Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 6
Neðanjarðarljóð Charles Bukowski í þýðingu Stefáns Mána læti Þrír litlir strákar hlaupa í áttina til mín blásandi í flautur og þeir öskra þú ert handtekinn! þú ert fullur! og svo byrja þeir að berja mig í fótleggina með leikfangakylfunum sínum. Einn þeirra veifar meira að segja lögregluskildi, annar er með handjárn en ég held höndunum hátt uppi. Þegar ég fer inn í áfengisverslunina sveima þeir fyrir utan eins og býflugur fyrir utan býflugnabú. Ég kaupi pela af ódýru viskíi og þrjú súkkulaðistykki. dauði fífls hann talaði við mýs og smáfugla og var orðinn hvíthærður aðeins sextán ára. pabbi hans lamdi hann daglega og mamma hans kveikti á kertum í kirkjunni. amma hans læddist inn til hans þegar hann svaf og bað djöfulinn að sleppa takinu á sálu hans á meðan mamma hans hlustaði og grét yfir biblíunni. hann virtist ekki taka eftir ungum stúlkum hann virtist ekki taka eftir leikjum drengjanna hann virtist ekki taka eftir neinu hann virtist einfaldlega ekki hafa áhuga. hann var með stóran, ljótan munn með framstæðum tönnum og augun í honum voru lítil og mött. axlirnar voru signar og hann var boginn í baki eins og gamall maður. hann átti heima í hverfinu okkar. við töluðum stundum við hann þegar okkur leiddist og fórum síðan og fundum okkur eitthvað skemmtilegra að gera. hann fór sjaldan út úr húsinu. okkur langaði til að pynta hann en pabbi hans sem var stór og hræðilegur maður pyntaði hann fyrir okkur. einn daginn lést svo drengurinn. ennþá bara drengur, sautján ára. dauðsfall í litlu hverfi vekur ávallt mikið umtal, en er svo öllum gleymt og grafið fáeinum dögum síðar. en dauðsfall drengsins vék ekki úr hugum okkar. við höldum áfram að tala um það með mútuskrækum röddum klukkan sex síðdegis, rétt fyrir myrkur, rétt fyrir kvöldmat. og í hvert skipti sem ég ek í gegnum hverfið núna áratugum síðar hugsa ég enn um dauðsfall hans búinn að gleyma öllum hinum dauðsföllunum og öllu öðru sem gerðist í þá daga. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:55 Page 6

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.