema til þess sé skapað svigrúm og frelsi . Það er ekki fyrr en á þessari öld sem óvirðing fyrir hefðum Eimskipafélagsins varð því næstum að falli . Lokayfirlit bókarinnar ber fyrirsögnina: Gömul gildi og markmið hafin til vegs að nýju . Þetta sýnir að enn eru menn að læra af sögunni og átta sig á að ekki sé endilega best til að ná árangri á líðandi stundu að hafna því sem farsælt hefur verið í fortíðinni .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.