Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 41
erfiðisvinnu, hernaði og veiðum sem var
nauðsynlegt fyrir tilveru hverrar fjölskyldu. Á
sama hátt þurftu konur ekki að eyða tíma
sínum í veiðar og hernað en þau störf voru að
mestu ósamrýmanleg því að ala og fæða börn,
sem konur sérhæfðu sig í.
Þessi sérhæfing birtist glöggt í hjóna-
böndum. Hægt er að líta á flest samskipti fólks
sem viðskipti, óháð því hvort peningar skipta
um hendur. Kynhegðun flokkast ekki nema í
fáum tilfellum undir vændi en sú staðreynd
má ekki leiða sjónir manns frá því að í flestum
tilfellum eiga sér stað einhvers konar viðskipti.
Hjónabönd eru viðskiptasamningar sem
eru hagkvæmir fyrir báða aðila. Innan hjóna-
bandsins hefur myndast verkaskipting þar
sem eiginkonur hafa í gegnum tíðina hugsað
meira um heimilishald og uppeldi barna.
Eiginmenn hafa hins vegar aflað megin hluta
tekna og hefur þessi tilhögun lengstum verið
hagkvæm fyrir bæði kynin. Færa má rök fyrir
því að dregið hafi úr hagkvæmni hjóna-
bandsins á síðustu áratugum. Ástæða þess
er sú að mörg þeirra starfa sem áður voru
unnin innan veggja heimilanna hafa færst yfir
á almennan markað. Að sama skapi hefur
atvinnuþátttaka kvenna aukist til mikilla muna.
Skynsamlegasta svarið við spurningunni af
hverju fólk stundar kynlíf virðist vera að
kynæxlun eykur líkurnar á því að tegundin lifi.
Gera má ráð fyrir að í gegnum þróunarsöguna
hafi náðst eins konar jafnvægi til að tryggja
verndun ungbarna og ófrískra kvenna. Að
sama skapi má gera ráð fyrir að þróast hafi
kerfi sem hvetur karlmenn til að yfirgefa ekki
konur eftir kynmök né heldur strax eftir
fæðingu. Þeir karlmenn sem verndað hafa
mæður og börn hafa átt meiri möguleika á því
að koma genum sínum áfram. Mörg kyn-
einkenni kvenna hvetja karlmenn til að yfirgefa
þær ekki. Þannig eru konur færar um að
stunda kynlíf nær allan ársins hring. Náttúran
hefur stuðlað að fjölgun með því að láta
karlmenn vera sífellt hungraða í kynlíf og
svo virðist sem kynhvöt sé meiri hjá
körlum en konum. Sem rök fyrir því má nefna
að vændi þar sem karlmenn selja konum blíðu
sína hefur ekki náð fótfestu svo neinu nemi,
sjálfsagt vegna þess að alltaf er nægt framboð
af viljugum karlmönnum. Þetta leiðir líka til
þess að karlmenn ættu (að öðru óbreyttu) að
vera tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir kynlíf
en konur, á sama hátt og þeim sem þykir ís
góður eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir
hann en þeim sem finnst hann ekki eins
góður. Helsta trompið sem konur hafa til að
umbuna karlmönnum fyrir tryggð við sig er að
fullnæging veitir karlmönnum mikla ánægju
óháð því hvort getnaður hefur átt sér stað eða
ekki. Með kynlífi allt árið um kring hafa þeir, í rás
þróunarsögunnar, verið verðlaunaðir fyrir að yfirgefa
ekki konur sínar. Á sama hátt hefur því verið haldið
fram að ást sé einhvers konar útvalið fyrirbæri. Ást
er frábrugðin kynferðislegri þrá að því leyti að litið er
á einstaklinginn sem einstakan. Ást styrkir sambönd
foreldra og dregur úr líkunum á því að upp úr
sambandi þeirra slitni. Ástin hefur aukið líkurnar á
því að karlmenn sjái fyrir börnum og mæðrum
umfram það sem kynhvötin ein myndi gera.
Skynsamlegasta hernaðaráætlunin hjá báðum
kynjum gæti því hafa verið einhvers konar
blönduð áætlun. Hjá körlum gæti hún hafa falist
í því að hugsa um eina konu – í besta falli
nokkrar – en nota um leið þau tækifæri sem
gefast til að halda framhjá. Sérstaklega ef hægt
hefði verið að komast hjá því að sjá fyrir barninu og
móðurinni með því að láta annan karl um það. Hjá
konum gæti hún hafa falist í því að finna sér einn
mann en halda framhjá honum ef einhver betri
tækifæri – eða einfaldlega betri gen – byðust.
Þetta gefur vísbendingar um að framhjáhald sé
manninum eðlislægra heldur en fjölkvæni.
En ábati felst ekki aðeins í vellíðan af fullnægingu
heldur einnig í ánægju yfir því að hafa fjölgað sér.
