Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Side 42
kynhneigðir karlar. Gagnkynhneigðar konur leggja
yfirleitt meiri áherslu á útlit sitt en samkynhneigðar
konur. Ástæðan fyrir þessu er líklegast sú að þetta
er skynsamleg hegðun hjá öllum hópunum. Sam-
kynhneigðir karlmenn og gagnkynhneigðar
konur þurfa að líta vel út þar sem karlmönnum
er eðlislægt að líta á ákveðin útlitseinkenni.
Gagnkynhneigðir karlmenn og samkynhneigðar
konur virðast ekki leggja eins mikla áherslu á útlit
sitt þar sem konur taka fleiri þætti með í myndina.
Markaðir
Leitarkostnaður ræðst af því hve sýnilegir og
skilvirkir markaðir eru til staðar. Því stærri hópur af
mögulegum félögum sem er sýnilegur og auðvelt
að nálgast, þeim mun lægri er leitarkostnaðurinn.
Þegar ákveðin tegund kynhegðunar er sjaldgæf þá
hefur það mest áhrif á leitarkostnað hversu margir
búa í borgum. Stórar borgir auka möguleika fólks
sem stundar óhefðbundið kynlíf á að finna aðra með
svipaðar þarfir. Borgir lækka leitarkostnað þessara
hópa vegna þess að þær stuðla að því að markaðir
myndist. Borgir hafa ekki aðeins áhrif á dreifingu
fólks sem stundar óhefðbundið kynlíf. Þær hafa líka
áhrif á fjölda þeirra sem stunda það vegna þess að
þær stuðla að því að það verði hlutfallslega ódýrara.
Borgir veita ákveðna vörn gegn því að fólk sé að
hnýsast í einkalíf náungans eins og verða vill á
fámennari stöðum og lækka ýmsa tilfinninga-
lega kostnaðarþætti. Þetta skýrir af hverju
samkynhneigðir hafa flykkst til ákveðinna borga, s.s.
New York og San Fransisco í Bandaríkjunum eða þá
af hverju samkynhneigðir á Íslandi flytja flestir úr
dreifbýlinu til Reykjavíkur. (*3)
Óhætt er að segja að kostnaður við samkynhneigð
hafi lækkað á undanförnum árum og áratugum. Eftir
því sem viðhorf almennings hafa orðið jákvæðari
gagnvart samkynhneigðum og þeir eru sýnilegri í
samfélaginu hafa fleiri komið úr felum. Hár kostn-
aður við að koma úr felum leiddi til þess að mjög
fáir lögðu í það og því var framboðið af samkyn-
hneigðum einstaklingum lítið og leitarkostnaður
hár. Margir samkynhneigðir fluttust því úr landi, t.d.
til Danmerkur, þar sem var hlutfallslega ódýrara að
vera samkynhneigður.
Myndun skilvirkra markaða skýrir líka af hverju
mönnum hættir til að ofmeta fjölda samkyn-
hneigðra. Fólk er gjarnt á að líta á nánasta umhverfi
sitt þegar það tekur ákvarðanir og myndar sér
skoðanir. Þannig hættir fólki í stærri borgum til að
ætla að hlutfallslegur fjöldi samkynhneigðra sé alls
staðar sá sami og í næsta nágrenni þess. Þetta er
rangt því eins og áður sagði má gera ráð fyrir að
hlutfallslega mun fleiri samkynhneigðir í borgum en
í dreifbýli þar sem bæði leitarkostnaður og tilfinn-
ingalegur kostnaður er lægri.
Hjónabands- og kynlífsmarkaðir eru að mörgu leyti
óskilvirkir vegna mikilla upplýsingavandamála. Það
tekur tíma fyrir fólk að átta sig á því hver staða þess
er á mörkuðunum auk þess sem lélegt upplýsinga-
streymi einkennir þá. Þessu má líkja við atvinnuleit
hjá fólki sem hefur verið sagt upp störfum eða er að
koma inn á vinnumarkaðinn í fyrsta skipti. Í upphafi
þarf fólk að átta sig á því hver staða þess er og
hvaða möguleika það hefur og það tekur nokkurn
tíma. Hægt er að ímynda sér hvernig það væri ef í
hvert sinn sem fólk þyrfti að leita sér að nýrri vinnu
væru engar auglýsingar birtar um laus störf. Þannig
er þessu í raun farið á hjónabands- og kynlífs-
markaðinum þótt einkamáladálkar dagblaðanna séu
augljóst dæmi um tilraun til að búa til skilvirkan
markað. Líklegt er þá að fólk færi að sækja á
ákveðna staði þangað sem þeir kæmu sem væru að
leita sér að vinnu en einnig þeir sem væru að leita
sér að vinnukrafti. Skemmtistaðir eru án nokkurs
vafa svar við vandamálum hins óskilvirka
markaðar.
