Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Side 15
Hvaða spurningar eru það sem vakna um tilveru
mannsins og vegferð hans þegar horft er á þessa
ljósmynd?“
Hann heldur áfram: „... þessvegna geta mynda-
smiðir ekki flúið ábyrgð sína frekar en þeir sem tjá
sig í töluðu eða rituðu máli. Þeir geta ekki falið sig
á bakvið fagurfræðina sem slíka, því hún er aldrei
án einhvers konar merkingar – sérstaklega ekki í
þessu tilfelli“.
Í fullvissu um stuld Ara Magg frá Leni Riefen-
stahl heldur Ásgrímur svo áfram: „Leyfist honum
að valsa um listasöguna og fá hitt og þetta lánað
sem honum finnst smart?“ Svar: Já. „Án tillits til
þess samhengis sem slík verk voru gerð í?“ Svar:
Já. „Og án tillits til þess sögulega samhengis sem
viðfangsefnið er í?“ Svar: Já (engar mynda brennur).
Hver felur sig á bakvið fagurfræði?
Að geta tveggja skærustu stjarna Finnska þjóðar-
ballettsins einungis sem tveggja föngulegra
ljóshærðra karlmanna, þar sem þeir eru í
hlutverkum sínum á ljósmynd til kynningar á
merkum dans- og tónlistarviðburði, lýsir í fyrsta
lagi bæði þekkingar- og virðingarleysi. Á ljós-
myndinni sjást Sami Saikkonen og Aato Siikala frá
Finnska þjóðarballettinum, en þeir eru tveir af
gerðist í vinnuferlinu að baki ljósmyndinni og
dregur að auki ályktun út frá eigin hugarsmíð:
„Ef við gefum okkur að ljósmyndarinn Ari
Magnússon, og/eða aðrir hugmyndasmiðir í
kringum hann, þekki söguna ... má ætla að
þankagangurinn hafi verið eitthvað á þessa
leið: „Baldur – norræn goðafræði – ragnarök
– nasisminn – Leni Riefenstahl – Jón Leifs –
Þýskaland á nasistatímanum – hálfgerð
ragnarök hjá þeim líka ha? Flott tenging, ekki
spurning, kýlum á þetta.“ Hér væri þá sem-
sagt um að ræða einhvers konar „Nazi chic“.“
Hann heldur hiklaust áfram og segir:
„Þekki ljósmyndarinn hins vegar ekki söguna
er það þyngra en tárum taki og nær að
verðlauna myndina sem „klúður ársins“ eða
eitthvað þess háttar.“ En Ásgrímur er ekki
hættur. Þessi ljósmynd, af tveimur ballett-
dönsurum í hlutverkum sínum, sendir honum
afar merkingarrík skilaboð: „Mér hættir nefni-
lega til að taka fullt mark á myndmáli sem
tjáningarmáta og hér fæ ég ekki varist þeirri
hugsun að ef til vill sé verið að færa mér
skilaboð sem mér hugnast lítt – hugmyndir
um æðri kynþætti, ofurmennarækt, skipulögð
þjóðarmorð, þrælahald, einræði hins sterka og
fleira miður geðslegt – en allt einhvern
veginn óvart og jafnvel fyrir misskilning.“
Engar spurningar
Dómnefnd Blaðaljósmyndarafélags Íslands
taldi ljósmyndina Baldur grípandi, kraftmikla
og óræða. Hún taldi myndina vekja fjölda
spurninga um tilveru mannsins og vegferð
hans. Dómnefndin taldi myndina auk þess
búa yfir einstaklega fallegri birtu og ljóðrænni
myndbyggingu. Hvað spurningarnar áhrærir,
þá virðist myndin, þrátt fyrir öfgatúlkanir
Ásgríms, ekki hafa vakið neinar spurningar
hjá honum. Gott og vel. En Ásgrímur virðist
ekki sáttur við þetta því hann krefst þess að
einhverjir aðrir segi sér hvaða spurningar
þetta séu: „En til umhugsunar um hvað?
fremstu balletdönsurum heims um þessar mundir.
Sami Saikkonen dansaði og lék aðalhlutverkið í
Baldri, nefnilega Baldur hinn hvíta ás, tákn hins
góða. Hann stendur í því hlutverki í forgrunni
ljósmyndarinnar. Myndin sýnir nakta og opna
bringu hans og hægri öxl. Að baki Baldurs sést
Aato Siikala sem tákn hins eyðandi afls í hlutverki
Loka. Á myndfletinum glittir í vinstri öxl Aatos og
andlit hans eins og smeygir sér inn á hann.
Ari Magg tók ljósmyndina Baldur og svona er
hún. Hún náði öllum markmiðum sem bæði hann
og þeir sem réðu hann til verksins settu sér. Hvað
vakir fyrir Ásgrími? Vill hann að Ari Magg biðjist
afsökunar á verðlaunaljósmynd sinni? Fagurfræði
Leni Riefenstahl eins og hún birtist í Ólympíu er
vönduð og falleg og fyrst og fremst í anda
forngrískrar listar. Hún hafði dálæti á Venusar-
styttum. En markmiðin með ljósmyndinni Baldri
voru svo skýr að samanburðurinn er langsóttur. Og
samanburðurinn við kvikmyndina Sigur viljans er
ekki bara langsóttur, heldur út í hött. Þessi
kvikmynd fjallar um flokksþing nasista, með
þúsundir hermanna í hnífjöfnum röðum hlustandi
dolfallna á Adolf Hitler og lærisveina hans. Ef
eitthvað í ljósmyndinni Baldri minnir á kvikmynd
Leni Riefenstahl, Ólympíu, vegna þess að ballett-
dansarinn Sami Saikkonen er ljóshærður og
bláeygður er það tilviljun sem veldur. Hin flókna,
dramatíska og fagurfræðilega heildarhugsun að
baki myndinni kemur allt annars staðar frá.
Listaverk vekja oft spurningar og fela í sér
flóknar skírskotanir sem getur verið vandasamt
viðfangsefni að túlka og skilgreina. Það getur
enginn heimtað, hvorki af listamanni né öðrum að
slíkum spurningum sé svarað. Hvað meinti Orson
Welles með orðinu „Rosebud“ á sleðanum í lok
kvikmyndar sinnar Góðborgari Kane (Citizen Kane)?
Listamenn verða ekki að skilgreina verk sín (slíkt
henti þó í Þýskalandi nasismans). Þeim er nóg að
skapa þau.
Betra er seint en aldrei
List fæðist af list. Ef snilld eins listamanns hrífur
annan er það eitt það besta sem hent getur báða.
Snilld getur verið smitandi. Það sem einn gerir vel
hefur áhrif á annan. Listaverk eru fyrst og fremst
vitnisburður um sköpunarþörf listamanna. En
markmið þeirra er engu að síður að verða lista-
mönnum og öðrum innblástur. Á hvaða sviði lista
sem er. Skáld sækir ekki síður innblástur í myndlist
og tónlist en skáldverk í rituðu máli. Ef góð
kvikmynd hefur áhrif á vinnu leikara, söngvara,
listmálara eða rithöfunda eru það oftast gleðileg
tíðindi. Fær listamaður hefur alltaf áhrif á aðra
listamenn. En hafa verður í huga að ef Richard
Wagner veitti bæði Adolf Hitler, Pablo Picasso og
Jóni Leifs innblástur þá verða hvorki Richard
sjálfur, né Pablo og Jón að nasistum þótt Adolf hafi
verið það.
„Ari Magg tók ljósmyndina Baldur og svona er hún.“
tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:56 Page 15