Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 17
Loki er rekinn áfram af stjórnlausri afbrýðisemi út í Baldur. Eins og goðsagan segir getur ekkert grandað Baldri nema mistilteinninn. Í lok dansverksins tekst hinum illgjarna Loka að deyða Baldur og við taka Ragnarök. Verkið endar svo á nýju upphafi, endurfæðingu. Auglýsingamynd fyrir þennan óvenjulega menningarviðburð þurfti að sýna þessi átök. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu kom Ari Magg á dansæfingu, fylgdist með henni og prófaði sig áfram í myndatökum. Ljósmyndirnar á sviðinu virtust ekki ganga upp svo hann leysti þetta á staðnum með því að biðja dansarana að fara úr að ofan og koma með sér upp á þak leikhússins. Þar varð ljósmyndin Baldur til á nokkrum mínútum. Markmiðið var að skapa sterka ljósmynd sem vekti áhuga fólks á þessum merka menningarviðburði. Ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig í Helsinki og Bergen. Það þurfti að skapa verkinu ímynd. Það er ekki sjálfgefið hvernig kynna skuli dansverk við tónlist Jóns Leifs öllum almenningi. Andstæður elds og íss þótti ofnotað þema hér og kom því ekki til greina. Í staðinn var lögð áhersla á átök góðs og ills og spennuna milli Baldurs og Loka. Þessi ljósmynd endurspeglar átökin í verkinu og myndmálið er hlaðið og sterkt. Ungt listafólk leitar á ný og óþekkt mið Hæfir listamenn eiga sér uppsprettu sem er eins konar gagnasafn þar sem öll þekking, reynsla, innsæi og listræn sýn mætast. Þessi uppspretta er náskyld hinum óútskýranlegu töfrum sem felast í mikilli list. Þessir töfrar eru á mörkum hins óútskýranlega. En það er af þeirra völdum að listin snertir við okkur með svo sérstökum hætti. Hefur áhrif á okkur. Listamenn eru ekki síst undir áhrifum frá þessari uppsprettu þegar þeir skapa listaverk sín. Listsköpun byggir ekki á því að brjóta bara heilann eða reyna að líkjast einhverju heldur á því að leita á ný og óþekkt mið af hugrekki, innsæi og stundar- innblæstri. Hæfileikaríkir listamenn hafa oft verið umdeildir, vakið sterk viðbrögð og verið sakaðir um allt mögulegt. Þeir hafa vakið öfund og snilli þeirra farið fyrir ofan garð og neðan hjá minni spámönnum samtímans. Þeirra sem allt þykjast vita best og gera fátt vel sjálfir og sýna litla dirfsku í verkum sínum, en dæma aðra þeim mun harðar. Það er síður en svo hvetjandi fyrir ungt listafólk að eiga von á óvandaðri og ruddafenginni gagnrýni. Gagnrýni á ljósmyndir er auk þess komin út á hreinar villigötur þegar eitthvað er bannað. Andlegt frelsi listamannsins og athafnafrelsi hans á að sjálfsögðu að vera eins óskorað og frekast er unnt. Þetta er stundum kallað skáldaleyfi. En listræn geta og smekkvísi eru vissulega hluti af því samhengi. Möguleika á rangtúlkunum skortir ekki. Þeir sleggjudómar sem birtast í ummælum Ásgríms Sverrissonar draga umræðu um listir og menningu niður á lágt plan. Ekki vegna þess að ekki megi hafa skoðun á listaverkum, heldur vegna þess að þegar varpað er fram afdráttarlausri skoðun þarf að styðja hana með gildum rökum. Með því að horfa á og meta listaverk af þvílíkri þröngsýni er útilokað að þau njóti sannmælis. Hvað fyndist okkur um það ef sagt yrði um höggmyndir Einars Jónssonar að hann hefði stolið hugmyndum að verkum sínum frá öðrum og þeir sem það segðu héldu því fram að ef Einar þekkti ekki „söguna“ og þau listaverk í fortíð, sem verkum hans svipar til, væri með réttu hægt að kalla verk hans „klúður ársins“? Annar merkur íslenskur myndlistarmaður sem notar hlaðið og sterkt myndmál er Erró. Ef málverk hans væru metin með sama hætti og ljósmynd Ara Magg í meðförum Ásgríms Sverris- sonar, eru möguleikarnir á rangtúlkunum nánast óendanlegir. Ragnar Halldórsson (f. 1968) er með meistarapróf í kvikmynda- stjórnun og rekur Íslensku kvikmyndastofuna. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 17

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.