Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 5
Nokkur erlend listatímarit hafa fjallað um það og svo er listasagan svo hröð að það sem er að gerast í listalífinu berst strax inn í akademíuna. Þannig hefur verið skrifað um Gula húsið í nokkrum ritgerðum í Listaháskólanum og á dögunum var unnið lokaverkefni um húsið í skólanum,“ segir Unnar og upplýsir um leið að verið sé að skrifa bók um Gula húsið. Hann segir að ætlunin sé að gera fyrsta ári þess strax skil því annars sé hætt við því að umfjöllunin verði goðsagnakennd. „Við höfum vilyrði fyrir 40% kostnaðarins frá NIFCA sem er norrænn sjóður,“ segir hann. „NIFCA segist líka vilja dreifa bókinni fyrir okkur en við viljum endilega að henni verði dreift ókeypis. NIFCA hefur einnig líst áhuga á að fá hópinn út til Sveaborg til sýningahalds en þetta er allt í vinnslu.“ Guðni bætir því við að menntamálaráðuneytið á Íslandi hafi ekki tekið eins vel í að veita styrk til útgáfunnar en segir að þau bíði þó eftir svari við nýrri umsókn. Listamennirnir segjast ekki kvíða framtíðinni þótt búið sé að teikna nýtt hverfi þar sem Gula húsið stendur. „Það er nóg af húsum,“ segja þau öll í kór en vilja alls ekki benda á næsta „fórnarlamb“. Þau segjast efast um að húsið eigi eftir að fylgja þeim, þótt Eimskip vilji losna við það. „Það væri reyndar flott að flytja Gula húsið á Klambratúnið, við hlið Kjarvalsstaða,“ segir Berglind, „en húsið sjálft skiptir í raun ekki máli. Það er ekkert atriði að hafa þak yfir höfuðið, aðalatriðið er að nýta ónotað pláss til listsköpunar: „Aksjónin er statement!“.“ Þau sem hafa verið með frá upphafi Gula hússins eru: Gunnhildur Hauksdóttir, Berglind Ágústsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Darri Lorenzen, Guðni Gunnars- son, Unnar Örn Auðarson og Melkorka Huldudóttir. Meðal annarra sem komið hafa að starfseminni eru: Bjargey Ólafsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Þór Sigurþórsson, Örn Helgason og Aðalheiður Halldórsdóttir. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:55 Page 5

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.