Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 18
Smásagan Hverfa út í heiminn eftir Ágúst Borgþór Sverrisson hlaut fyrir skömmu fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni sem efnt var til á strik.is. Um 350 sögur bárust í keppnina og var dómnefnd einróma í vali sínu á sigursögunni. Í áliti hennar segir meðal annars að sagan sé „ekki einasta ákaflega vel stíluð og uppbyggð, heldur til marks um að höfundurinn hefur þrauthugsað form smásögunnar og notar möguleika hennar af listfengi og kunnáttu.“ Önnur til þriðju verðlaun hlutu Einar Kárason, rithöfundur, fyrir söguna Einhelti og Margrét Jóelsdóttir, myndlistarmaður, fyrir söguna Karlarnir í kjallaranum. Höfundur sögunnar sem hreppti fyrstu verðlaun, Ágúst Borgþór Sverrisson, er fæddur árið 1962 og starfar sem blaðamaður á visir.is. Hann hefur fengist við ritstöf árum saman enda segist hann snemma hafa ákveðið að verða rithöfundur. Hann hefur sent frá sér þrjú smásagnasöfn; Síðasta bílinn, Í síðasta sinn og Hringstigann en það fjórða er væntanlegt í haust. Ágúst segist hugsa hvert smásagnasafn sem heild og reyna að hafa þema í bókunum, þótt lesendum finnist það ef til vill misáberandi. Hann segir að þema næstu bókar verði fjölskyldubönd en í verðlaunasögunni Hverfa út í heiminn er sögumaður að rifja upp bernsku sína og sambandið við látinn bróður sinn. Ágúst er ekki frá því að rokktónlist hafi mótað þessa heildarsýn hans enda líkir hann smásagnasöfnum við hljómplötur: „Á þeim eru mörg lög, mislöng og ólík að gerð en samt mynda þau öll saman eina heild.“ Hann bendir á að í raun séu mörg smásagnasöfn heildstæð eins og skáldsögur og tekur verk Elínar Ebbu Gunnars- dóttur og Þorsteins Guðmundssonar sem dæmi. Hann segist hins vegar hrifnastur af bandarísku raunsæishöfundunum sem fram komu í byrjun níunda áratugarins, mönnum á borð við Raymond Carver og Tobias Wolf. Þegar Ágúst er beðinn að nefna einn íslenskan höfund sem hann hefur mætur á þarf hann ekki að hugsa sig lengi um. „Indriði G. Þorsteinsson er sá sem ég hef lært mest af,“ segir hann. „Ef fólk langar til að skrifa smásögur ætti það að kynna sér sögur Indriða og þá ekki síst mál- notkun hans. Hann forðast allt skraut í stíl og virðist leita endalaust að rétta orðinu.“ Ágúst segist sjálfur leita lengi að réttu orðalagi. Hann segist ekki vera afkastamikill höfundur því hann sé afar gagnrýninn á eigin verk, svo mjög að heilu bækurnar hafi lent í tunnunni. Hann hefur velt formi smásögunnar rækilega fyrir sér og er lengi að fínpússa hverja sögu. Ekki til að auka við eða skreyta söguna, miklu frekar til að stytta textann og einfalda. „Það er einfaldleiki og einlægni sem einkennir sögur eins og ég vil skrifa,“ segir hann. „En þær þurfa um leið að vera skrifaðar af fagmennsku og kunnáttu. Raymond Carver sagði eitt sinn: „I hate tricks“ og ég reyni að hafa það að leiðarljósi. Stílbrögð eru gagnslaus ein og sér. Kannski er þetta einhvers konar sannleiksleit hjá mér. Mér finnst mikilvægt að trúa á sannleikann því ég trúi ekki á guð. Sann- leikurinn er svo mikilvægur þeim sem hafa ekki trúarbrögð.“ Verðlaun Ágústs voru 250 þúsund krónur auk bókarinnar Hálendið í náttúru Íslands frá Máli og menningu. Hann segir verðlaunin vissulega koma sér vel en meira máli skipti að „sigurinn eflir sjálfstraustið og er mér hvatning til að halda áfram að skrifa smásögur,“ eins og hann orðar það. Hann bendir á að smásögur séu oft taldar minniháttar form og í raun njóti hvorki smásögur né höfundar þeirra sannmælis. „Upphaflega ætlaði ég að skrifa bæði skáldsögur og smásögur af því að talið er sjálfsagt að allir rithöfundar vilji skrifa skáld- sögur. Núna er ég er alls ekki viss um að ég eigi eftir að leggja skáldsagnagerð fyrir mig. Hún kveikir ekki í mér. Mín listræna nautn og ástríða tengist smásögum,“ segir Ágúst Borgþór Sverrisson. „Mín listræna nautn tengist smásögum“ Viðtal við Ágúst Borgþór Sverrisson, sigurvegara í smásagnasamkeppni strik.is Ágúst Borgþór Sverrisson (f. 1962) hefur sent frá sér þrjú smásagnasöfn en það fjórða er væntanlegt í haust. Ágúst hlaut fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni sem efnt var til á strik.is fyrir söguna Hverfa út í heiminn sem birt er á næstu síðum tmm. Um efni hennar sagði dómnefnd meðal annars: „Sögumaður rifjar upp bernskuár í skugga bróður sem dó; frásögnin einkennist af hlýju, mannskilningi og fínlegum húmor.“ tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.