Börn veita fólki ánægju en þeim fylgir líka kostnaður
sem stöðugt fer vaxandi. Þær tekjur sem konur fara
á mis við vegna barneigna hafa hækkað og það
skýrir að hluta hvers vegna konur á Vesturlöndum
eignast nú færri börn en áður. Mörg rök hníga þó að
því að á sama tíma hafi lífsgæði barna aukist.
Foreldrar eru nú færir um að veita börnum sínum
meiri gæði sem kemur t.d. fram í því að foreldrar
eyða nú meira í menntun barna sinna en áður. Ljóst
er að fólk vegur og metur þessa þætti þegar kemur
að kynhegðun.
Kynhegðun ræðst því ekki af ábatanum einum
saman heldur samspili ábata og kostnaðar. Gera
má ráð fyrir að eftirspurnarferillinn eftir kynlífi sé
niðurhallandi. Það þýðir að því meira kynlíf sem
fólk stundar, því minni verður viðbótarvellíðanin
– jaðarábatinn – og því er fólk reiðubúið að
borga sífellt minna fyrir viðbótarkynlíf.
Kostnaður
Kostnaður er fórnarkostnaður athafnar, ábati næst-
bestu athafnar sem fórnað er. Kynlífskostnaður
getur verið af ýmsum toga. Kostnaður við að hafa
samfarir getur falist í því að kona verði ófrísk og ali
barn, töpuðum tíma og hættu á kynsjúkdómi.
Löggjöf á sviði kynferðismála getur einnig aukið
kostnað athafna. Strangari löggjöf um sam-
kynhneigð þýðir hærri kostnað af kynlífi með sama
kyni og frjálsleg skilnaðarlöggjöf þýðir hærri kostnað
við framhjáhald.
Ein tegund kostnaðar er leitarkostnaður. Hann
er lægstur við sjálfsfróun þar sem hann er enginn
en það þýðir þó ekki að sjálfsfróun sé ókeypis.
Hún tekur tíma auk þess sem neikvæð viðhorf
gagnvart sjálfsfróun geta valdið tilfinningalegum
kostnaði. Leitarkostnaður útskýrir t.d. af hverju gæði
þeirrar þjónustu sem konur og karlar í vændi veita
eru minnst hjá þeim sem starfa á strætum
stórborganna og mest hjá þeim sem starfa við
„fylgdar þjónustu“. Leitarkostnaður er hlutfallslega
hærri þegar gæði eru lítil en þegar gæði eru mikil.
Eftir því sem gæðin eru minni er fólk síður tilbúið að
taka á sig mikinn kostnað og öfugt. Sambærilegt
dæmi er verslun með kavíar. Fólk er fremur tilbúið til
að flytja inn góðan kavíar en slæman þar sem
flutningskostnaður hefur minni áhrif á verð
gæðakavíars en þess sem lakari er.
Því meira aðlaðandi sem einstaklingur er því lægri
leitarkostnað hefur hann og þarf (að öðru jöfnu) ekki
að leita eins lengi að félaga. Þannig má gera ráð
fyrir að þeir sem eru aðlaðandi stundi meira kynlíf
en þeir sem ekki eru eins aðlaðandi vegna þeirrar
einföldu staðreyndar að kynlíf er ódýrara fyrir þá.
Ætla má að þessum einstaklingum hafi fjölgað í rás
þróunarsögunnar. Með náttúruvali má ætla að þær
konur hafi valist úr sem voru tryggar, aðlaðandi og
hæfar til að ala börn. Hjá karlmönnum má ætla að
þeir sem voru sterkir og árásargjarnir hafi fremur
komið genum sínum áfram. Samkeppni um konur
hefur ekki eingöngu stafað af því hve tiltölulega fáir
karlar hafa getað einokað allar konur í nánd við sig,
heldur einnig af því að konur eru misjafnlega hæfar
til að eiga börn. Kynferðislegt aðdráttarafl kvenna
er tengt hæfni þeirra til að eignast börn.
Karlmönnum finnast konur á barneignaraldri meira
aðlaðandi kynferðislega en konur sem eru eldri eða
yngri. Karlmönnum finnast lögulegar konur meira
kynæsandi en ólögulegar. Kynferðislegt aðdráttar-
afl karla virðist ekki í sama mæli vera tengt
ákveðnum útlitseinkennum. Konur virðast fremur
taka eftir því hvort karlmaðurinn sé hæfur til að sjá
fyrir þeim og afkvæmum þeirra og er ekki
óskynsamlegt í þróunarsögulegu samhengi.
Það er líka áhugavert að skoða hvernig áhrif þessa
munar karla og kvenna koma fram hjá sam-
kynhneigðum. Það er áberandi að samkynhneigðir
karlmenn leggja meiri áherslu á útlit sitt en gagn-
bls. 41
tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:58 Page 41