Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 7
Stefán Máni: Ljóð Charles Bukowski og grein um skáldið bls. 7 þegar aðrir gráta, trúður, brandari, gáta. Eftir að Bukowski öðlaðist fjárhagslegt sjálfstæði, þá orðinn fimmtugur, byrjar hann að skrifa skáldsögur og urðu þær alls sex, og í þeim rekur hann ævi sína, skrumskælda á alla hugsanlega kanta, allt frá bernsku (Ham on Rye) og til feitu áranna í Hollywood (Hollywood), en sú bók fjallar um tilurð og gerð kvikmyndarinnar Barfly, þar sem Mickey Rourke leikur Henry Chinaski, en það kallaði Bukowski sitt skáldlega sjálf. Hank var alla tíð feiminn og óöruggur, sérstaklega innan um kvenfólk, sem hann kallaði iðulega hórur, og frægt og eða fallegt fólk, sem hann hataði, öfundaði og fyrirleit. Hann róaðist þó með árunum, eins og allir grimmir hundar, hætti að drekka sterkt áfengi, gifti sig ungri konu, sem hann kallaði aldrei hóru, og bjó með henni í stríði og friði til síns dauðadags, en sá dagur var níundi dagur mars-mánaðar árið 1994, og hafði hann þá nýlokið við að skrifa sjöttu og síðustu skáldsöguna sína, Pulp, eða Reyfari, sem til er í íslenskri þýðingu Gunnars Smára Egilssonar, þjáður af berklum og blóðkrabba, hættur að drekka og reykja, gamall, glottandi maður, saddur lífdaga. Charles Bukowski gaf út hátt í 50 ljóðabækur á meðan hann lifði, og enn eru að koma út bækur með áður óbirtum ljóðum, svo þykkar að hægt er að rota gagnrýnendur með þeim. Hann er einn af þekktustu ljóða- og smásagnahöfundum seinni tíma í Bandaríkjunum, og eflaust einn af þeim sem hvað mest áhrif hafa haft á aðra, og skáld sem margir ungir höfundar reyna að stæla. Brengluð sé minning hans. Drykkjusvolinn, einfarinn, slagsmála- hundurinn, lygalaupurinn og neðanjarðar- ljóðskáldið Henry Charles Bukowski fæddist 16. ágúst árið 1920 í Andernach í Þýskalandi, sonur bandarísks hermanns og pólskættaðrar, þýskrar móður, og fluttist síðan með þeim til Bandaríkjanna þriggja ára gamall, til Los Angeles í Kaliforníufylki. Þar ólst hann upp í skugga kreppunnar og hálfbrjálaðs föður, sem lagði einkason sinn og alnafna í áralangt, andlegt einelti og barði hann og móður hans reglulega. Hank, eins og Bukowski yngri var kallaður, varð snemma dulur og einrænn, eignaðist fáa vini og engar vinkonur fyrstu tvo, þrjá áratugi ævi sinnar, var fámáll, kaldhæðinn og áhugalaus um allt og alla, þjáðist af óhugnanlega slæmum unglingabólum eða kýlum á kynþroskaskeiðinu, var svo illa haldinn að hann þurfti að mæta reglulega á spítala til þess að láta bora í kýlin, sem voru sum á stærð við lítil egg, til þess að hleypa út úr þeim greftrinum, og var höfuð hans að því loknu vafið inn í sárabindi. Þannig þurfti hann að sitja í lestinni á leiðinni heim af spítalanum, fimmtán ára fílamaður sem ungir krakkar bentu á og eldri krakkar óttuðust, og þessi sársaukafulla og nöturlega lífreynsla varð ekki til þess að auka vinsældir eða félagslega hæfni hans, sem hafði verið lítil sem engin fyrir. Bukowski byrjaði snemma að skrifa smásögur, en var frekar mistækur og afkastalítill til að byrja með og gekk illa að koma sér á framfæri, þrátt fyrir mikinn vilja og stóra drauma. Fyrstu smásöguna fékk hann birta í tímariti þegar hann var 24 ára, og var hann síðan meira eða minna fullur og á vergangi næstu tíu árin eða svo og skrifaði þá nánast ekkert, vann endrum og eins í verksmiðjum og ekkert þess á milli, bjó með „hórum“ og brjáluðum konum af og til, bæði á gistihúsum og í litlum íbúðum í fátækrahverfum Los Angeles, var á götunni, sat á hland- blautum börum og í yfirfullum fangelsum, lenti í óteljandi slagsmálum og var næstum því búinn að drekka sig í hel, skítugur og röflandi ruglaður. Þrjátíu og fimm ára gamall byrjar hann að skrifa ljóð af mikilli elju, fær þau birt í virtum blöðum og tímaritum og verður smám saman frægur, enda yrkir hann eins og hann lifir, hratt og hættulega, og segir frá hlutum, atburðum og fólki, ekki síst sér sjálfum, á hráan, einfaldan og trúverðugan hátt, spýr eldi, rífur kjaft, sekkur djúpt og flýgur hátt, er oft fyndinn, stundum fallegur, aldrei leiðinlegur, elskar að deyja, óttast að lifa, en kann ekki að gefast upp, ódrepandi, orðheppinn og ósigrandi, gamli, góði Hank, trúðurinn sem missti trúna, trúðurinn sem hætti að reyna, trúðurinn sem hlær og tunglið og stjörnurnar og heimurinn: langar gönguferðir að kvöldi til – það er það besta fyrir sálina; að gægjast á glugga að fylgjast með þreyttum húsmæðrum reyna að berja af sér bjórdrykkjubrjálaða eiginmenn sína. Stefán Máni (f. 1970) er verkamaður og rithöfundur í Reykjavík. Hann hefur sent frá sér skáldsögurnar Dyrnar á Svörtufjöllum (1996) og Myrkravél (1999) en þriðja skáldsaga hans, Hótel Kalifornía, kemur út hjá Forlaginu í haust. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:55 Page 7

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.