Önnur áhrif á kostnað
Kynlíf er óæðri vara. Þetta felur í sér að um leið
og tekjur fólks hækka þá dregur hugsanlega úr
eftirspurn eftir kynlífi. Kynlíf er tímafrekt, bæði
kynmök og makaleit, og eftir því sem tekjur
hækka eykst fórnarkostnaður á tíma og
hlutfallslegur kostnaður kynlífs hækkar. Leiða
má líkur að því að þeir sem hafa drjúgar tekjur –
og hafa því háan fórnarkostnað á tíma –
stundi minna kynlíf en þeir sem eru álíka
efnaðir en hafa lítinn fórnarkostnað á tíma.
Þetta er samt ekki einhlítt. Meira kynlíf er
stundað ef heilsan er góð og heilsufar manna
hefur batnað. Gæði skipta einnig miklu máli.
Auknar tekjur minnka eftirspurn eftir vörum
sem krefjast mikils tíma en auka eftirspurn
eftir gæðum. Þannig má gera ráð fyrir því
að eftir því sem tekjur hafa hækkað hafi
eftirspurn eftir kynlífi minnkað en eftir-
spurn eftir góðu kynlífi aukist.
Kynjahlutfall skiptir einnig miklu máli. Ef
hlutfallslega færri konur eru til staðar en
karlmenn þá þýðir það að hlutfallslegt verð á
konum er hátt og hlutfallslegt verð á körlum
er lágt.(*4) Ef verð á konum eða körlum er
mjög hátt má búast við því að sumir karlar
eða konur leiti annarra leiða til að fullnægja
kynferðislegum þörfum.
Stoðvörur eru þannig að ef verð á einni
vöru lækkar þá eykur það eftirspurn eftir
annarri. Á sama tíma og gæði getnaðarvarna
hafa aukist til mikilla muna þá hefur hlut-
fallslegt verð þeirra lækkað mikið og er hægt
að ímynda sér að eftirspurn eftir kynlífi hafi
aukist í kjölfar þess.
Staðkvæmdarvörur eru hins vegar þannig
að ef verð á einni vöru hækkar þá kaupir fólk
minna af henni og meira af annarri í staðinn.
Barnaútburður og fóstureyðingar eru dæmi
um staðkvæmdarvörur þar sem þær eru tvær
mismunandi leiðir að sama markmiðinu.(*5)
Líkleg ástæða þess að fólk kýs fóstureyðingar
fremur en að bera út börn er að fyrri kosturinn
er hlutfallslega ódýrari.(*6) Nú er hægt að sjá
tiltölulega snemma hvers kyns fóstur er en
áður var það ekki hægt. Eflaust hafa verið
gerðar fóstureyðingar þar sem hlutaðeigandi
hefðu viljað eignast barnið ef þau hefðu verið
fullviss um að það yrði drengur eða þá
telpa.(*7) Þannig er augljóst að fyrir hver
fóstureyðing sem hefur verið framkvæmd við
(*3) Samkynhneigðir hafa að hluta fundið ráð til að draga úr leitarkostnaði og upplýsingavanda. Annars vegar stunda þeir í mörgum
tilfellum staði sem eru aðeins fyrir þá. Hins vegar má líta á ýmiss konar kvenlegar athafnir sem oft hafa fylgt samkynhneigðum
karlmönnum sem viðleitni þeirra til að dreifa upplýsingum um sig á markaðnum. Þannig mætti líta á þessar athafnir sem hverjar aðrar
auglýsingar á vörum.
(*4) Ef karlar væru færri en konur þýddi það að hlutfallslegt verð á körlum væri hátt og hlutfallslegt verð á konum lágt. Verð á körlum
og konum ræðst eins og allt annað af framboði og eftirspurn.
(*5) Þetta gætu verið ágætis rök bæði fyrir andstæðinga og fylgjendur fóstureyðinga. Andstæðingarnir gætu bent á að margt sé líkt
með fóstureyðingum og barnaútburði. Fylgjendurnir gætu bent á að fóstureyðingar séu mun ódýrari en barnaútburður og því mun
hagkvæmari. Þessi kostnaður felst einkum í því að konur þurfa ekki að ganga með börnin en það heldur þeim að hluta frá vinnu auk
þess sem tilfinningalegur kostnaður er líklegast minni þegar fóstri er eytt en þegar barn er borið út.
(*6) Barnaútburður er kostnaðarsamari að því leyti að konur þurfa að ganga með börn í níu mánuði að meðaltali jafnframt því sem
barnaútburður er bannaður með lögum sem verið getur dýrt að brjóta. Fóstureyðingar eru hins vegar leyfðar á Íslandi og barnshafandi
konur geta fengið fóstri eytt án mikilla vandræða ef það er ekki komið yfir vissan aldur.
(*7) Drengir hafa í gegnum tíðina haft hærra verð en telpur. Líklegasta skýringin er sú að drengir eru framleiðnari en telpur við ýmis
störf sem voru nauðsynleg fyrir tilvist fjölskyldunnar. Þó má gera ráð fyrir að þetta gildi ekki lengur á Vesturlöndum en augljóst er að
þessi regla er enn í gildi í frumstæðari landbúnaðarþjóðfélögum.
tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:58 Page 42