Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Side 40
Hagfræði snýst ekki um peninga. Hún fæst fyrst og
fremst við atferli fólks og þau rök sem liggja að baki
þegar fólk leitast við að taka skynsamlegar
ákvarðanir. Hinn þekkti hagfræðingur David Fried-
man (*1) skilgreinir því hagfræði þannig að hún sé
leið til að skilja atferli sem á upphaf sitt í þeirri
hugmynd að einstaklingar hafi markmið og kjósi
skynsamlegar leiðir til að ná þeim. Af þeim sökum
er ekkert því til fyrirstöðu að hagfræðin beiti þessari
grundvallarhugsun á alla mannlega hegðun og öll
svið mannlífsins, enda hefur það verið gert með
góðum árangri. Hagfræðin getur því mæta vel skýrt
hegðun fólks á kynlífs- og hjónabandsmörkuðum.
Þar líkt og á öðrum sviðum hefur fólk markmið og
hneigist til að leita skynsamra leiða til að ná þeim
með hliðsjón af þeim upplýsingum sem það hefur í
höndum. Ein af grundvallarforsendum fræði-
greinarinnar er að utanaðkomandi áhrif eða hvatar
(incentives) hafi áhrif á hegðun fólks. Með því að
leita skynsamra leiða til að ná fram markmiðum
sínum bregst fólk jafnt við hvötum og böndum sem
setja hegðun þess skorður. Í þessu felst að fólk ber
þá ánægju eða ábata sem athafnir þess veita saman
við kostnað þeirra. Fólk reynir að hámarka ánægjuna
af athöfnum sínum en jafnframt að lágmarka
kostnaðinn af þeim. Ef kostnaður af athöfn er meiri
en ánægjan kýs fólk að sleppa henni. Með þessu er
þó ekki átt við að fólk taki alltaf skynsamlegar
ákvarðanir í öllum tilvikum, fremur að það leitist við
að taka skynsamlegar ákvarðanir að gefnum þeim
upplýsingum sem það hefur á hverjum tíma.
I. Tekjur og gjöld
Ábati
Fólk stundar kynlíf með það að markmiði að auka
vellíðan sína. Þessi þörf er meðfædd og smekkur
fólks í kynlífsefnum virðist haldast tiltölulega
stöðugur alla ævi. Þótt augljóst megi virðast að fólk
leiti skynsamra leiða til að fullnægja þessu
vellíðunarmarkmiði hefur í rás sögunnar oftast verið
horft framhjá því. Kynhvötinni hefur verið lýst
sem yfirnáttúrlegu fyrirbæri sem stjórnist ekki af
þeim þáttum sem almennt setja bönd á hegðun
fólks. Hún á samkvæmt Freud að vera óskynsamt
grunnafl sem ræður gjörðum mannsins meira og
minna ómeðvitað og í siðfræði Anscombes er
kynhvötin talin byggja á því hve sérstakur maðurinn
er sem sköpunarverk Guðs. Hæpið er þó að ætla að
kynhegðun lúti lögmálum sem séu frábrugðin þeim
sem ráða mannlegri hegðun að öðru leyti. Einnig þar
er leitast við að ná fram markmiðum með
skynsamlegum hætti.
Þó er erfitt að skilja hvata að baki ákvörðunum
fólks í kynlífsefnum ef horft er framhjá líffræðilegum
þáttum sem setja vali ákveðinn ramma. Sú
ákvörðun að stunda kynlíf til að fjölga
mannkyninu er byggð á grundvallarþáttum
sem eru líffræðilegs eðlis en einkennast þó
einnig af innri rökvísi. Þannig eru kynin
aðeins tvö. Ástæðan fyrir því virðist vera að ef
þau væru fleiri þá væri viðskiptakostnaður við
pörun mun hærri. Oft er erfitt að ná
samningum við einn aðila og því ætti að vera
ennþá erfiðara að ná samningum við tvo –
svo ekki sé minnst á þrjá. Kynin eru líka ólík.
Ástæðan fyrir því, fremur en að fólk sé
kynlaust eins og hjá mörgum öðrum
tegundum, getur verið að mun flóknara er
fyrir fósturvísi að þróa tvennskonar kynfæri
en eina gerð þeirra.(*2) Það myndi líklega
flækja frjóvgunar- og getnaðarferlið til muna.
Meðganga og þroski tækju töluvert lengri
tíma en nú en sá tími er þegar fremur langur
hjá mönnum.
Önnur ástæða fyrir því að kynin eru ólík er
sú sérhæfing sem af því hlýst á ýmsum
sviðum. Fjölgun felur í sér að ala og fæða
börn og líta má svo á að hún hafi mistekist ef
afkvæmi lifa ekki nógu lengi til að geta fjölgað
sér. Karlar eiga ekki á hættu að verða
þungaðir. Því gátu þeir sérhæft sig í
Hvað kostar að halda framhjá?
Hugleiðingar um samskipti kynjanna út frá hagfræðilegu sjónarhorni
Sólmundur Ari Björnsson
(*1) Friedman, David (1996), Hidden Order (bls. 3). USA: Prentice Hall.
(*2) Posner, Richard (1992), Sex and Reason (bls. 89). USA: Harvard University Press.
tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:58 Page 40